A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 9. júní 2011

 Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. júní kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Þorsteinn Paul Newton, Valgeir Örn Kristjánsson og Ingibjörg Emilsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Gísli Gunnlaugsson, byggingarfulltrúi og Einar Indriðason, slökkviliðsstjóri.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Umsókn um lóð fyrir frystigám, erindi frá Sigurbirni Jónssyni, dags. 23. maí 2011

2. Umsókn um rotþró, erindi frá Halldóru Guðjónsdóttur og Ágústi Guðjónssyni, dags. 24. maí 2011

3. Beit á jörðinni Víðidalsá, erindi frá Strandahestum, dags. 31. maí 2011

4. Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslu í landi Kálfaness 2, erindi frá Hlyn Andréssyni og Bjögu Sigurðardóttur, dags. 2. júní 2011

5. Umsókn um byggingu geymsluskúrs, erindi frá Árna M. Björnssyni, dags. 7. júní 2011

6. Umsókn um byggingu sólskála og fellingu grenitrés, erindi frá Jóni Vilhjálmi Sigurðarsyni.

7. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Hólmakaffi, erindi frá sýslumanninum á Hólmavík, dags. 30. maí 2011

8. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.


Ingibjörg Emilsdóttir vék af fundi


1. Umsókn um lóð fyrir frystigám, erindi frá Sigurbirni Jónssyni, dags. 23. maí 2011


Sveitarstjóra er falið að finna heppilegan stað á gámasvæðinu hjá hinum beitningagámunum fyrir frystigáminn.

Ingibjörg mætti aftur á fundinn.


2. Umsókn um að fá setta niður rotþró, erindi frá Halldóru Guðjónsdóttur og Ágústi Guðjónssyni, dags. 24. maí 2011


Erindi samþykkt.


3. Beit á jörðinni Víðidalsá, erindi frá Strandahestum, dags. 31. maí 2011


Erindi samþykkt.


4. Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslu í landi Kálfaness 2, erindi frá Hlyn Andréssyni og Björgu Sigurðardóttur, dags. 2. júní 2011


Ekki er hægt að fá veitt stöðuleyfi  fyrir geymslur samkvæmt byggingarreglugerð. Mögulegt er að veita umsækjanda byggingaleyfi ef hann skilar inn tilskildum teikningum af byggingunni.

 

5. Umsókn um byggingu geymsluskúrs, erindi frá Árna M. Björnssyni, dags. 7. júní 2011


Erindi samþykkt með þeim skilyrðum að umsækjandi skili inn afstöðumynd og teikningum af geymsluskúrnum.


6. Umsókn um byggingu sólskála og fellingu grenitrés, erindi frá Jóni Vilhjálmi Sigurðarsyni.


Erindi samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi sendi inn grunnmynd sem sýnir skipulag hússins og skráningartöflu.


7. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Hólmakaffi, erindi frá sýslumanninum á Hólmavík, dags. 30. maí 2011


Byggingarfulltrúa falið að kanna skipulag svæðisins og klára afgreiðslu málsins.


8. Önnur mál


a. Vegna deiluskipulags urðunarsvæðis í Skeljavíkurlandi - lokaafgreiðsla Byggingar, umferðar- og skipulagsnefndar:


Tekin var fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði í Skeljavíkurlandi. Fyrir lágu umsagnir frá Umhverfisstofnun dags. 9. nóvember 2010, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, dags. 28. september 2010 og Veiðimálastofnun dags. 28. september 2010 og fjallað var um þær áður en tillagan var auglýst. Fyrir lá athugasemd frá Skipulagsstofnun frá 25. mars 2011. Tillagan var auglýst frá 24. febrúar 2011 til 31 mars með athugasemdarfresti til 14. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að afgreiða tillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


b. Stöðuleyfi fyrir færanlega kennslustofu/vinnugám fyrir utan leikskólann Lækjarbrekku.

Erindi samþykkt en bent skal á að slökkviliðsstjóri þarf að samþykkja staðsetningu gámsins.


c. Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingu/stækkun á vélageymslu.

Erindi samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi sendi inn skráningartöflur.


d. Sorpsamlag Strandasýslu sækir um að setja upp girðingu og lúgur á Skeiði 3 fyrir flokkanlegt sorp.

Erindi samþykkt.


e. Sorpsamlag Strandasýslu sækir um að skráðri stærð hússins að Skeiði 3 verði breytt. Húsið er 240 m2 að stærð en er skráð um 294 m2 í fasteignaskrá. Einnig er sótt um að fá leyfi til að gróðursetja tré vestan og sunnan megin við girðingu á Skeiði 3.

Erindi samþykkt.


f. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, drög að reglugerð um framkvæmdarleyfi.

Lagt fram tl kynningar.


g. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, drög að byggingareglugerð.

Lagt fram til kynningar.


h. Í landi Kleifarkots í Ísafirði er risið hús án leyfis nefndarinnar.

Byggingarfulltrúa falið að kanna málið.


i. Varðandi listaverk Einars Hákonarsonar.

Nefndin leggur til að listaverk Einars verði sett upp á blett fyrir framan Galdrasafn.


Fundi slitið kl. 19:50.  

Þorsteinn Paul Newton (sign)
Valgeir Örn Kristjánsson (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir (sign)
Gísli Gunnlaugsson (sign)
Einar Indriðason (sign) 

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 21. júní 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón