A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 7. júlí 2011

 

Fundur hjá Tómstunda-, íþrótta og menningarmálanefnd Strandabyggðar haldinn á Café Riis fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:00. Mætt voru Salbjörg Engilbertsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir og Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson. Kristinn H.M. Schram og Kristjana Eysteinsdóttir voru fjarverandi. Einnig sat tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar S. Jónsson, fundinn og ritaði fundargerð.

 

1.       Hamingjudagar á Hólmavík

Rætt var um öll dagskráratriði hátíðarinnar, farið yfir ákveðna þætti sem voru í lagi og aðra sem voru í ólagi. Arnar tók niður punkta sem hann mun nýta til skýrslugerðar um Hamingjudaga. Endanleg skýrsla og uppgjör hátíðarinnar munu liggja fyrir í ágústlok.

Ljóst er að fjárhagsáætlun hátíðarinnar stenst ekki að öllu leyti þar sem heldur færri mættu á dansleik heldur en gert var ráð fyrir. Framlag Strandabyggðar til hátíðarinnar utan launakostnaðar vegna vinnu var áætlað kr. 500.000.- og samkvæmt fyrstu tölum er líklegt að farið verði fram úr þeirri tölu sem nemur um 100-150.000. kr. Það er engu að síður minna tap en oft hefur verið af hátíðinni.

Nefndarmenn voru sammála um að vel hefði tekist til með hátíðina að langflestu leyti og stefni ætti að því að halda Hamingjudaga aftur að ári.

 

2.       Önnur mál

Þjóðfræðistofu á Ströndum voru veitt Menningarverðlaun Strandabyggðar á Hamingjudögum. Leikfélag Hólmavíkur fékk sérstök heiðursverðlaun. Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd óskar þessum aðilum innilega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar leggur til við sveitarstjórn að Hamingjudagar verði haldnir helgina 29. júní - 1. júlí árið 2012. Ennfremur er því beint til sveitarstjórnar að hún ákveði hversu mikið fjármagn sveitarfélagið leggur til hátíðarinnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:30.

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir (sign)

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón