A A A

Valmynd

Fréttir

Úti-fjölskyldumessa

| 28. júní 2018
Árleg hefð hefur skapast fyrir messu í garðinum í Tröllatungu á Hamingjudögum.

Bændurnir í Tröllatungu réðust í mikla vinnu við að laga garðinn vegna viðhaldsleysis í mörg ár og vildu njóta þeirrar vinnu með öðrum.

Því messar séra Sigríður Óladóttir í Tröllatungu sunnudagsmorguninn 1. júlí kl 11:00. Mælt er með því að gestir taki með sér eigin stóla.

Furđuleikar

| 28. júní 2018
« 1 af 2 »

Hinir árlegu Furðuleikar á Ströndum verða að venju haldnir á sunnudaginn um hamingjudagahelgina, þann 1. júlí og hefjast kl. 13:00. 

Þarna verður að venju mikið fjör og gleði fyrir alla fjölskylduna, Strandamenn, nærsveitunga og gesti sem koma saman og leika sér í furðulegum leikjum öllum til gleði og ánægjuauka. Skemmtilegar og árvissar keppnisgreinar eins og öskurkeppnin ógurlega og trjónufótboltinn verða á sínum stað. Svo verður eitthvað nýtt og furðulegt í bland sem dæmi má nefna keppnisgreinina Tímasóunn.


Dásamlegt kaffihlaðborð verður á boðstólum í kaffistofu Sauðfjársetursins verð 2.000.- fyrir 13 ára og eldir, 1.300.- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir yngri, frítt verður inn á allar sögusýningar í tilefni dagsins.

Sauðfjársetrið er staðsett í félagsheimilinu Sævangi. Það stendur við þjóðveg 61 og er 12 km sunnan við Hólmavík, það er opið alla daga frá klukkan 10-18.

Sauðfjársetrið er skemmtilegur áningastaður fyrir fólk á öllum aldri. Þar er fastasýningin Sauðfé í sögu þjóðar ásamt tveim minni sýningum: Álagablettir á Ströndum og Sumardvöl í sveit. Þar er einnig handverksbúð, barnahorn og kaffihúsið Kaffi Kind. Einnig eru á Sauðfjársetrinu tveir heimalningar sem gestum og gangandi er boðið að gefa og vekur mikla lukku! Á Sauðfjársetrinu er haldið mikið af viðburðum, til dæmis Furðuleikarnir í júní og Hrútadómar í ágúst.

Hamingjurall

| 28. júní 2018
Á Hamingjudögum fer fram rallýkeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir.

Keppnin er haldin núna annað árið í röð á Hamingjudögum og reiknað er með um 20 áhöfnum.  Eknar verða leiðir í nágrenni Hólmavíkur, Þorskafjarðarheiði ásamt leiðinni um Kaldrananes.  

Viðgerðarhlé verður í Hólmavík frá tólf til eitt. Viðgerðarhlé í ralli hefur þá sérstöðu að þar má oft sjá snarlegar viðgerðir þar sem jafnvel kútoltnir bílar eru lagfærðir á mettíma. 

Samansöfnun og verðlaunaafhending fer fram á hátíðarsvæði Hamingjudaga að keppni lokinni.

Allar nánari upplýsingar um rallýið má nálgast á heimasíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.

Bjartmar Guđlaugsson

| 27. júní 2018
Bjartmar Guðlaugsson er íslenskur tónlistarmaður sem hóf að gefa út tónlist á níunda áratug 20.aldar og sló svo í gegn 1987 þegar hann gaf út vinsælu plötuna Í fylgd með fullorðnum. Flestir íslendingar þekkja mörg lög með honum eins og Súrumjólk í hádeginu, Týnda kynslóðin, Fimmtán ára á föstu o.fl.
Bjartmar verður með tónleika á Café Riis laugardaginn 30.júní kl.21:00. Það er 18 ára aldurstakmark og kostar 1.500 kr inn.

Söfnun fyrir ćrslabelg

| 27. júní 2018
Áskorun hefur borist sveitarstjórn og tómstundafulltrúa að fjármagna í ærslabelg fyrir sveitarfélagið Strandabyggð. Þessari áskorun verður svarað með ósk til íbúa að aðstoða við fjármögnun á slíkum belg. Á Hamingjudögum ætlum við að ryðja af stað söfnun fyrir ærslabelg. Söfnunin verður í formi rjómatertukasts. Á Galdratúninu kl.15:45 mun sveitarstjórn leyfa gestum að kasta í sig rjómatertu ef greitt er fyrir rjómatertuna og kastið. Það verður uppboð á hverri tertu og kasti fyrir sig og lágmarks gjald er 1.000 kr. Allir geta tekið þátt í rjómatertukastinu og hjálpað okkur að safna með því að skrá sig hér. Höfum gaman saman, hlæjum og fíflumst og í leiðinni söfnum fyrir ærslabelg.

Hnallţórukeppni

| 27. júní 2018

Hnallþóruhlaðborðið er hápunkturinn og einn af stærstu viðburðum Hamingjudaga ár hvert.
Íbúar Strandabyggðar bjóða gestum hátíðarinnar upp á glæsilegar hnallþórur á Galdratúninu.
Við hvetjum alla þá sem mögulega hafa tök á að baka köku að gera það og mæta með hana á hlaðborðið til að tryggja að allir fái eitthvað að smakka! Án ykkar frábæra framtaks yrði þessi viðburður ekki að veruleika, takk kærlega fyrir :)
Mikilvægt er að fólk komi með terturnar í Hnyðju milli kl. 13:00 og 14:00 á laugardeginum 30. júní með vel merkta hnífa, spaða og diska svo ekkert glatist nú!

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir flottustu hnallþórurnar og í ár munu vera sérstök verðlaun fyrir börn sem mæta með hnallþóru. Vinningarnir eru stórglæsilegir en þeir koma frá bókaútgáfunni Salka, JGR umboðs- og heildverslun, KSH, Sauðfjársetrinu Sævangi og Náttúrubarnaskólanum.
Verðlaunin verða veitt kl.14:45.

Hamingjuhlauparar mæta svo í mark kl.15:00 og ganga svo fyrstir að kökuhlaðborðinu.
Gunnar Jóhannsson, Gunnlaugur Bjarnason og Guðmundur Jóhannsson ætla svo að stíga á stokk og spila nokkur vel valin lög fyrir okkur.

Blađrarinn

| 27. júní 2018
Blaðrarinn er hópur sem gerir allskonar skemmtilegt úr blöðrum. Hópurinn mætir á Hamingjudaga og skemmtir börnum og öðrum gestum.

Vöfflur í bođi Hólmadrangs

| 27. júní 2018
Það sem gefur hátíðinni okkar lit og gleði er þátttaka fyrirtækja. Fyrirtækið Hólmadrangur og starfsfólk þess eru virkir þátttakendur í hátíðinni og undirbúningi fyrir hátíðina. Laugardaginn 30.júní kl.13:00-15:00 mun Hólmadrangur bjóða upp á vöfflur fyrir utan Hólmadrang, allir velkomnir.

Ganga međ Félagi eldriborgara

| 27. júní 2018

Félag eldri borgara stendur fyrir gönguferð fyrir alla laugardaginn 30.júní kl.10:00. Gengið verður frá N1 merkinu á kaupfélagslóðinni og munu Jón Eðvald og Aðalheiður Ragnarsdóttir stýra göngunni. Ferðinni er heitið að nýrri göngubrú yfir Hvítá þar sem brúin verður vígð formlega. Göngunni verður svo haldið áfram um Skeljavík.

30 ára afmćlissýning leikskólans Lćkjarbrekku

| 26. júní 2018

 Í tilefni af 30 ára afmæli leikskólans Lækjarbrekku og nýrri viðbyggingu var boðað til fögnuðar þann 9. febrúar 2018 í húsnæði leikskólans. Hægt var að skoða leikskólann, ljósmyndir og gullkorn liðins tíma og listaverk núverandi nemenda.   

Þessi fögnuður vakti mikla lukku og ætlum við því að endurtaka leikinn á Hamingjudögum. Laugardaginn 30.júní kl.13-16 verður leikskólinn Lækjarbrekka með opið hús þar sem hægt verður að skoða ljósmyndir og listaverk nemenda. Í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur verður hægt að skoða listasýningu frá líðandi skólaári og svo munu gullkorn frá nemendum leikskólans hanga á ljósastaurum á hátíðarsvæðinu.

Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón