A A A

Valmynd

Fréttir

Vilt ţú taka ţátt?

| 02. júní 2014
Nú er hamingjumánuðurinn hafinn og styttist óðum í sjálfa Hamingjudagana. Dagskráin er að verða feiknaglæsileg, ekki síst með dyggri aðstoð íbúa á hverfisfundum í síðustu viku.

Ef þú, þínir eða vinir þínir viljið leggja eitthvað af mörkum, standa fyrir uppákomu, sýna listir ykkar, opna húsið ykkar eða hvað eina er enn mögulegt að setja sig í samband við Esther á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hamingjudagar eru hátið fólksins en annar megintilgangur hátíðarinnar er einmitt að sem flestir taki virkan þátt í hátíðinni og öðlist með þeim hætti aukna hamingju og hugarró og fyllist af gleði og kærleika.

Hverfisfundir

| 26. maí 2014
Stóru dagarnir nálgast óðum. Í kvöld, mánudaginn 26. maí, verða haldnir hverfisfundir um Hamingjudagana í öllum hverfum nema því Gula, þar sem sauðburður á enn allan hug flestra íbúa.

Hafist verður handa með fundi Bláa hverfisins í Hnyðju kl. 17:00, því næst fundar Appelsínugula hverfið í Grunnskólanum kl. 18:00 og kl. 19:00 fundar Rauða hverfið í Félagsheimilinu. Fyrir nýgræðinga í hamingjufræðum er rétt að taka fram að Bláa hverfið er gamla þorpið frá Klifi (fyrir innan Vigtarskúr og Kirkju), Appelsínugula hverfið nær frá Klifi og út að Sýslumannshalla, Rauða hverfið nær frá Sýslumannshalla og út að vegamótum og loks tilheyrir dreifbýlið Gula hverfinu.

Sérstök athygli er vakin á því að fyrirtæki tilheyra einnig hverfum og eru fulltrúar þeirra hvattir sérstaklega til að mæta, enda setja þau svip á nærumhverfi sitt.

Tómstundafulltrúi og hamingjustýra mætir á fundina, svarar spurningum, hlýðir skipunum, tekur við hugmyndum og keyrir upp almenna sköpunargleði, stuð, stemmningu og ekki síst hamingju. Lætur sig svo hverfa á næsta fund og lætur hverfið um að ráða ráðum sínum.

Allt er þetta gert í samræmi við markmið hátíðarinnar og margfræga Hamingjusamþykkt sem er að finna hér á heimasíðunni, sem og í anda Hamingjukönnunar sem lögð var fyrir íbúa sveitarfélagsins í haust. Könnunin leiddi í ljós vilja íbúa til að halda hátíðinni að miklu leyti óbreyttri en leggja meira upp úr samstöðu og vellíðan íbúana. Því hefur verið ákveðið að hætta með skreytinga- og hverfiskeppnir og stofna frekar til viðurkenninga fyrir framtak í fegrun umhverfisins.

Enn fremur verður hverfisdagskrá, sem skipulögð verður á hverfisfundunum, í hverju hverfi fyrir sig á föstudagskvöldi. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Hamingjudaga en þær verða kynntar á fundunum.

Endilega nýtið þetta tækifæri til að hafa á áhrif. Öll velkomin.

Hamingjudagar 2014

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. janúar 2014
Hamingjudagar 2014 verða haldnir helgina 27.-29. júní.  Um að gera að skipuleggja sumarið og taka þátt í skemmtilegri bæjarhátíð.

Verđlaun á Hamingjudögum

| 02. júlí 2013
mynd e. Jón Jónsson
mynd e. Jón Jónsson
« 1 af 2 »
Að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf gerir marga hamingjusama; þá sem gefa, þá sem þiggja og þá sem samgleðjast. Því eru veitt verðlaun fyrir ýmslegt á Hamingjudögum.

Kassabílarallý er árviss viðburður á Hamingjudögum en nýbreytni var að nú voru veitt verðlaun sem samanstóðu af gjafapoka frá Ó. Johnson & Kaaber og gjafabréfi upp á 5000 kr. í Pakkhúsinu. Róbert Máni Newton og Fannar Freyr Snorrason hlutu verðlaun fyrir besta tímann og Hermann og Elma Ósland hlutu verðlaun fyrir flottasta farartækið.

Lítil ónafngreind stúlka sigraði í Hamingjugetrauninni og hlaut að launum gjafapoka frá Ó. Johnson & Kaaber og gjafabréf á kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu.

Þetta árið hlaut rauða hverfið skreytingaverðlaunin, besta fígúran var m&m barnið eftir Kristínu Lilju Sverrisdóttur að Víkurtúni 2 og best skreytta húsið var hjá Svanhildi Jónsdóttur og Jóni Vilhjálmssyni að Hafnarbraut 21.

Hnallþóruhlaðborðið var einkar glæsilegt en þar átti Þorbjörg Stefánsdóttir girnilegustu kökuna, Guðgrún Margrét Jökulsdóttir best skreyttu og Sigrún Edda Halldórsdóttir þá hamingjusömustuað mati sveitastórnar. Allar hlutu þær glæsileg verðlaun frá Kornax, Partýbúðinni og Ó. Johnson & Kaaber.

Til hamingju með sigurinn öll sömul!

Takk fyrir okkur

| 01. júlí 2013
Nú eru Hamingjudagar afstaðnir og ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið glimrandi vel. Þátttaka var töluverð og fjölmiðlaumfjöllun um hátíðina var mikil enda vekur markmið hátíðarinnar, að auka hamingju þátttakenda, víða athygli. Veðrið lék einnig við okkur seinni hluta hátíðarinnar og dagskráin var með glæsilegra móti.

Skipuleggjendur hátíðarinnar þakka kærlega fyrir gott samstarf, frábæra þátttöku og almenna jákvæðni og hamingju.

Þið sem tókuð myndir eða búið yfir skemmtilegum frásögnum um Hamingjudaga endilega sendið þær til Esther á póstfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Sýningar opnar

| 28. júní 2013
Í dag, föstudag, klukkan 16:30, munu Smári Gunnarsson og Ragnar Ingi Hrafnkelsson vígja Galdrastafi. Um er að ræða viðbót (app) tileinkað náttúru, sögnum og listsköpun á Vestfjörðum.

Strax að því loknu opna sýningar í Hnyðju, beint á móti Galdrasafninu. Þar verður sýning í af því tilefni að 50 ár eru liðin frá því að Einar Hansen dró risaskjaldböku á land á Hólmavík. Ásamt því verða sýndar gamlar myndir tengdar hafnarsvæðinu, úr safni Karls Loftssonar.

Þjóðfræðistofa stendur fyrir frásagnasafni og mun safna sögum frá gestum og gangandi.

Loks mun unga listakonan Sunneva Guðrún Þórðardóttir sýna tölvuteikningar.

Á morgun, laugardag, opna listsýningar hjá Einari Hákonarsyni að Lækjartúni 23 og Magnúsi Bragasyni á Furuvöllum.

Sýningarnar í Hnyðju eru opnar frá 16:45-19:00 föstudag og 12:00-18:00 laugardag og sunnudag. 

Daginn í dag

| 28. júní 2013
Föstudagur í Hamingjudögum verður sannarlega frábær hér á Hólmavík.

Hamingjugetraunin er nú þegar hafin en vegleg verlaun eru í boði fyrir þann sem giskar rétt á fjölda hjarta í vasanum á Upplýsingamiðstöðinni.

Tomas Ponsi verður Galdrasafninu í dag þar sem hann teiknar portrait á 20 mínútum fyrir aðeins 1.900 kr. Hamingjuvellir vinnuskólans hafa opnað og útileikföngin eru komin á sinn stað á túnið neðan við Galdrasafnið.

Nú klukkan 10 hefst ukulele- og tónlistarsmiðja með Svavari Knúti í seturstofunni í grunnskólanum. Að henni lokinn halda Svavar og nemendur svo krútt tónleika á Kaffi Galdri klukkan 13:00. Svavar verður einnig á Heilbrigðisstofnuninni síðar í dag.

Klukkan 16:30 verður farsímaviðbótin Galdrastafir vígð með athöfn á Kaffi Galdri. Að því búnu opna sýningar í Hnyjðu á neðstu hæð Þróunarsetursins.

Í kvöld verður svo sirkussýning frá Sirkus Íslands í Félagsheimilinu, tónleikar með Kvennakórnum Norðurljósum, sundlaugarpartý fyrir 13-16 ára, brekkusöngur á Klifstúni og ball með Rúnari Þór.

Skemmtið ykkur vel!

Markađur

| 27. júní 2013
Á laugardaginn, milli klukkan 13 og 17, verður Hamingjumarkaður í Fiskmarkaðnum á Hólmavík.

Fjölmargir ætla að vera með bás. Til sölu verða fjölbreyttir listmunir, bastvefnaður, tískuvörur, veski, kjólar, barnaföt, candyfloss og listaverk svo eitthvað sé nefnt.

Góðgerðarfélög og ýmis samtök á svæðinu verða einnig með bása og bjóða meðal annars upp á handverk, geisladiska, matvöru, kaffi og meðlæti, djúpsteiktar rækjur, nammi og andlistmálun.

Fótboltamót á Hamingjudögum

| 26. júní 2013
Árlegt Polla- og pæjumót HSS verður sunnudaginn 30. úní klukkan 11:00 á Grundum.

Öllum krökkum er velkomið að mæta og taka þátt en raðað verður í lið eftir þátttöku, styrkleika og aldri.

Mótið er fyrir stelpur og stráka, gesti og Hólmvíkinga. Skráning er ekki nauðsynleg en hægt er að skrá sig með því að hringja í Esther í síma 849-8620.

Allir þátttakendur fá gjöf frá KSÍ að launum. 

Sundlaugarpartý

| 26. júní 2013
« 1 af 2 »
Á föstudaginn, 28. júní klukkan 21:00-22:30, verður sundlaugarpartý fyrir 13-17 ára í sundlauginni Á Hólmavík.

Sundlaugin verður lokuð almenningi og verður aðgangaur aðeins fyrir þá sem greiða 500 kr og eru á tilsettum aldri.
 
DJ Darri blastar tónlistinni af snilld og nýji tómstundafulltrúinn býður upp á kokteil (óáfengan að sjálfsögðu).

Öllum er velkomið að koma með vindsængur, vatnsbyssur og annað skemmtilegt. Hægt verður að fara í vatnsstríð, keppa í blaki og keppast um mestu rúsínutærnar eða æfa sirkuslistir og næstum allt sem ykkur dettur í hug.

Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá ykkur fara, prufum eitthvað nýtt og njótum þess!
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Viđ gamla bćinn í Gröf í Bitru viđ upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Ţađan lögđu ţessir hraustu hlauparar af stađ upp úr kl. 16 ţennan laugardag áleiđis til Hólmavíkur, ţar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóđu sem hćst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafţór Benediktsson, Birkir Ţór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guđmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón