A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 6. febrúar 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00 á skrifstofu sveitastjóra, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Júlíus Freyr Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.

 


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.      Staðardagskrá 21

Málaflokkar sem tengjast TÍM ræddir og tillögur að úrbótum gerðar hvað varðar útivist og lífsstíl. Fjölskyldumál, stofnanir sveitafélagsins og menningarminjar verða rædd síðar.

  1. 2.      Ungmennahús

Rædd framkomin kostnaðaráætlun frá byggingafulltrúa Strandabyggðar vegna breytinga á félagsheimili og nefndin leggur til að farið verði í þessar framkvæmdir sem fyrst.

  1. 3.      Hörmungardagar á Hólmavík

Dagskráin rædd og samþykkt með mikilli tilhlökkun.

  1. 4.      Íþróttastarf í Strandabyggð

a. Rædd útkoma á fundi Geislans, Hvatar, Neistans, HSS, tómstundafulltrúa og fulltrúum sveitastjórnar 5. febrúar. TÍM styður eindregið áform um að ráðast í kostnaðaráætlun og mögulega framkvæmd íþróttavallar við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík.

b. Fundir HSS og UMFÍ og súpufundur HSS 6. febrúar ræddir.

  1. 5.      Samfelldur dagur í íþrótta-, æskulýðs- og skólastarfi

a. Áhugavert væri að kynna sér nánar útfærslur á þessu hjá öðrum sveitafélögum og kanna möguleika, kosti og galla þess að taka upp slíka stefnu í Strandabyggð.

b. Hvatt er til þess að auka samvinnu um skipulagningu á frístundastarfi í Strandabyggð og að tómstundafulltrúi safni upplýsingum frá viðkomandi aðilum og setji saman í samfellda töflu.

  1. 6.      Sumarnámskeið

Lagt til að tómstundafulltrúi reikni út kostnað sveitafélagsins við að halda úti sumarnámskeiðum fyrir börn.

  1. 7.      Stuðningur við vistvænan ferðamáta

Lagt fram til kynningar og verður rætt síðar.

  1. 8.      Önnur mál

Brýnt væri að hefja forvarnarvinnu og hvetja til heilbrigðs lífstíls starfsmanna sveitafélagsins.

 

 

 

Fundi slitið kl. 23:00

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón