A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferđarnefnd Stranda- og Reykhóla 15. febrúar 2023


49. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 15. Febrúar 2023, á
skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðarfundur. Fundi
slitið 17.39.

Á fundinn mættu:

Hlíf Hrólfsdóttir (Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir
(Kaldrananeshreppi) á TEAMS, Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS. Eva Sigurbjörnsdóttir
(Árneshreppi) boðaði forföll. Á næsta fundi á að boða Oddnýju fyrir Árneshrepp. Að auki sátu fundinn
Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri sem jafnframt ritar fundargerð og Hjördís
Hjörleifsdóttir starfsmaður félagsþjónustu. Hlíf Hrólfsdóttir formaður nefndarinnar stýrði fundi.

Dagskrá:

1.
Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi. Afgreiðslur samþykktar og færðar í
trúnaðarbók
.
2. Endurskoðun á upphæðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
Hjördís fór yfir þetta og skjal með upphæðum í nokkrum sveitarfélögum sent til fundarmanna.
Upphæðir ræddar og ákveðið að hækka neðri mörkin upp í 4.000.00 og efri í 4.775.000 fyrir
einn heimilismann og höldum sama hlutfalli milli upphæða eftir fjölda heimilismanna.
3.
Care-On. Hjördís kynnir kerfið sem er notað í félagslegri heimaþjónustu. Gögn varðandi CareOn voru send til nefndarmanna í dag til kynningar. Ákveðið að fá frían prufumánuð og máta
okkur við kerfið og kanna nánar hvað kerfið kostar fyrir okkur.
4.
Breytingar á Barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Sveitarfélögin sem standa að
félagsþjónustunni eru núna að ræða hvort þau vilji fara í samstarf við sveitarfélögum á
Vestfjörðum um Barnavernd og fötlunarmálin þar sem Ísafjörður verður leiðandi sveitarfélag.
5. Önnur mál.
Hjördís bendir á að það sé ósamræmi í reglum og umsóknareyðublöðum hjá Félagsþjónustunni
og býðst til að lagfæra það. Einnig þarf að koma þessum reglum og umsóknareyðublöðum á
heimasíðu annarra sveitarfélaga en Strandabyggðar. Fundarmenn samþykkja að hún geri það.

Næsti fundur er ákveðinn 26. Apríl kl. 16.

E
kki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:39.

Hlíf Hrólfsdóttir
Ingibjörg B. Sigurðardóttir
Hrefna Jónsdóttir
Jenný Jensdóttir


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón