A A A

Valmynd

Fréttir

Leiktu listir þínar!

| 20. júní 2013
Árný og Gummó ætla að bjóða öllum að koma og leika listir sínar á túninu við Galdrasafnið klukkan 15:00 á laugardeginum.

Verið með og skapið með okkur hamingju og gleði með því að tjá ykkur á krefjandi, áhugaverðan og skemmtilegan hátt.


Hamingjulistaverk
- með hjálp heimamanna og gestum Hamingjudaga ætlum við öll að skapa listaverk saman. Allir fá fingramálningu á hendina og leggja sína hönd á verkið.

Bannað að mála með höndunum - allir ættu að prófa að mála á öðruvísi hátt. Viltu gera listaverk með munninum eða fótum? Eða jafnvel nefinu? Komdu þá og sýndu hæfileika þína, bætir - hressir - kætir.


Hamingjuljósmyndir
- þú getur látið taka hamingjumynd af þér. Þú mætir og getur farið í búning (það má auðvitað líka koma í búning sem þú átt heima). Ljósmyndari tekur skemmtilega, sumarlega og hressa mynd af þér. Nýjasta æðið er að hoppa og láta taka mynd af sér. Getur þú hoppað hæð þína? Þeir sem geta ekki hoppað mega að sjálfsögðu leika listir sínar á annan hátt.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón