A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íţrótta- og menningarnefnd 22. janúar 2024

Mánudaginn 22. janúar 2024 var 80. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 17:00. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jóndóttir formaður, Þórdís Karlsdóttir,
Jóhanna Rósmundsdóttir, Magnea Dröfn Hlynsdóttur og Jóhann Björn Arngrímsson.
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar boðar forföll.
Jóhanna Rósmundsdóttir ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Íþróttamanneskja ársins og hvatningarverðlaun Strandabyggðar.

Nefndin þakkar fyrir þær fjölmörgu og vel rökstuddu tilnefningar sem voru sendar
inn. Farið yfir þær og nefnd tók ákvörðun samkvæmt reglum og samþykkt
samhljóða.

2. Erindisbréf Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar.

Í kafla um Starfshætti kemur fram að funda eigi 10 sinnum á ári. Nefndin fór yfir erindisbréfið og vill benda á það þurfi að vera 8-10 fundir á ári og þar að leiðandi styttri eða hámark 2 klst. Strandabyggð er skráð í barnvænt samfélag og þá væri heppilegra að hafa fundi á milli 14:00-16:00. Einnig bendir nefnin á að það þarf að setja inn númer á greinum og reglugerðum sem vísað er í. Þetta erindisbréf var samþykkt síðast 27. Ágúst 2019 og þarfnast því endurskoðunar.
Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki 8-10 fundi á ári þar sem oft liggja fyrir mörg og mikilvæg málefni sem þarf að taka fyrir.

3. Frístundastyrkir. Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki tillögu um frístundastyrki, sjá meðfylgjandi gögn.

4. Niðurstöður fjárhagsáætlunar.

TÍM nefnd fagnar áframhaldandi endurbótum í Íþróttamiðstöð, gluggi í sal komin í og farið verður í að laga pottana með vorinu.

5. Opnunartími íþróttamiðstöðvar.

Nefndin leggur til að að færa laugardagsopnun úr 14-18 í 11-15 til reynslu frá 3. febrúar og út mars 2024.

6. Sumarstarf.

a. Hafin er vinna við að fara yfir hvað marga starfsmenn þarf að ráða í íþróttamiðstöð og tjaldsvæði og verður auglýst við fyrsta tækifæri þegar það er ljóst. Fara þarf að huga að vinnuskólanum, hvaða verkefni verða þar efst á blaði og auglýsa eftir umsjónarmanni. Einnig þarf að athuga með leikjarnámskeið í júní.

b. Nefndin hvetur sveitastjórn að fá tímabundna afleysingu fyrir tómstundarog íþróttafulltrúa.

7. Hátíðardagskrá ársins.

Nefndin hvetur Björgunarsveitina Dagrenningu og UMF. Geislann að halda úti hátíðarhöldum á Sjómannadaginn og 17. Júní og fá ungmennaráð til liðs við sig.

Hamingjudagar. Nefndin sér fyrir sér að haldnir verði Hamingjudagar á hóflegum nótum. Til dæmis með aðstoð ýmsra félagasamtaka, tómstundafulltrúa og ungmennaráðs.

8. Önnur mál

a. Erindi frá foreldrafélagi leik- og grunnskóla til tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar. Nefndin þakkar fyrir erindið, nefndin svarar liðum 2 og 3 sem snýr að nefndinni en vísar lið 1 og 2 til sveitastjórnar.

Fundi slitið 19:40Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón