A A A

Valmynd

Fréttir

Náttúrubarnaskólinn

| 12. júní 2018
Hefðir og venjur veita okkur oft hamingju en einnig að prufa nýja hluti. Náttúrubarnaskólinn stóð fyrir nýjum viðburði á Hamingjudögum 2016 og hélt námskeið á fimmtudeginum með hamingjuþema. Námskeiðið sló í gegn eins og önnur námskeið Náttúrubarnaskólans og hefur það því skapað sér sess fimmtudaginn fyrir Hamingjudaga. Hvað ætli viðburðir eða athafnir þurfi að endurtaka oft svo þær verði að hefð? Mögulega kynnum við námskeið Náttúrubarnaskólans sem hefð á næsta ári :) 

Fimmtudaginn 28.júní klukkan 13:00-17:00 verður Náttúrubarnaskóli á Sauðfjársetrinu í Sævangi með sannkölluðu hamingjuþema! Það verður farið út í fjöruferð og náttúruskoðun, send flöskuskeyti og breytt út hamingju, bruggað sérstakt hamingjuseyði, fengið sér kökur og góðgæti og fara í nokkra skemmtilega leiki. Það kostar 3000 kr. á mann og skráning er í síma 661-2213, á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans eða á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com.

Hamingjudagar 2018

| 11. júní 2018
Nú eru um það bil þrjár vikur í hátíðina okkar Hamingjudagar. Helling af viðburðum og uppákomum hefur verið bókað og staðfest. Enn þá eru hugmyndir af viðburðum að berast og er aldrei of seint að bæta við dagskrána. Dagskrá mun birtast á morgun og kynningar á viðburðum mun berast á hverjum degi alveg fram að hátíðarlokum. 

Auglýst eftir tilnefningum til menningarverðlauna

| 08. júní 2018
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2018.
Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til miðnættis sunnudaginn 17. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum....
Meira

Dagskrágerð í fullum gangi

| 14. maí 2018
Undirbúningur fyrir Hamingjudaga 2018 er byrjaður á fullum krafti. Vonumst við eftir jafn yndislegri og skemmtilegri stemningu og myndaðist í fyrra. Nokkrir viðburðir hafa verið staðfestir, enn þá fleiri viðburðir eru á hugmyndalistanum og vonandi enn þá fleiri viðburðir á bak við eyrað hjá ykkur kæru vinir og nágrannar. Ef þú hefur hugmynd, langar að halda viðburð eða stinga upp á viðburði ekki hika við að hafa samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa. Þú nærði í hana í síma 846-0281 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is....
Meira

Hamingjudagar 2018

| 22. janúar 2018
Hamingjudagar 2018 verða helgina 29.júní til 1.júlí. Takið helgina frá!

Vinningshafar í bingó

| 04. júlí 2017
Útdráttarnefndin
Útdráttarnefndin
Sú nýbreitni var á hátíðinni í ár að boðið var upp á þátttökubingó fyrir alla fjölskylduna. Meðal verkefna var að syngja, hoppa, dansa, hugsa um náttúruna, takast á við krefjandi verkefni og knúsast. Aðalatriðið var að gera hlutina saman og hafa gaman af.

Góða gesti bar að garði í Hnyðju í dag og drógu þau út verðlaunahafa. Um er að ræða Guðbjörgu Karólínu Karlsdóttur frá Gjögri, Sigurstein Sveinbjörnsson frá Litlu-Ávík og Guðmund Þorsteinsson frá Finnbogastöðum, en líf hans er einmitt innblástur sýningarinnar sem nú hangir uppi í Hnyðju,

Dagrún Ósk, Jón Kristófer og Stefán Björn unnu 10 tíma sundkort í Sunlaugina á Hólmavík.
Kirkjubólsliðið sigraði ísveislu fyrir fjóra í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar.
Fjölskyldan Snæfelli, ásamt ömmu og Sunnu Kristínu hlaut hamborgaraveilsu fyrir fjóra frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í verðlaun.
Verðlaunahafar geta vitjað vinninga sinna í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eða í KSH eftir atvikum.

Takk kærlega fyrir þátttökuna og gerum betur í bingó á næsta ári.

Hnallþóruverðlaun

| 04. júlí 2017
Hamingjusamasta kakan eftir Hafdísi Gunnarsdóttur
Hamingjusamasta kakan eftir Hafdísi Gunnarsdóttur
« 1 af 3 »
Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Verðlaunin voru glæsileg að vanda og samanstóðu af bökunarvörum frá Líflandi og Kötlu og matreiðslubókinni Kökugleði Evu frá bókaútgáfunni Sölku....
Meira

Sigurvegari í Hamingjuverkakeppni

| 03. júlí 2017
Eiríkur Valdimarsson við listaverkið sitt. Mynd eftir Jón Jónsson
Eiríkur Valdimarsson við listaverkið sitt. Mynd eftir Jón Jónsson
Þessa Hamingjudaga var í fyrsta skiptið haldin svokölluð Hamingjuverkakeppni.

Þátttakendur gátu skilað inn hvers kyns listaverki í keppnina. Þau voru til sýnis í Hnyðju meðan á Hamingjudögum stóð og gestir og gangandi kusu sitt uppáhalds listaverk.

Starfsfólk Þróunarsetursins taldi atkvæðin í dag og úr varð að ljóðið Prófíll hamingjunnar bar sigur úr bítum. Ljóðið er eftir Eirík Valdimarsson og hlýtur hann að launum hvalaskoðun fyrir tvo með Láki Tours á Hólmavík eða Ólafsvík og mat fyrir tvo á Láki Café í Grundarfirði. Innilega til hamingju Eiríkur.!

Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna í keppninni og óskum þeim til hamingju með þeirra framlag. Verkin geta staðið áfram í Hnyðju en eigendur þeirra geta einnig nálgast þau þar sé þess óskað.

Takk fyrir komuna

| 03. júlí 2017
Mynd eftir Jón Jónsson
Mynd eftir Jón Jónsson
Hamingjudagar 2017 gengu ótrúlega vel. Veðrið var til fyrirmyndar og mætingin var góð. Gleðin var við völd og rólegt var hjá lögreglu.

Við þorum að fullyrða að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi, eitthvað sem jók lífsfyllingu þeirra og bætti í minningabankann. Okkur hlakkar til að vera með ykkur á Hamingjudögum að ári.

Sigurvegari í Hamingjuverkakeppni verður kynntur síðar í dag, mánudaginn 3. júlí og dregið verður í Hamingjubingói á morgun, 4. júlí og hvort tveggja verður birt hér á vefnum.

Til hamingju með að hafa tekið virkan þátt í þessari dásamlegu helgi.

Opin hús

| 30. júní 2017
Nokkur fyrirtæki á svæðinu opna híbýli sín og kynna starfsemi sína í tilefni Hamingjudaga þetta árið.

Takk fyrir að bjóða okkur í innlit og til hamingju með ykkar góða starf....
Meira
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Komið niður úr þokunni að girðingarhorni gegnt Heydalsá. Guðmann fremstur.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón