A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjujóga

| 28. júní 2018
Verið hjartanlega velkomin í hamingjujóga Hvatastöðvarinnar. Fuglarnir, öldurnar og hlæjandi börn að leik sjá um undirleik og sólin mun eflaust verma á okkur kinnarnar meðan við eigum saman góða stund og opnum hjartað fyrir enn meiri hamingju. Tíminn hentar öllum, byrjendum sem lengra komnum, ungum sem öldnum. Komdu endilega í hlýjum klæðnaði sem gott er að hreyfa sig í og með teppi eða dýnu til að sitja á og jafnvel breiða yfir þig. Jógatíminn fer fram á Galdratúninu sunnudaginn 1. Júlí kl 11 en færist inn í Hnyðju ef að veðrið verður til trafala. Kennari er Esther Ösp Valdimarsdóttir jógakennari og Strandakona.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón