A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 4.október 2018

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 4. október, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Júlíus Jónsson, Angantýr Ernir Guðmundsson og Matthías Lýðsson. Jóhanna Rósmundsdóttir boðaði forföll. Díana Jórunn Pálsdóttir mætti sem fulltrúi ungmennaráðs. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Samantekt frá vinnuskólanum
2. Samantekt frá sumarnámskeiðum
3. Samantekt frá Hamingjudögum
4. Mat á Menningardvöl Hólmavíkur
5. Sýn og stefna TÍM
6. Fjárhagsáætlun
7. Fundarplan frjálsra félagasamtaka
8. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár.
1. Samantekt frá vinnuskólanum
a. Vinnuskólinn: Hann gekk mjög vel í sumar og er almenn ánægja með hann. Við þökkum ungmennunum, Ragnari Jóhannssyni og Gunnari Braga Magnússyni fyrir mjög vel unnin störf. Lagt er til að vinnuskólinn verði aftur á næsta ári með svipuðu fyrirkomulagi í samstarfi Áhaldahúss og tómstundafulltrúa.
b. Skapandi sumarstörf: Strandir í verki var samstarfsverkefni við Leikfélag Hólmavíkur, Sauðfjársetrið og Rannsóknarsetur HÍ í þjóðfræði. Verkefni gekk mjög vel og auðgaði menningarlíf í Strandabyggð í sumar. TÍM-nefnd finnst mikilvægt að það séu í boði skapandi sumarstörf fyrir ungmenni í sveitarfélaginu og opið fyrir áframhaldandi samstarf við áhugasama.

2. Samantekt frá sumarnámskeiðum
a. Sumarnámskeiðin gengu vel og var mjög mikil aðsókn á námskeiðin. Samstarf var við Náttúrubarnaskólann sem gekk mjög vel og finnst okkur vera frábært framtak. Var starfskraftur ekki í takt við barnafjölda og var því álag á starfsfólk þarf að huga að því að ári. Lagt er til að sumarnámskeið verði í boði í mánuð á næsta ári, það verði sér námskeið í boði fyrir 10 til 12 ára og aukið fjármagn lagt fram fyrir starfskrafta.

3. Samantekt frá Hamingjudögum
a. Hamingjudagar á Hólmavík 2018 tókust mjög vel. TÍM-nefnd leggur til að Hamingjudagar verði annað hvort ár. Hamingjudagar myndu þá ekki vera árið 2019 en þeir fjármunir sem lagðir eru í hátíðina myndu fara í ærslabelg árið 2019.

4. Mat á Menningardvöl Hólmavíkur
a. Menningardvölin var vel nýtt í sumar og finnst TÍM-nefnd mikilvægt að halda áfram að nýta húsnæðið undir menningarstarf.

5. Sýn og stefna TÍM
a. Nefndarmenn ætla að klára að setja upp sýn og stefnu fyrir næsta fund.

6. Fjárhagsáætlun
a. Forstöðumenn klára að skila inn fjárhagsáætlun.

7. Fundarplan frjálsra félagasamtaka
a. Stjórn Geislans verður boðuð á næsta TÍM-nefndarfund að kynna starfsemi sína.

8. Önnur mál
a. TÍM-nefnd leggur til að fá ekki SEEDS hóp á næsta ári þar sem útivistarsvæði á Hólmavík eru í hönnun.


Fundi slitið kl.19:05

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir
Júlíus Jónsson
Angantýr Ernir Guðmundsson
Matthías Lýðsson
Díana Jórunn Pálsdóttir
Íris Ósk Ingadóttir

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón