A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráđ Strandabyggđar - fundargerđ 4. desember 2013

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar miðvikudaginn 4. desember kl. 18:00 í Félagsheimili Strandabyggðar á Hólmavík. Mættir voru: Jóhanna Rósmundsdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Steinn Ingi Árnason, Theodór Þórólfsson og Guðjón Alex Flosason. Íris Jóhannsdóttir varamaður mætti einnig á fund fyrir Laufey sem þurfti að víkja snemma. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

 

 

  1. 1.      Samþykkt sveitastjórnar um tímabundna opnun ungmennahúss

Lesin upp. Tillögunni fagnað einróma.

 

  1. 2.      Félagsheimilið skoðað sem vettvangur ungmennahúss

Gengið um alla króka og kima og hugmynda leitað. Húsið býður samkvæmt Ungmennaráði upp á ýmiss konar klúbbastarfsemi. Matarklúbb í eldhúsi, bíóklúbb, tölvuklúbb, spilaklúbb, bókaklúbb, föndurklúbb, listaklúbb, sviðslistaklúbb, tækniklúbb o.fl. o.fl. Auk þess býður það upp á aðstöðu fyrir kaffihús þar sem hægt er að sinna fræðslu og eiga saman gæðastundir.

 

  1. 3.      Starfsemi Ungmennahúss í Félagsheimilinu

Tillögur Ungmennaráðs:

Sjónvarpsherbergi og kósýherbergi ætti að vera þar sem engir gluggar eru. Til dæmis undir sviðinu eða uppi í bókageymslu. Þar þarf að færa til hluti sem eru í geymslu, þrífa og mála. Þar þyrftu að vera mjúkir sófar, dýnur, grjónapúðar og þess háttar. Hægt væri að hafa söfnun á slíkum munum og nota það sem til er, t.d. í Félagsheimilinu. Frekar ætti að hafa breiðtjald og skjávarpa en sjónvarp. Í framtíðinni væri gaman að fá þangað leikjatölvu.

 

Setja þarf upp borðtennisborð og fótboltaborð sem Ozon á og er til í að lána.

Gaman væri að hafa Pool borð, hægt væri að athuga hvort einhver gæti lánað slíkt.

 

Kaffihús gæti verið í anddyrinu. Hægt er að útbúa veitingar í eldhúsinu og nýta kaffisölu til fjáröflunar fyrir Ungmennahúsið. Gott væri að hvetja fólk til að gefa borð, stóla og borðbúnað á kaffihúsið og fólk gæti þá fengið sérmerkingu á sína hluti og átt sinn stól, bolla o.s.frv. Mikilvægt er að fjárfesta í góðri kaffivél.

Gaman væri að koma upp snögunum sem til eru uppi á lofti til að hægt væri að hengja af sér. Frábært væri að merkja snagana hverjum og einum fastagesti í kósýherberginu.

 

Gaman væri að hafa einhvern aðgang að búningageymslunni til að klæða sig upp.

 

Það þyrfti að vera router í húsinu.

 

            Laufey víkur af fundi

 

Með þessari nýbreytni verður mögulegt að framkvæma nær allt sem Ungmennaráð hefur lagt til að þurfi að bæta varðandi menningu og mannlíf í Strandabyggð ásamt mörgum öðrum tillögum fyrra Ungmennaráðs. Eins og fram kemur í síðustu fundargerð skortir kaffihús, klúbbastarf og rými fyrir fræðslu og samveru sérstaklega.

 

  1. 4.      Tillaga að breytingum eða fjárfestingum vegna ungmennahúss

Það þarf að kaupa eða leigja kaffivél. Útvega skjávarpa og tjald. Taka til og mála í bókakompu eða rými undir sviði. Halda söfnun fyrir borðbúnaði og innanstokksmunum og e.t.v fjárfesta í smámunum sem upp á vantar.

 

  1. 5.      Opnunartími og rekstrarfyrirkomulag ungmennahúss

Tillaga Ungmennaráðs:

Opið einn morgun í viku kl.10-12 fyrir foreldra í fæðingarorlofi og börn þeirra.

A.m.k. tvö föst kvöld í viku kl. 20-23, stungið er upp á miðvikudögum og föstudögum.

Sunnudaga, opið frá 14-18 en lengur ef ástæða er til.

 

Stundum er eingöngu opið fyrir 15-25 ára. Stundum fyrir alla og stundum fyrir aðra hópa, sé þess óskað. Öllum ætti að vera velkomið að stinga upp á viðburðum á kaffihúsinu og halda þar sína klúbbastarfsemi, óháð aldri. Kósýherbergið ætti bara að vera fyrir unga fólkið.

 

Fram að vori sér Ungmennaráð um rekstur en í framhaldinu ætti að skipa sérstaka nefnd sem svipar til Nemendaráðs Ozon.

 

Þeir sem virkir eru í rekstri hússins ættu að hafa lyklavöld og skipta með sér ábyrgð á opnun, eftir því sem við á.

 

Tómstundafulltrúi ber höfuðábyrgð og er innan handar ef eitthvað er. Eins sér hún um utanumhald, bókun viðburða, fjármál og þess háttar.

Steinn Ingi víkur af fundi

 

  1. 6.      Önnur mál

Ungmennaráð þakkar eindregið stuðninginn og traustið og hlakkar til að takast á við þetta krefjandi verkefni.

 
Fundi slitið kl. 19:22

 
Jóhanna Rósmundsdóttir (sign)
Íris Jóhannsdóttir (sign)
Theodór Þórólfsson (sign)
Guðjón Alex Flosason (sign)
Steinn Ingi Árnason (sign)
 

               

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón