A A A

Valmynd

Fréttir

Tónleikar með kvennakórnum Norðurljós

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. júní 2013

Hinar síhressu skvísur í kvennakórnum Norðurljós ætla að skemmta okkur um Hamingjudagana og leiða okkur inn í helgina með hressum lögum.  Þær verða með tónleika í Hólmavíkurkirkju á föstudaginn 28. júní kl. 21.00.  Viðar Guðmunds og Gulli Bjarna spila undir og Sigríður Óladóttir stjórnar öllu saman með glæsibrag.  Miðaverðið er kr. 2000 og það er posi á staðnum.  Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði

Kvennakórinn mun einnig selja hljómdisk, fallegt handverk og splunkunýja matreiðslubók á markaði Hamingjudaga í Fiskmarkaðshúsinu á laugardeginum.

Facebook

Hamingjumyndir

Á leið upp úr Hvalsárdal að norðanverðu (vestanverðu). Þá hafði þokubakkinn úr Húnaflóanum slegist í hópinn. Á myndinni eru Ingimundur Einar Grétarsson, Jónína Hólmfríður Pálsdóttir, Kristinn Schram og Hadda Borg Björnsdóttir.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón