A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa

| 05. febrúar 2019

Spennandi störf í Strandabyggð

Strandabyggð samanstendur af þéttbýliskjarnanum Hólmavík og sveitunum þar í kring, og er staðsett á Ströndum á Vestfjörðum. Staðsetningin er um miðja vegu á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Íbúafjöldinn er um 500 manns, en samfélagið eru einkar fjölbreytilegt og afþreying margvísleg. Sauðfjárbúskapur, fiskveiðar og rækjuvinnsla eru á meðal mikilvægra atvinnugreina á Ströndum, en auk þess ýmis þjónusta á borð við verslun, sparisjóð, heilsugæslu, apótek, póstþjónustu, gistimöguleika, hvalaskoðun, Orkubú og Vegagerð. Hægt er að finna hin ýmsu skólastig í Strandabyggð, s.s. er leikskóli sem tekur við börnum allt niður í 9 mánaða aldur, grunnskóli, dreifnámsdeild á framhaldsskólastigi, fræðslumiðstöð og háskólasetur. Menningarlíf Strandabyggð eru einkar öflugt, en þar eru m.a. að finna öflug söfn á borð við Sauðfjársetur, Galdrasýninguna og Steinshús. Á svæðinu er starfrækt öflugt leikfélag, tveir kórar, skokkhópur og gönguklúbbur, svo fátt eitt sé nefnt. Á Hólmavík er íþróttahúsmiðstöð, ræktarsalur og sundlaug, þar sem haldnar eru reglulegar æfingar fyrir yngri kynslóðir, auk þess sem almenningur getur nýtt sér aðstöðuna. Umhverfið í Strandabyggð er fagurt og loftið heilnæmt og þar er gott að búa!​

 

Tómstunda- og íþróttafulltrúi

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa. Um er að ræða 70% starfshlutfall, með möguleika á hækkun í 100%

Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.

Markmið og verkefni

  • Skipulagning og umsjón með starfssemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon
  • Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
  • Undirbúningur vegna vinnuskóla Strandabyggðar og sumarnámskeið
  • Standa fyrir tómstundastarfi og efla þátttöku einstaklinga og hópa sem hafa lítið framboð við hæfi í Strandabyggð
  • Stuðningur við sjálfboðaliðasamtök og alla þá sem vinna að tómstundum og afþreyingu
  • Náin samvinna með íþróttahreyfingunni og þeim sem vinna að íþróttastarfi í sveitarfélaginu
  • Verkefnastjórnun bæjarhátíðar
  • Samstarf við Grunnskóla Strandabyggðar um starfsemi Skólaskjóls
  • Önnur verkefni sem tómstundafulltrúa er falið af sveitarstjóra og fallið geta undir starfssvið tómstundafulltrúa.

Menntun, færni og eiginleikar

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Styrkur í ákvarðanatöku
  • Starfsreynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
  • Skipulags- og stjórnunarfærni
  • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
  • Hvetjandi og góð fyrirmynd.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2019.

Nánari upplýsingar veita:

Ingibjörg Benediktsdóttir, Oddviti Strandabyggðar, sími: 663-0497 og/eða Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, sími 899-0020.

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Þorgeiri Pálssyni á sveitarstjori@strandabyggd.is eða á Strandabyggð Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón