A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd 7. febrúar 2019

Fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps 7. febrúar kl. 10:00 að Höfðagötu 3 á Hólmavík.

Mættir: Jón Gísli Jónsson (Strandabyggð), Björk Ingvarsdóttir, (Strandabyggð) Jóhanna Ösp Einarsdóttir (Reykhólahreppi) Jenny Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) og Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi) sem var í síma. María Játvarðardóttir félagsmálastjóri ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
1. Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning
2. Umsókn um liðveislu
3. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð
5. Hækkun á fjárhagsaðstoð 2019. Tillaga að hækkun um 4%.
6. Koma og þjónusta frá Drekaslóð

1. Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning.
a.Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15-17 ára ungling.
Bókun: Samþykkt

b. Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyirr 15-17 ára ungling.
Bókun: Samþykkt


Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning.
c. Bókun: Samþykkt


2. Umsókn um liðveislu
Sótt er um liðveislu fyrir fatlaðan einstakling.
Bókun: Samþykkt 16 tímar á mánuði.

3. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra. Greiðist til Reykjavíkurborgar.
Sótt er um ferðaþjónustu fyrir sjúkling sem er til meðferðar í Reykjavík og getur ekki ferðast með almenningsvögnum. Sótt er um 24 ferðir á mánuði í 4 mánuði.
Bókun: Samþykkt

4. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Sótt er um fjárhagsaðstoð í tvo mánuði.
Bókun: Samþykkt

5. Hækkun á fjárhagsaðstoð.
Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling er nú 160.000. Sveitarfélög í landinu hækka fjárhagsaðstoðina um hver áramót. Lagt er til að Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps hækki fjárhagsaðstoðina um 4% nú þannig að aðstoð fyrir einstakling verði 166.400 á mánuði.
Bókun: Samþykkt

6. Tillaga að þjónustu og samvinnu við Drekaslóð.
Drekaslóð er þjónusta við þolendur ofbeldis af öllu tagi. Félagsmálastjóri hefur verið í viðræðum við starfsmann Drekaslóðar sem býðst til að koma til Hólmavíkur og vera með fræðslu og viðtöl. Hún tekur kr. 60.000 fyrir daginn en Félagsþjónustan myndi sjá henni fyrir ferðum og gistingu ef þarf. Verkefnið yrði tilraun í fjögur skipti nú á vormánuðum. Kostnaður færi ekki yfir 240.000 í allt. Félagsþjónustan myndi auglýsa komu hennar en viðtöl væru pöntuð hjá Drekaslóð og færu fram í Flugstöðinni á Hólmavík þannig að fyllsta trúnaðar væri gætt við notendur.
Talsverðar umræður urðu um máið. Jóhanna Ösp lagði áherslu á að þjónustan yrði einnig í boði fyrir fólk í Reykhólahreppi.
Bókun: Samþykkt

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón