A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnutćkifćri í Strandabyggđ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. janúar 2019

Spennandi störf í Strandabyggð

Strandabyggð samanstendur af þéttbýliskjarnanum Hólmavík og sveitunum þar í kring, og er staðsett á Ströndum á Vestfjörðum. Staðsetningin er hérumbil miðja vegu á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Íbúafjöldinn er um 500 manns, en samfélagið eru einkar fjölbreytilegt og afþreying margvísleg. Sauðfjárbúskapur, fiskveiðar og rækjuvinnsla eru á meðal mikilvægra atvinnugreina á Ströndum, en auk þess ýmis þjónusta á borð við verslun, sparisjóð, heilsugæslu, apótek, póstþjónustu, gistimöguleika, hvalaskoðun, Orkubú og Vegagerð. Hægt er að finna hin ýmsu skólastig í Strandabyggð, s.s. er leikskóli sem tekur við börnum allt niður í 9 mánaða aldur, grunnskóli, dreifnámsdeild á framhaldsskólastigi, fræðslumiðstöð og háskólasetur. Menningarlíf Strandabyggð eru einkar öflugt, en þar eru m.a. að finna öflug söfn á borð við Sauðfjársetur, Galdrasýningu og Steinshús. Á svæðinu er starfrækt öflugt leikfélag, tveir kórar, skokkhópur og gönguklúbbur, svo fátt eitt sé nefnt. Á Hólmavík er íþróttahúsmiðstöð, ræktarsalur og sundlaug, þar sem haldnar eru reglulegar æfingar fyrir yngri kynslóðir, auk þess sem almenningur getur nýtt sér aðstöðuna. Umhverfið í Strandabyggð er fagurt og loftið heilnæmt og þar er gott að búa!​

Oftast eru einhverjar lausar stöður í Strandabyggð hverju sinni og gott að fylgjast með hér á síðunni.

sjá hér neðar á síðunni........

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón