A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar eru hafnir

| 26. júní 2013
« 1 af 2 »
Til Hamingju!

Hamingjudagar hófust í gær með kassabílasmiðju Valla og Hlyns á Kópanesbraut 7.

Kassabílasmiðjan heldur áfram í dag og á morgun milli klukkan 15 og 18 og eru allir hugmynda- og kassabílasmiðir hjartanlega velkomnir, ekki hvað síst þeir sem geta komið með byggingarefni, hjól og annað meðferðis.

Á morgun, fimmtudag, klukkan 15 hefst fjörið svo fyrir alvöru í Félagsheimilinu þar sem Margrét Erla Maack kennir fólki á öllum aldri að dansa magadans, Bollywood og Beyoncé dansa. Danskennslan er ókeypis, uppfull af hamingju og gleði og er fyrir alla, bæði óreynda og vana dansara.

Um kvöldið, nánar tiltekið klukkan 21 mun Svavar Knútur halda tónleika á Galdrasafninu.

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Sirkus Íslands verður á Hamingjudögum!

| 25. júní 2013
Hinn stófenglega frábæri Sirkus Íslands ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni á Hamingjudögum!

Föstudaginn 28. júní verður sirkusinn með magnaða sýningu fyrir alla fjölskylduna í Féalgsheimilinu þar sem meðal annars verða sýnd atriði sem sirkuslistafólkið hefur æft fyrir alþjóðlega sirkushátíð sem mun fara fram í Reykjavík í júlí og hafa því ekki sést áður! Miðaverða er 1000 kr. og 500 kr. fyrir börn. Selt er inn á staðnum meðan húsrúm leyfir.

Fyrir upprennandi sirkuslistafólk verður síðan haldið sirkusnámskeið á laugardeginum frá kl. 9-12, einnig í Félagsheimilinu. Aðgangseyrir að námskeiðinu er enginn en ákveðin fjöldatakmörkun verður svo fyrstir koma, fyrstir fá. Sirkuslistanámskeiðið er fyrir 7-150 ára hamingjusama og hugrakka einstaklinga.

Að námskeiðinu loknu verður afrakstur þess sýndur í Félagsheimilinu klukkan 12:00 á laugardegi.

Ekki láta þetta ótrúlega magnaða tækifæri framhjá ykkur fara, Sirkus Íslands býður upp á einstaka upplifun!

Kornax, Ó. Johnsons & Kaaber og Partýbúðin veita verðlaun

| 25. júní 2013
« 1 af 3 »
Verðlaun í Hnallþórukeppninni þetta árið eru sannarlega ekki af verri endanum.

Ó. Johnson & Kaaber hafa sett saman gjafapoka með ýmsum veisluföngum. Kornax gefur vinningshöfum gjafakörfu sem inniheldur ýmsar bökunarvörur og glæsilegar kökuskreytingarvörur koma frá sjálfri Partýbúðinni.

Veitt verða verlaun fyrir best skreyttu kökuna, hamingjusömustu kökuna og girnilegurstu kökuna.

Það er eins gott að fara að huga að meistaraverkinu, ekki seinna en núna!

Arionbanki styrkir Hamingjudaga!

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2013
Fleiri góðir aðilar hafa ákveðið að styrkja okkur og nú bætist Arionbanki við. Styrkupphæðin nemur kr. 50.000.- og fer að sjálfsögðu beint í að auðvelda okkur að bjóða upp á ókeypis afþreyingu fyir börn. Innilegar þakkir!

Nú styttist í Hamingjuhlaupið

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2013
Hamingjuhlaupið sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári verður að sjálfsögðu á dagskrá Hamingjudaga árið 2013. Hlaupið verður frá Minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík, alla leið til Hólmavíkur - rúmlega 53 km. leið. Allir geta tekið þátt í hlaupinu og hlaupið mismunandi vegalengdir í takt við eigin getu með því að byrja á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu.  

Allar upplýsingar liggja nú þegar fyrir, tímatafla, kort og annað á vefsíðu hlaupsins sem sjá má með því að smella hér

Stórdansleikur með hljómsveitinni Á móti sól

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2013

Hin frábæra hljómsveit Á móti sól  mun spila á Hamingjuballinu laugardagskvöldið 29. júní. 

Magni og félagar munu væntanlega mæta eiturhressir á svæðið með pottþétt prógramm sem enginn ætti að verða svikinn af, enda um að ræða eitt allra vinsælasta og þéttasta ballband á Íslandi mörg undanfarin ár. Það er því óhætt að vera miklu meira en spenntur fyrir Hamingjuballinu 2013.   Þeir munu líka taka nokkur lög á Hamingjutónum á laugardagskvöldinu.

Athugið að átján ára aldurstakmark verður á dansleikinn.

Vinnustofusýning hjá Einari Hákonarsyni

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2013


Einn af stórviðburðum Hamingjudaga er v
innustofusýning Einars Hákonarsonar að  Lækjartúni 23 en hún verður opin

laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. júní milli kl. 14:00 og 18:00.

 

Einar Hákonarson (f.1945) er einn fremstu listmálara þjóðarinnar. Á fimmtíu ára ferli hefur hann málað fígúratíf og expressionsík málverk með manneskjuna í fyrirrúmi.

Á sýningunni eru sýnd nýleg olíumálverk þar sem kraftmiklir litir kallast á við agaða myndbyggingu þrautreynds listamanns.

Einar hefur verið búsettur á Hólmavík á Ströndum síðustu ár hann er einn aðal portrettmálara þjóðarinnar og hefur hann málað ýmsa stjórnmálamenn, listamenn og skáld. Verk hans prýða ýmsar opinberar byggingar, t.a.m. skóla, bankastofnanir, kirkjur og sali Alþingis.


Á ferli sínum hefur hann haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd.

Einar er handhafi Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2012 og er höfundur að vatnslistaverkinu Seiður sem er staðsett nálægt höfninni.

 

Tónleikar með kvennakórnum Norðurljós

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2013

Hinar síhressu skvísur í kvennakórnum Norðurljós ætla að skemmta okkur um Hamingjudagana og leiða okkur inn í helgina með hressum lögum.  Þær verða með tónleika í Hólmavíkurkirkju á föstudaginn 28. júní kl. 21.00.  Viðar Guðmunds og Gulli Bjarna spila undir og Sigríður Óladóttir stjórnar öllu saman með glæsibrag.  Miðaverðið er kr. 2000 og það er posi á staðnum.  Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði

Kvennakórinn mun einnig selja hljómdisk, fallegt handverk og splunkunýja matreiðslubók á markaði Hamingjudaga í Fiskmarkaðshúsinu á laugardeginum.

Dagskrá Hamingjudaga 2013

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. júní 2013

Dagskráin er komin inn á vefinn. Hana er að finna hér. Nú er hægt að láta sér hlakka til, byrja að skipuleggja og trekkja vini og vandamenn heim á Strandir.

Ábendingar og viðbætur við dagskrá, sem fer sívaxandi, berist á netfangir tomstundafulltrui@strandabyggd.is 

Til hamingju og góða skemmtun!

Leiktu listir þínar!

| 20. júní 2013
Árný og Gummó ætla að bjóða öllum að koma og leika listir sínar á túninu við Galdrasafnið klukkan 15:00 á laugardeginum.

Verið með og skapið með okkur hamingju og gleði með því að tjá ykkur á krefjandi, áhugaverðan og skemmtilegan hátt.


Hamingjulistaverk
- með hjálp heimamanna og gestum Hamingjudaga ætlum við öll að skapa listaverk saman. Allir fá fingramálningu á hendina og leggja sína hönd á verkið.

Bannað að mála með höndunum - allir ættu að prófa að mála á öðruvísi hátt. Viltu gera listaverk með munninum eða fótum? Eða jafnvel nefinu? Komdu þá og sýndu hæfileika þína, bætir - hressir - kætir.


Hamingjuljósmyndir
- þú getur látið taka hamingjumynd af þér. Þú mætir og getur farið í búning (það má auðvitað líka koma í búning sem þú átt heima). Ljósmyndari tekur skemmtilega, sumarlega og hressa mynd af þér. Nýjasta æðið er að hoppa og láta taka mynd af sér. Getur þú hoppað hæð þína? Þeir sem geta ekki hoppað mega að sjálfsögðu leika listir sínar á annan hátt.

Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón