A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 24. september 2019

39. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps var haldinn 24. september 2019 kl. 15:00 að Höfðagötu 3 á Hólmavík.

Mætt: Ásta Þórisdóttir (Strandabyggð), Björk Ingvarsdóttir (Strandabyggð), Embla Dögg Bachmann (Reykhólahreppi) og Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi), var í síma og Maria Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð. Jenny Jensdóttir Kaldrananeshreppi boðaði forföll.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning nýs formanns Velferðarnefndar
  2. Umsóknir um þjónustu fyrir fatlað fólk
  3. Umsóknir um fjárhagsaðstoð
  4. Umsókn um greiðslu sálfræðikostnaðar
  5. Umsókn um aðstoð vegna veikinda
  6. Umsóknir um sérstakan húsnæðiskostnað

 

1. Samþykkt var að Ásta Þórisdóttir væri kosin formaður nefndarinnar.

2.  a) Umsókn um greiðslu aksturskostnaðar í leikskóla yfir sumartímann í Reykhólahreppi.

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.


b) Umsókn um heimaþjónustu í Kaldrananeshreppi vegna fötlunar.

 Samþykkt að FSR greiði 15 tíma á viku í þjónustu.Fært í trúnaðarbók.


c.) Ósk um stuðningsfjölskyldu. Strandabyggð.

Samþykkt að veita stuðningsfjölskyldu í tvo sólarhringa í mánuði. Fært í trúnaðarbók.

 

3.       Umsóknir um fjárhagsaðstoð /þjónustu


a) Umsókn um fjárhagsaðstoð í Strandabyggð.

Samþykkt fjárhagsaðstoð í 3 mánuði. Fært í trúnaðarbók.


b) Umsókn um fjárhagsaðstoð í Strandabyggð.

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

4. Umsókn um fjárhagsaðstoð til að greiða sálfræðikostnað. Strandabyggð.

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.


5. Umsókn um þjónustu vegna veikinda. Strandabyggð.

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.


6. Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning

a) Umsóknir vegna 15-17 ára nemenda sem búa á heimavistum og nemendagörðum.

4 umsóknir frá Reykhólahreppi. 2 frá Kaldrananeshreppi og 6 frá Strandabyggð.

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

b) Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna félagslegra aðstæðna. Strandabyggð.

              Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón