A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ Ungmennaráđs - 27. október 2014

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 27. október kl. 17:00 í Ungmennahúsi Hólmavíkur, Hafnarbraut 19. Mættir voru: Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Trausti Rafn Björnsson, Laufey Heiða Reynisdóttir, Benedikt Jónsson og Jóhanna Rósmundsdóttir. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

Jóhanna Rósmundsdóttir formaður setur fundinn.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:

 

 1. Trúnaðaryfirslýsing

Meðlimir Ungmennaráðs undirrita trúnaðaryfirlýsingu.

 1. Vinnudagur með sveitarstjórn

Ungmennaráð minnir á sameiginlegan vilja sveitarstjórnar og ungmennaráðs að halda vinnufund að hausti.

 1. Ungmennahús

a. Staðan rædd. Flutt hefur verið inn að Hafnarbraut 19 og verið er að standsetja.

b. Ákveðið hefur verið að hafa opið í húsinu mánudaga og fimmtudaga kl. 20-23 fyrir 16-25 ára og eru ýmsir viðburðir í vinnslu. Aðrar opnanir og viðburðir fyrir aðra aldurshópa eru í boði skv. samkomulagi.


c. Húsráð Ungmennahúss skipa Benedikt Jónsson fyrir Ungmennaráð, Branddís Ösp Ragnarsdóttir fyrir Dreifnámið og Gunnur Arndís Halldórsdóttir fyrir ungt fólk á svæðinu auk Estherar tómstundafulltrúa og Eiríks umsjónarmanns Dreifnámsins.


d. Húsráðið og 1-2 fleiri fulltrúar taka þátt í Stórviðburði ungmennahúsa á vegum Samfés á Selfossi 31. október – 2. nóvember og er ferðin styrkt af Strandabyggð.


e. Ungmennaráðið hvetur Húsráð til að gera reglur fyrir Ungmennahúsið sem fyrst.


f. Ungmennaráðið er spennt fyrir að fylgjast með framgangi mála.


h. Ungmennahúsið er að safna likeum á Facebook, lækiði.

 

 1. Félagsmiðstöðin Ozon

Samningar við Kaldrananeshrepp og Árneshrepp hafa ekki gengið eftir, Ungmennaráð ítrekar mikilvægi þess að það gerist sem fyrst til að tryggja samstarf ungs fólk í nágrannasveitarfélögunum.

 1. Bókmennta- og ljóðavika

a. Hátíðin er á vegum ungs fólks í Strandabyggð. Ungmennaráð er stolt af skipuleggjendum hátíðarinnar og er ánægt með að hér skuli vera haldin hátíð að frumkvæði ungs fólks.


b. Ráðið hvetur til þess að viðburðir í dagskránni höfði til breiðs hóps sem ekki hefur endilega áhuga á hefðbundnum bókmenntum. T.d. í gegn um kvikmyndir eða tónlist.

 1. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Trausti kynnir: Nemendur í unglingadeild Gunnskólans á Hólmavík vinna  sem stendur að því verkefni að færa Barnasáttmálann á mannamál og munu í kjölfarið halda kynningu á efninu.

Ungmennaráð hvetur Grunnskólann til að bjóða sér, öðrum nefndum og sveitarstjórn á slíka kynningu til að fræðast meira um Barnasáttmálann og mikilvægi þess að innleiða hann í sveitarfélaginu.

 1. Leiðtogasólarhringur UMFÍ

Gunnur kynnir: Gunnur Arndís og Birna Karen munu taka þátt í viðburðinum fyrir hönd Ungmennaráðs Strandabyggðar. Kynning á niðurstöðum fer fram á næsta fundi.

 1. Umræður um umhverfismál

Umhverfismál rædd sem einn af fimm umræðuflokkum sem Ungmennaráð ætlar sér að taka á. Fram kemur:


a. Malbygga þarf götur Hólmavíkur og viðhalda þeim holulausum. Slíkt auðveldar heilbrigðan lífsstíl þeirra sem t.d. vilja nota línuskauta. Eins gera illa farnar götur einstaklingi í hljólastól ómögulegt að búa á Hólmavík.


b. Með einhverjum ráðum ætti að tryggja það að grasið á tjaldsvæðinu rotni ekki undir ís á veturna. Af því er mikil fýla og því fylgir kostnaður að skipta um grasið.


c. Bæta þarf við ruslatunnum á fjölförnum stöðum. T.d. þyrfti að hafa ruslatunnu við gögnustíginn á leiðinni frá Vitabraut og að Íþróttamiðstöðinni, hjá tjaldsvæðinu, sparkvellinum, í brekkunni frá Hafnarbraut og upp að Grunnskólanum, í skóginum ofan við Grunnskólann og við Upplýsingamiðstöðina. Eins þarf að losa ruslatunnurnar reglulega en algent er að þær séu fullar og þjóna þá engum öðrum tilgangi en að vera sóðalegar.


d. Stefna ætti að því að gera Strandabyggð að plastpokalausu sveitarfélagi.


e. Nýta ætti gamla vatnstankinn fyrir ofan skólann, t.d. að gera úr honum útsýnispall. Eins ætti að vera hægt að nýta hann að innan. Sniðugt væri að nýta Vinnuskólann í að gera tankinn fallegan.


f. Bæta þyrfti svæðið við minnisvarðann um Stefán frá Hvítadal. T.d. væri hægt að setja þar bekki, byggja þar leikvöll og sinna svæðinu betur með slætti og öðru slíku.


g. Sinna þyrfti tjaldsvæðinu betur. Trén líta skelfilega út og skárra væri að höggva þau, afþreygingin er sama sem engin og bæta þyrfti leiksvæðið.


h. Ungmennaráð skorar á sveitarfélagið að kynna sér möguleika á hitaveitu til hlítar, enda myndi það stórauka lísgæði íbúa.


i. Leita ætti leiða til að koma upp skate-park, helst á bílastæðinu við Félagsheimilið en þó ætti enn frekar að setja upp Skólahreystibraut ef velja þarf um annað hvort.


j. Laga þarf gangstéttirnar til að auka möguleika barna og annarra sem velja bíllausan lífstíl.


k. Kanna ætti möguleikann á því að tengja saman kirkjuplanið og Vitabraut með göngustíg þannig að hægt verði að ferðast án bíls á milli staða og án þess að þurfa að fara upp og niður margar brekkur eða ójöfnur.


Ungmennaráð felur tómstundafulltrúa að senda þessar tillögur til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

 1. Markmið ráðsins og verkefnaval

   

Markmið ráðsins sem ákveðin voru á síðasta fundi yfirfarin. Nú þegar hefur mikið gerst hvað varðar Ungmennahús og Húsráð sinnir því starfi með ágætum. Í umræðu um umhverfismál hér að ofan hefur verið fjallað um malbyggun og skólahreystibraut.


Til að uppfylla markmiðin er ákveðið að halda kaffihúsakvöld með hópefli fyrir ungt fólk eins og gert var í fyrravetur. Fundurinn ber nafnið Hugmyndaveisla og fjallað verður um hvernig bæta megi félagslíf ungs fólks og hvernig nýta eigi Ungmennahúsið. Ungmennaráð óskar eftir því að halda viðburðinn í samstarfi við Húsráð fimmtudaginn 15. Janúar og verður 10. bekkingum boðið.

 1. Möguleikar á breyttu vinnufyrirkomulagi

Ungmennaráð hefur hug á að breyta vinnufyrirkomulagi ráðsins og hefur áhuga á því að kynna sér starf Ungmennaráðs Seltjarnarness. Ungmennaráð felur tómstundafulltrúa að tala við forsvarsmenn Ungmennaráðs Setjarnarness og fá boð á þing sem og að sækjast eftir styrk frá Strandabyggð til ferðarinnar.

 1. Önnur mál

a. Nýr starfsmaður Fræðslumiðstöðvar  Vestfjarðar hefur óskað eftir samstarfi við Ungmennaráðið. Tekið er jákvætt í það og stungið upp á að haldin verði námskeið sem veitir framhaldsskólaeiningar, matreiðslunámskeið og námskeð sem tengjast björgunarsveitarstarfi. Eins er gott að halda stutt námskeið með einhverjum þekktum sem laðar að. Fræðslumiðstöðin er hvött til að halda námskeið í Ungmennahúsinu til að trekkja yngra fólk að sem og að fá eldra fólk til að koma í húsið.


b. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar: Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn til að huga að Ungmennahúsinu í fjárhagsáætlunargerð sinni, þá ekki hvað síst að gefa því opnunargjöf.


c. Næsti fundur verður 19. janúar 2015 og þar sem Hugmyndaveislan verður rædd sérstaklega auk þess sem umræða um menntamál verður tekin fyrir.

 

 

Fundi slitið kl. 19:30

 

Jóhanna G. Rósmundsdóttir

Benedikt Jónsson

Gunnur A. Halldórsdóttir

Trausti R. Björnsson

Laufey Heiða Reynisdóttir

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón