A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 11. janúar 2021

 

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 11.janúar kl. 16:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Jón Gísli Jónsson formaður, Jóhanna Rósmundsdóttir, Matthías Lýðsson, Lýður Jónsson og Rósmundur Númason. Angantýr Ernir Guðmundsson og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir boðuðu forföll. Jóhanna Rannveig Jánsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs auk Esther Ösp Valdimarsdóttur, tómstundafulltrúa sem ritaði fundargerð.   

 

Dagskrá

1.
Íþróttamanneskja ársins

Farið yfir tilnefningar og nefndin sammælist um val ársins og skipulag útnefningar.


2.  Fjárhagsáætlun

Helstu niðurstöður á sviði tómstundafulltrúa kynntar.

  1. Haldið verður áfram með framkvæmdir á neyðarútgangi í kjallara félagsheimilis þannig að hægt sé að nýta hann, þó verður aðgengi fyrir hreyfihamlaða ekki tryggt að svo stöddu. 
  2. Fjármagn í hátíðir var dregið saman og er nú 750 þúsund og á við um hátíðardagskrá alls ársins 2021.
  3. Aðrar meiriháttar breytingar voru ekki gerðar.

3.  Bætt aðstaða í til félagsstarfs í félagsheimili

  1. Félagsmiðstöðin Ozon og ungmennahúsið Fjósið hafa fært hluti til í kjallaranum og eru nú komin mörg minni rými; trúnóhorn, bíósalur, poolborð, geymsla, sjoppa, vinnuborð og tölvuleikjasalur. Ungmennafélagið Hvöt gaf poolborð sem verið er að koma upp og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Ungmennafélagið Geislinn hefur lánað boxpúða sem komið verður upp. Við höfum einnig stækkað rýmið og nýtum plássið á bakvið sviðið sem og sviðið sjálft meðan það er ekki í annarri notkun. Þar er aðstaða til að spila Dungeons & Dragons, borðtennis, píluspjald og tölvuleikjarými auk æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir. Jafnframt á að laga ganginn á milli hæða, skreyta rýmið og færa ræstingarkompu af salerni og ramma frístundarýmið þannig inn.
  2. Nú þarf að skoða stækkunarmöguleika fyrir félagsstarf eldri borgara en það er farið að þrengja töluvert að enda fer þátttakendahópurinn stækkandi. Nefndin sammælist um mikilvægi þess að leita leiða til að tómstundastarf verði á einum stað óháð verkefnum. Lagt er til að starfið verði allt staðsett í Félagsheimilinu.

4. Hátíðardagskrá ársins 2021

Tómstundafulltrúi kynnir hugmyndina um Hátíðarbæinn Hólmavík þar sem hátíðardagskrá verður kynnt sameiginlega og lagt upp úr fjölda þeirra og fjölbreytileika til að gera Hólmavík að áfangastað árið um kring.

Vetrarsól – 15.-17. janúar

Hörmungardagar – 26.-28. febrúar

Strandaganga - 13.-14. mars

Húmorsþing – 26.-28. mars

Afmælishátíð Leikfélags Hólmavíkur - apríl

Hamingjudagar – 25.-27. júní

Náttúrubarnahátíð – júlí

Hrútaþukl – ágúst

Göngur og réttir - september

Sviðaveisla – október

Bókavík – nóvember


5. Skipulag félagsstarfs eldri borgara

Félagsstarf hefur flust formlega yfir á tómstundasvið og undir stjórn tómstundafulltrúa. Hingað til hefur félagsstarf farið fram vikulega í smíðastofu grunnskólans og vikulega í aðstöðu í Félagsheimilinu og mikil ánægja verið með það. Vísað er til umræðu 3b.


6. Skipulag Ozon

Ozon er fyrir 10-16 ára börn og ungmenni í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Opið er á fimmtudögum frá kl.16-18 fyrir yngri hóp og kl.19-21 fyrir eldri hóp, 7. bekkur má mæta í báða hópa.

Nú á vormánuðum verður líka opið frá 14:30-16:00 mánudaga-fimmtudaga og þá fer fram klúbbastarf; Stíll, Dungeons&Dragons, Þjóðleikur og Ozonráð. Esther Ösp, Elín Victoría og Gunnar Bragi starfa í Ozon en ungmennin stjórna dagskránni.


7.
Skipulag Fjóssins

Almennt er opið í Fjósinu á miðvikudagskvöldum en frjálst er að opna á öðrum tímum ef rýmið er laust. Enginn starfsmaður er á staðnum en Fjósráð getur fengið lykil en á að halda utan um mætingu og tekur sá inn sami ábyrgð. Fjósráð samanstendur af 16-25 ára einstaklingum sem hafa áhuga hverju sinni og fundar annan hvern þriðjudag kl. 11:30.


8. Starfsáætlun tómstundafulltrúa

Umræða nefndarinnar um atriði sem mikilvægt er að gefa rými í starfsáætlun.


9. Stofnun öldungaráðs

Rætt um stofnun öldungaráðs. Tómstundafulltrúa er falið að óska eftir því að Strandabyggð gangi inn í Öldungaráð Reykhólahrepps og Dalabyggðar.


10. Önnur mál

  1. Tómstundafulltrúi segir frá tilraunum og hugmyndum um að auðvelda aðlögun og auka tómstundatækifæri aðfluttra.

 

Fundi slitið kl. 18:15

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón