A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 9. maí 2011

Fundur haldinn í Tómstunda, íþrótta og menningarmálnefnd mánudaginn 9. maí  kl. 20.00.  Mættir voru Salbjörg Engilbertsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Kristinn Schram, Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson og Kristjana Eysteinsdóttir sem ritar fundargerð.  Einnig mætti Arnar Jónsson tómstundafulltrúi.

Fundarefni:

1. Hamingjudagar
2. Hljóðkerfi
3. Önnur mál


1. Hamingjudagar.

Arnar Jónsson fór yfir stöðu mála. Sjö lög bárust í Hamingjulagakeppnina og stefnt er að því að hafa keppnina sjálfa föstudagskvöldið 20. maí í félagsheimilinu. Rætt fram og aftur um dagskrárliði hátíðarinnar.

2. Hljóðkerfi.

Bjarni Ómar Haraldsson mætti á fundinn og gaf nefndinni ráð um hvernig staðið skuli að hljóðkerfismálum í félagsheimilinu. Nefndin leggur til að hluti af eldra hljóðkerfinu sé seldur til að fjármagna kaup á nauðsynlegum jaðartækjum. Einnig þarf að gera við JBL box. Lagt er til að þau verði send til viðgerðar og fest upp í félagsheimilinu og séu þá taks fyrir fundi, ættarmót og aðra viðburði.
Bjarni Ómar Haraldsson vék af fundinum.

3. Önnur mál

Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum til menningarverðlauna Strandabyggðar.


Einnig að leita til vinnuskólans með að reka kassabílasmiðjur fyrir Hamingjudagana.

 

Fundargerð lesin upp og ákveðið að halda næsta fund eftir 2 vikur, þriðjudaginn 24. maí kl. 20:00.

Fundi slitið kl. 22:30


Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir  (sign)
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson ( sign )
Kristjana Eysteinsdóttir   (sign)
Kristinn Schram   (sign)
Arnar Jónsson    (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 24. maí 2011.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón