A A A

Valmynd

Fréttir

Dagskrá Hamingjudaga 2015 - rafrćn útgáfa

Andrea Kristín Jónsdóttir | 26. júní 2015

Alvöru karlmenn

Ingibjörg Benediktsdóttir | 26. júní 2015

 

Ljósmyndasýningin Alvöru karlmenn opnar laugardaginn 27. júní í gamla Arionbanka húsinu kl 13:00

Það sem þykir karlmannlegt er ákaflega breytilegt eftir tíma, stað og hópum. Á meðan að vaskur sjómaðurinn er álitinn vera karlmannlegur á einum stað og tímabili, líta aðrir kannski frekar upp til jakkafataklædda skrifstofumannsins eða krúttlega lopapeysukarlsins. Sumarið 2014 vann Sæbjörg Freyja Gísladóttir, meistaranemi í þjóðfræði, verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna þar sem hún kannaði birtingarmynd karlmennsku í ljósmyndum frá árunum 1914 til 2014. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Valdimars Hafstein þjóðfræðings og fólst í því að skoða hvernig mismunandi líkamsstaða þykir karlmannleg á hverjum tíma fyrir sig og jafnframt hvernig það hangir saman við samfélagslegar breytingar.

Sæbjörg safnaði og greindi um eitt þúsund ljósmyndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjalasafninu á Ísafirði frá fyrstu áratugum 20. aldar. Hún ljósmyndaði einnig þrjátíu karlmenn sem eru búsettir á Egilsstöðum, Reykjavík og Önundarfirði. Afrakstur þessa er ljósmyndasýning sem þegar hefur verið sýnd í sundlauginni á Flateyri, Sláturhúsinu á Egilsstöðum og Hamraborg á Ísafirði.  

Ynja Mist opnar sýningu á Hamingjudögum

Ingibjörg Benediktsdóttir | 24. júní 2015
Ynja Mist Aradóttir
Ynja Mist Aradóttir

Ynja Mist Aradóttir mun opna myndlistarsýningu í Ásgarði laugardaginn 27. júní kl 12:00  

Ynja Mist er fædd 23. nóvember árið 1996. Hún hefur teiknað mikið alla tíð og vakti strax athygli á leikskólaaldri. Á grunnskólaaldri tók hún nokkur námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og hóf svo 16 ára gömul nám á myndlistabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hún fór einnig til Bandaríkjanna sem skiptinemi og tók þar listaáfanga í Onalaska High school. Hún útskrifast úr FG um áramótin og stefnir á nám í vöruhönnun við listaháskóla Íslands. Ynja seldi sína fyrstu mynd þegar hún var 11 ára gömul, hún hefur gert blýantsteikningar, vatnslitamyndir, akríl- og olíumálverk, styttur, skúlptúra, dúkristur og fleira. 

Tónleikar Gunnars Ţórđarsonar

Ingibjörg Benediktsdóttir | 22. júní 2015

Á 10. ári Hamingjudaga verða tónleikar Gunnars Þórðarsonar í Bragganum laugardagskvöldið 27. Júní. Eins og flestum er kunnugt er Gunnar einn fremsti tónlistarmaður landsins. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 21:00 og kostar 1500kr. inn. 

Trommunámskeiđ á Hamingjudögum

Ingibjörg Benediktsdóttir | 19. júní 2015

Bangoura Band mun koma fram á Hamingjudögum en hljómsveitin er níu manna sveit sem var sett saman í byrjun árs 2013. Bangoura Band spilar afrobeat,Afro jazz,mandingue og funk tónlist. Bangoura band hefur verið að koma fram síðan í apríl 2013 og búin að ferðast um landið og halda tónleika hér og þar.

Tveir meðlimir hljómsveitarinnar munu vera með námskeið í afrískum trommuleik á Hamingjudögum. Námskeiðið fer fram í Félagsheimilinu föstudaginn 26. júní frá kl 15:13 – 17:00 og laugardaginn 27. júní kl 11:30-13:00. Hægt er að skrá sig í eitt skipti en þá er verðið 3000 kr. eða í tvö skipti á 5000kr.

Hægt er að skrá sig á ingibjorgben@strandabyggd.is eða í síma 663 0497

Dagskrá Hamingjudaga 2015

Ingibjörg Benediktsdóttir | 18. júní 2015

Hér er komin dagskrá Hamingjudaga 2015

Miðvikudagur 24. Júní

14:00-16:00        Kassabílasmiðja fyrir fjölskylduna í Áhaldahúsinu

 

Fimmtudagur 25. júní

13:00-17:00        Náttúrubarnaskóli á Sauðfjársetrinu

14:00-16:00        Kassabílasmiðja fyrir fjölskylduna í Áhaldahúsinu

21:00-22:30        Sundlaugarpartý í Íþróttamiðstöðinni fyrir 13-17 ára. DJ TR spilar, frítt inn

 

Föstudagur 26. Júní

15:30-17:00        Trommunámskeið með Bangura band í félagsheimilinu, tímapantanir í síma 6630497       

16:00                Setning hátíðar og sýningaropnun í Hnyðju

                             Kvennasýning í tilefni 100 ára kosningarafmæli kvenna á Íslandi.

                              Brian Berg, konur og hnyðjur

                              Menningarverðlaun Strandabyggðar

18:00-20:00        Fiskihlaðborð á Café Riis

18:00                Vinabæjarleikur í fótbolta á Skeljavíkurvelli                       

20:00                Hamingjugolfmót á Skeljavíkurvelli

20:00                Íbúar gera sig klára í hverfum sínum fyrir göngu á hátíðarsvæði                                              

20:15                     Gengið saman úr hverfum-

20:15                Tónleikar í Hvamminum/Klifstúni - Heimamenn stíga á svið

21:00                Söngur og fjör með Jónsa ( söngvara hljómsveitarinnar í svörtum fötum) í Hvamminum/Klifstúni við                                    hafnarbakkann –

22:30                Hemúllinn spilar á Kaffi Galdri

23:00                DJ Yngvi Eysteins spilar á Café Riis

 

Laugardagur 27. júní

09:45                Hamingjuhlauparar leggja af stað frá Gillastöðum, hlaupaáætlun er birt á Hamingjudagar.is

11:00-16:00        Sýningar opnar í Hnyðju

11:00                María Játvarðardóttir heldur fyrirlestur um hamingjuríkt uppeldi í Hnyðju

11:00-16:00       Tomas Ponzi á Galdrasafninu og teiknar andlitsmyndir myndir.

11:30-13:00       Trommunámskeið með Bangoura band í félagseimilinu. Tímapantanir í síma 663 0497

12:00                Ynja Mist Aradóttir opnar myndlistarsýningu í kaffistofunni í Hlakkarhúsinu

12:00                Kassabílarallý við Galdrasafnið. Hjálmaskylda og lögreglan verður á staðnum
12:00                Forsýning Turtle festival kvikmyndasýningar í Bragganum 

12:30-16:00        Hoppukastalar á Galdratúninu

13:00-16:00        Hamingjumarkaður í Fiskmarkaðnum

13:00-17:00        Hamingjudagskrá í Hvamminum

                                               13:00 Hamingjutónar, íbúar bjóða upp á skemmtun

                                               14:00 Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna           

                                               15:00 Hamingjuhlauparar mæta

                                               Hamingjuhlaðborð í boði íbúa  

                                               15:30     Bangoura band

                                               16:15     Hamingjutónar

14:00 og 17:00    Forsýning Turtle festival kvikmyndasýningar í Bragganum 

17:00-19:00        Opið hús hjá gestgjöfum, nánar auglýst síðar

21:00-23:00        Gunnar Þórðarson í Bragganum

00:00-03:00        Opið á Café Riis, DJ Yngvi Eysteins

 

Sunnudagur 28. júní

11:00                Polla- og pæjumót í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum

11:00                Útifjölskyldumessa í Tröllatungu

12:00-18:00       Sýningar opnar í Hnyðju og Hlakkarhúsinu

13:00                Furðuleikar á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Hamingjuhlaupiđ 2015

Ingibjörg Benediktsdóttir | 18. júní 2015

Í Hamingjuhlaupinu 2015 verður hlaupið úr Reykhólasveit norður Laxárdalsheiði, um Kerlingaskarð niður í Þiðriksvalladal, inn fyrir Þiðriksvallavatn og síðan niður dalinn og sem leið liggur til Hólmavíkur. Hlaupið hefst um það bil miðja vegu milli bæjanna Gillastaða og Klukkufells, nánar tiltekið um 8 km vestan við vegamótin sunnan við Þröskulda. Leiðin öll er um 35 km og fer hæst í um 590 m hæð.

 

Hlaupið er ekki keppnishlaup, heldur halda hlaupararnir yfirleitt hópinn og fylgja fyrirfram gerðri tímaáætlun. Ekki er þörf á að skrá sig í hlaupið. Þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa alla leiðina geta sem best slegist í hópinn á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu, t.d. innan við Þiðriksvallavatn. Fært er á fjórhjóladrifnum bílum inn að Vatnshorni, en þaðan eru um 8,4 km til Hólmavíkur. Stórir jeppar komast e.t.v. lengra inn dalinn, alla leið inn á móts við Grímsdal. Slóðin þangað er hins vegar nokkuð sundurskorin og býsna blaut enn sem komið er.

 

Hamingjuhlaupið 2015 hefst á fyrrnefndum stað í Reykhólasveit laugardaginn 27. júní kl. 9:45 og lýkur við hátíðarsvæðið á Klifstúni á Hólmavík stundvíslega kl. 15:00. Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á hlaup.is (http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=26387). Nákvæmari lýsing á leiðinni verður sett inn á bloggsíðu Stefáns Gíslasonar, http://stefangisla.com, að kvöldi þriðjudagsins 23. júní. 

Hamingjan 2015

Ingibjörg Benediktsdóttir | 15. júní 2015

Nú er dagskrá Hamingjudaga 2015 að verða tilbúin.
Að þessu sinni verður ekki varðeldur á Kópnesi en útitónleikar og brekkusöngur á Klifstúni/Hvamminum í staðin. 

Hamingjutónar verða á sínum stað og kynnar verða Ingibjörg Benediktsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Hljómsveitin Bandura band stígur á stokk á laugardag en meðlimir hljómsveitarinnar bjóða einnig upp á trommunámskeið á föstudag og laugardag. Bangoura Band er níu manna sveit sem var spilar afrobeat, Afro jazz, mandingue og funk tónlist.

Dagskráin er glæsileg en meðal annars mun Jón Jósep Snæbjörnsson (í svörtum fötum) verða með útitónleika fyrir alla fjölskylduna föstudagskvöldið 26. júní. Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna kl 14:00 á laugardeginum. Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Bragganum á laugardagskvöldið og Hemúllinn heldur tónleika á Resturant Galdri. Heimamenn munu einnig stíga á stokk skemmta gestum ásamt kassabílarally, myndlistasýningum, fyrirlestri, kökuhlaðborði og fleiru.

Café Riis verður með fiskihlaðborð á föstudagskvöld, steikarhlaðborð á laugardagskvöld og brunch á sunnudagsmorgun. Fiskurinn á Resturant Galdri klikkar ekki að ógleymdu kaffi og meðlæti. Útimessa í Tröllatungu, fótboltamót og furðuleikar á Sauðfjársetrinu á sunnudeginum.

Alltaf líf og fjör á Hólmavík

Sölubás á Hamingjudögum

Ingibjörg Benediktsdóttir | 09. júní 2015

Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum laugardaginn 28. júní frá kl. 13:00-17:00. Hverjum bás fylgir eitt borð og aðgangur að aukaborði og rafmagni ef með þarf.

Nú þegar hafa nokkrir aðilar skráð sig með sölubás en söluaðilar á Ströndum eru eindregið hvattir til að láta vita af sér tímanlega.
Tekið er við skráningum á sölubása til þriðjudagsins 23. júní. Vinsamlegast látið vita sem allra fyrst í netfangið ingibjorgben@strandabyggd.is eða í s. 663 0497 

Hverfisfundir

Ingibjörg Benediktsdóttir | 08. júní 2015

Hamingjudagar nálast og nú höldum við hverfisfundi fimmtudaginn 11. júní.

Hafist verður handa með fundi i Bláa hverfinu í Hnyðju kl 17:00, næst fundar Appelsínugula hverfið í Grunnskólanum kl 18:00 og loks fundar Rauða hverfið í Félagsheimilinu kl 19:00. Gula hverfið fundar í Sauðfjársetrinu kl 20:00.

Bláa hverfið er gamli bærinn að Klifi (að kirkjunni), Appelsínugula hverfið nær frá Klifi út að Sýslumannshalla, Rauðahverfið nær frá Sýslumannshalla ú að vegamótum. Gula hverfið tilheyrir dreifbýlinu.

Fyrirtæki tilheyra einnig hverfum og forsvarsmenn þeirra eru hvött til að mæta á hverfafund.

Hamingjustýra mætir á fundina og svarar spurningum og tekur við hugmyndum.

Mætum öll í okkar hverfi með hamingju og gleði í hjarta

Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón