A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ ungmennaráđs 7. desember 2020

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 7. desember kl. 16:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Elín Victoría Gray, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Unnur erna Viðarsdóttir, Valdimar Kolka Eiríksson. Bára Örk Melsted forfallaðist.

Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 
1.     Niðurstaða ungmennaþings og tillaga að aldursviðmiði

Ungmennaþing var haldið á Zoom 26. nóvember síðastliðinn. Mætingin var betri en í fyrra en betur má ef duga skal. Þátttakendur utan ungmennaráðs voru allir undir 18 ára aldri.

Rætt var um ólíkar leiðir að því að skipa ungmennaráð og um ákvörðum sveitarstjórnar að hafa aldursviðmið í ungmennaráð 16-25 ára. Skipt var í umræðuhópa og kom hver þeirra með sína útfærslu sem síðan voru ræddar (https://padlet.com/baraork/ojlj83jzy70wlghe?fbclid=IwAR38R6HpbqHje_ROYQhDm_a7bkl9fI3eUDzwbqkevyK-Zirlf495CKKl2iQ).

Það var lagt í hendur ungmennaráðs að vinna að tillögu um aldursskipan.

 

Tillaga ungmennaráðs Strandabyggðar er að Ungmennaráð verði á nýjan leik skipað fulltrúum á aldrinum 13-25 ára eins og það var fyrir breytingu. Ljóst er að áhugi á þátttöku í starfi ungmennaráðs er meiri meðal þeirra sem yngri eru, einkum þeirra sem eru undir 16 ára, þetta eru líka þeir einstalingar sem ekki hafa kosningarétt og kjörkengi í almennum kosningum.

 

Til stendur að fara í endurskoðun á lögum og reglum ungmennaráða á landsvísu og er verið að setja saman nefnd þess efnis, okkur þykir betra að bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar til að gera frekari breytingar ef með þarf.

 

Jafnframt vill ungmennaráð benda sveitarstjórn á að tilgangur ráðsins sé að vera ráðgefandi í málefnum ungs fólks í sveitarfélginu, jafnframt kveður Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á um að börn skulu vera með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um þeirra málefni. Ungmennaráð er ósátt við vinnubrögðin og finnst þau bera vott um vanvirðingu gagnvart störfum þess. Ungmennaráð óskar þess að haft verði samráð við það um ákvarðanir sem varða börn og ungmenni í framtíðinni. Við vonumst eftir betri vinnubrögðum í framtíðinni.

 

 2.     Ungmennaþing og kjör til ungmennaráðs

Óháð aldursviðmiði þarf að kjósa í nýtt ungmennaráð og er það gert á ungmennaþingi. Lagt er til að þingið fari fram í hádeginu þann 11. janúar. Tómstundafulltrúa er falið að hafa samráð við skóla og vinnustaði um að veita ungmennum tækifæri til þátttöku. Þingið verði á Zoom og í persónu og boðið verði upp á veitingar. Ungmennaráð ætlar sér að auglýsa vel. Efni þingsins verður kosningar í ungmennaráð.

 
3.     Málefni Fjóssins – skipulag á opnunum o.fl.

Starfsemin kynnt og rædd.

 
4.     Málefni Ozon – skipulag á opnunum o.fl.

Starfsemin kynnt og rædd. Mörg verkefni eru á döfinni en vinnutími tónstundafulltrúa og starfsfólks knappur. Ungmennaráð telur ástæðu til að opið verði oftar í félagsmiðstöðinni, amk. tvisvar í viku og að haft verði samráð við tómstundafulltrúa um útfærslu þess og kostnað.

 
5.     Önnur mál

  • Málefni til að ræða á komandi fundum;

-Móttaka flóttafólks

-Hvernig bætum við fjárhag sveitarfélagsins og fáum fleiri til að bú hér?

-Spennandi afþreyingarmöguleikar fyrir ferðafólk

-Brothættar byggðir

 

Fundi slitið kl. 17:40

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón