A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráđ Strandabyggđar - fundargerđ 25. nóvember 2013

 

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 25. nóvember kl. 20:00 Í Hnyðju á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mættir voru: Jóhanna Rósmundsdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Steinn Ingi Árnason, Theodór Þórólfsson og Guðjón Alex Flosason. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

 

 

 1. 1.      Kynning á Ungmennaráði

Lesin Samþykkt um Ungmennaráð Strandabyggðar og skýrsla Sambands íslenskra Sveitafélaga „Ungmennaráð sveitafélaga 2012.“

 

 1. 2.      Kosning formanns og varaformanns

Jóhanna Rósmundsdóttir kosin  formaður og Laufey Heiða Reynisdóttir kosin varaformaður.

 

Formaður felur Esther stjórn fundarins.

 

 1. 3.      Kynning á störfum fráfarandi Ungmennaráðs

Esther fer yfir fundargerðir fráfarandi Ungmennaráðs og störf þess, vísað er til fyrri fundargerða til glöggvunar.

 

 1. 4.      Umræður um kaffishúsafund ungs fólks í október 2013.

Mjög jákvætt var að heyra ólíkar skoðanir fleiri en þeirra sem eru í Ungmennaráði. Fundurinn sýndi hversu mikilvægt ungmennahús væri enda ríki um það víðtæk samþykkt. Eins kom skýrt í ljós hversu margir eru á aldirnum 16-25 ára í Strandabyggð. Mikill áhugi er á að halda fleiri kvöld í sama anda til að kynnast skoðunum unga fólksins á málefnum sem Ungmennaráð tekur fyrir.

 

 1. 5.      Markmið og stefna núverandi ungmennaráðs
 • Að fá húsnæði undir starfsemi frítímans fyrir unga fólkið í Strandabyggð.
 • Efla félagslíf alls ungs fólks, innan skóla og utan.
 • Auka fræðslu, námskeið og aðgengi ungs fólks að möguleikum til fræðslu.
 • Nýta kraft unga fólksins til að létta lund eldra fólksins, t.d. á Sjúkrahúsinu.
 • Að Björgunarsveitin Dagrenning byrji með ungliðastarf, enda mikilvægt að endurnýja mannskapinn.
 • Efla nettengu í Strandabyggð.
 • Stefnt er að námsferð á komandi vori.

 

 1. 6.      Umræður um menningu og mannlíf

Það vantar...

 • Kaffihús með alvöru, góðu kaffi.
 • Fleiri kaffihúsakvöld og hittinga þar sem ákveðin málefni og markmið eru rædd.
 • Fyrirlestra og námskeið sem henta ungum sem öldnum.
 • Dansnámskeið oftar en einu sinni á ári.
 • Að opið sé í Ozon oftar en einu sinni í viku.
 • Að boðið sé upp á fleiri hittinga fyrir ungt fólk.
 • Viðburði sem henta öllum aldurshópum og eru haldnir reglulega, t.d. félagsvist eða gömlu dansana.
 • Að hugsað sé almennilega um börn og unglinga á hátíðum eins og Hamingjudögum, þar vantar meiri áherslu á leiktæki og annað slíkt.
 • Aukna stefnumótun í Motocross félaginu. Það þarf að bæta brautina og starfið almennt. Mikilvægt er að byrja með yngriflokka starf. Ráða þyrfti þjálfara, stungið er upp á Snorra Jónssyni, Bjarka Guðlaugssyni og Halldóri Jónssyni. Gott væri að stefna að sumarnámskeiði og að sækja um styrki til að bæta brautina og útbúa geymslu fyrir hjólin.
 • Skátafélag eða aðra útivist sem býður upp á ferðir. Brýnt væri að byrja með skipulagt útivistarstarf.
 • Að efla starf Björgunarsveitarinnar og sjá til þess að endurnýjun eigi sér stað.
 • Fleiri sýningar; leikrit, tónlist og söngleiki þar sem allur aldur getur tekið þátt.
 • Einhvers konar klúbbastarfs, t.d. bókaklúbb, tölvuleikjaklúbb, matarklúbb, lágkolvetnaklúbb, heilsuklúbb, hreyfingarklúbb, rökræðuklúbb, skákklúbb eða adrenalínklúbb.
 • Vettvang til að kynna störf á Hólmavík, tekjulyndir og starfssemi sem hugsaður er með þarfir ungs fólks í huga. Hádegið hentar ekki þeim sem eru í skóla og að skipuleggja framtíð sína. Það vantar kynningu á möguleikum lífsins í námi og starfi.

Það sem Ungmennaráð telur sameina alla þá þætti sem skortir á sviði menningar og mannlífs ungs fólks í Strandabyggð er húsnæðisleysi. Auðvelt og hagkvæmt væri að bæta næstum hvern einasta þeirra þátta sem Ungmennaráðið telur að þurfi að bæta þegar menning og mannlíf eru annars vegar ef húsnæði til staðar sem hugsað væri til ýmissar starssemi.

 

 1. 7.      Umræður um umhverfismál

Ákveðið að fresta umræðu til næsta fundar.

 

 1. 8.      Önnur mál

Drög að fjárhagsáætlun Strandabyggðar lögð fyrir og rædd.

 

Ungmennaráð skorar á Grunnskólann á Hólmavík og Leikskólann Lækjarbrekku að hefja skipulagt samstarf með Sjúkrahúsinu og eldri borgurum yfirhöfuð og tengja þannig kynslóðirnar sem lært geta hvor af annarri og glatt hvor aðra. Ungmennaráð veit fyrir víst að áhugi er fyrir samstarfinu að hálfu Sjúkrahússins.

 

Í ljósi þess að flestar hugmyndir Ungmennaráðs um úrbætur á högum ungs fólks í Strandabyggð megi leysa með því að þau hafi húsnæði til umráða eða afnota skorar Ungmennaráð á sveitatjórn að ganga frá húsnæðismálum hið fyrsta. Ungmennaráð telur bæði Flugstöðina og Braggann vera góða og hagkvæma kosti. Mikilvægt er að gengið sé frá þessum málum hið fyrsta og því brýn nauðsyn að svigrúm verði gert til þess í fjárhagsáætlun ársins 2014.

 

 

Jóhanna Rósmundsdóttir (sign)

Laufey Heiða Reynisdóttir (sign)

Theodór Þórólfsson (sign)

Guðjón Alex Flosason (sign)

Steinn Ingi Árnason (sign)

 

               

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón