A A A

Valmynd

Fréttir

Nerf - byssubardagi

| 19. júní 2018
Ungmennaráð Strandabyggðar stendur fyrir viðburðinum Nerf-byssubardagi annað árið í röð. Viðburðurinn verður kl.18:00 föstudaginn 29.júní í Íþróttamiðstöðinni. Ungmennaráð mun setja upp vígvöll í íþróttasalnum og stýrir svo leikum þar sem markmiðið verður að allir leiki sér saman og hafi gaman af. Viðburðurinn er fyrir 10 ára og eldri og gert er ráð fyrir því að einstaklingar mæti með sínar eigin byssur og hlífðargleraugu.

Frjáls

| 18. júní 2018
« 1 af 2 »
Brynhildur Sverrisdóttir mun halda sína fyrstu ljósmyndasýningu á Hamingjudögum. Það sem veitir Brynhildi hamingju er að taka ljósmyndir. Hún hefur verið að taka ljósmyndir með símanum sínum en er byrjuð að æfa sig að taka myndir á ljósmyndavélar. Brynhildur vann ljósmyndakeppni Goðamótsins 2018 og má sjá myndina hennar hér með fréttinni ásamt annarri mynd sem hún hefur tekið. Ljósmyndasýningin Frjáls opnar formlega föstudaginn 29.júní kl. 17:00 og mun vera opin á laugardeginum 30.júní.

Setning Hamingjudaga og menningarverđlaun veitt

| 16. júní 2018
Setning Hamingjudaga verður föstudaginn 29.júní kl.17 í Hnyðju. Menningarverðlaunin verða veitt  og enn er tími til að skila inn tilnefningum.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2018.

Þetta árið verður Lóan veitt í níunda skiptið en áður hafa Sigríður Óladóttir kórstjórnandi, Leikfélag Hólmavíkur, Sauðfjársetrið (tvisvar sinnum), Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum, Einar Hákonarson listamaður og Steinshús við Djúp hlotið þau. Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Verðlaunaafhending fer fram á Hamingjudögum eins og hefð hefur skapast fyrir. 

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til miðnættis sunnudaginn 17. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Fótboltamót

| 15. júní 2018
Fótboltamót HSS og Geislans 2015
Fótboltamót HSS og Geislans 2015
HSS mun vera halda fótboltamót fimmtudaginn 28.júní klukkan 18:00 á Grundum.

Öllum krökkum er velkomið að mæta og taka þátt en raðað verður í lið eftir þátttöku, styrkleika og aldri.
Mótið er fyrir stelpur og stráka, gesti og Hólmvíkinga. Skráning er ekki nauðsynleg en hægt er að skrá sig með því að hringja í Hörpu Óskarsdóttur framkvæmdarstjóra HSS í síma 894-3325.

Hamingjumarkađur

| 14. júní 2018
Að vanda verður haldinn markaður á Hamingjudögum.

Markaðurinn verður í Hnyðju þriðja árið í röð. Á markaðinum hefur alltaf myndast skemmtileg stemmning og ávallt er boðið upp á fjölbreytt úrval söluvarnings.

Vilt þú taka þátt í ár?
Það er hægt að panta borð í tölvupósti (tomstundafulltrui@strandabyggd.is) en það kostar ekkert að taka þátt.

Markaðurinn stendur frá kl 12-17 laugardaginn 1. júlí.

Náttúrubarnaskólinn

| 12. júní 2018
Hefðir og venjur veita okkur oft hamingju en einnig að prufa nýja hluti. Náttúrubarnaskólinn stóð fyrir nýjum viðburði á Hamingjudögum 2016 og hélt námskeið á fimmtudeginum með hamingjuþema. Námskeiðið sló í gegn eins og önnur námskeið Náttúrubarnaskólans og hefur það því skapað sér sess fimmtudaginn fyrir Hamingjudaga. Hvað ætli viðburðir eða athafnir þurfi að endurtaka oft svo þær verði að hefð? Mögulega kynnum við námskeið Náttúrubarnaskólans sem hefð á næsta ári :) 

Fimmtudaginn 28.júní klukkan 13:00-17:00 verður Náttúrubarnaskóli á Sauðfjársetrinu í Sævangi með sannkölluðu hamingjuþema! Það verður farið út í fjöruferð og náttúruskoðun, send flöskuskeyti og breytt út hamingju, bruggað sérstakt hamingjuseyði, fengið sér kökur og góðgæti og fara í nokkra skemmtilega leiki. Það kostar 3000 kr. á mann og skráning er í síma 661-2213, á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans eða á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com.

Hamingjudagar 2018

| 11. júní 2018
Nú eru um það bil þrjár vikur í hátíðina okkar Hamingjudagar. Helling af viðburðum og uppákomum hefur verið bókað og staðfest. Enn þá eru hugmyndir af viðburðum að berast og er aldrei of seint að bæta við dagskrána. Dagskrá mun birtast á morgun og kynningar á viðburðum mun berast á hverjum degi alveg fram að hátíðarlokum. 

Auglýst eftir tilnefningum til menningarverđlauna

| 08. júní 2018
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2018.
Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til miðnættis sunnudaginn 17. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum....
Meira

Dagskrágerđ í fullum gangi

| 14. maí 2018
Undirbúningur fyrir Hamingjudaga 2018 er byrjaður á fullum krafti. Vonumst við eftir jafn yndislegri og skemmtilegri stemningu og myndaðist í fyrra. Nokkrir viðburðir hafa verið staðfestir, enn þá fleiri viðburðir eru á hugmyndalistanum og vonandi enn þá fleiri viðburðir á bak við eyrað hjá ykkur kæru vinir og nágrannar. Ef þú hefur hugmynd, langar að halda viðburð eða stinga upp á viðburði ekki hika við að hafa samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa. Þú nærði í hana í síma 846-0281 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is....
Meira

Hamingjudagar 2018

| 22. janúar 2018
Hamingjudagar 2018 verða helgina 29.júní til 1.júlí. Takið helgina frá!
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón