A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tónskólinn á Hólmavík auglýsir eftir tónlistarkennara

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. maí 2023

 

Tónskólinn á Hólmavík auglýsir eftir tónlistarkennara með deildarstjórn til að kenna á ýmis hljóðfæri auk undirleiks, kenna tónfræði, stjórna barnakór og rokkhljómsveit eldri nemenda og tónmennt á yngsta stigi.


Fullt starf 100% er í boði frá 1. ágúst 2023 en hlutfall deildarstjórnunar fer eftir stigum skóla.


Tónskólinn á Hólmavík er samrekinn Grunn-, leik- og tónskóli og er vel búinn hljóðfærum, staðsettur í Grunnskólanum á Hólmavík. Kennt hefur verið á eftirfarandi hljóðfæri: blokkflauta, þverflauta, píanó, gítar, bassi, ukulele, fiðla, trommur, trompet og saxófónn. Áhersla er lögð á fjölhæfni í hljóðfæraleik, samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi


Helstu verkefni og ábyrgð.

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum grunnskólaaldri á fjölbreytt hljóðfæri. Einnig þarf viðkomandi að geta leikið undir með nemendum skólans. Kostur er ef viðkomandi getur kennt á mörg hljóðfæri og tónfræðigreinar, stjórnað barnakór og hljómsveit og kennt tónmennt.


Hæfniskröfur.

Háskólapróf í tónlist æskilegt eða tónlistarnám sem nýtist í starfi. Reynsla af kennslustörfum og meðleik æskileg

Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum. Frumkvæði í starfi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Hreint sakavottorð


Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst n.k


Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).

Ferilskrá og kynningarbréf sendist í tölvupósti á netfangið: skolastjori(hja)strandabyggd.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón