A A A

Valmynd

Fréttir

Vinningshafar í bingó

| 04. júlí 2017
Útdráttarnefndin
Útdráttarnefndin
Sú nýbreitni var á hátíðinni í ár að boðið var upp á þátttökubingó fyrir alla fjölskylduna. Meðal verkefna var að syngja, hoppa, dansa, hugsa um náttúruna, takast á við krefjandi verkefni og knúsast. Aðalatriðið var að gera hlutina saman og hafa gaman af.

Góða gesti bar að garði í Hnyðju í dag og drógu þau út verðlaunahafa. Um er að ræða Guðbjörgu Karólínu Karlsdóttur frá Gjögri, Sigurstein Sveinbjörnsson frá Litlu-Ávík og Guðmund Þorsteinsson frá Finnbogastöðum, en líf hans er einmitt innblástur sýningarinnar sem nú hangir uppi í Hnyðju,

Dagrún Ósk, Jón Kristófer og Stefán Björn unnu 10 tíma sundkort í Sunlaugina á Hólmavík.
Kirkjubólsliðið sigraði ísveislu fyrir fjóra í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar.
Fjölskyldan Snæfelli, ásamt ömmu og Sunnu Kristínu hlaut hamborgaraveilsu fyrir fjóra frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í verðlaun.
Verðlaunahafar geta vitjað vinninga sinna í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eða í KSH eftir atvikum.

Takk kærlega fyrir þátttökuna og gerum betur í bingó á næsta ári.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón