A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 4. september 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 4. september kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Benediktsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Júlíus Freyr Jónsson, og Salbjörg Engilbertsdóttir. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir formaður setti fundinn.

 


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

  1. 1.      Vinna TÍM nefndar

Samið um að funda almennt fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 20:00.

Farið yfir reglur og starfshætti.

 

  1. 2.      Verkefni fráfarandi TÍM nefndar

Farið yfir verkefnalista og staða verkefna útskýrð fyrir nýju nefndarfólki. Verkefni sem ljúka þarf sett í forgang.

 

  1. 3.      Tilmæli Samfés

Nefndin leggur til að kostnaður á því að Ozon verði opið tvisvar í viku verði reiknaður út, það útfært nánar og lagt fyrir nefndina.

 

  1. 4.      Skólaskjól

Nefndin tekur jákvætt í erindið og hvetur til þess að málið verði skoðað nánar í samhengi við aðrar breytingar, svo sem Samfelldan dag barnsins, þar sem íþrótta- og tómstundastarf fer fram í samfellu við skólatíma.

 

 

  1. 5.      Ungmennahús

Borist hefur erindi frá umsjónarmanni Dreifnáms FNV á Hólmavík um samnýtingu húsnæðis. TÍM nefnd vísar málinu til Ungmennaráðs.

 

  1. 6.      Aðstaða í íþróttamiðstöð

Ræddur sá möguleiki að setja upp tjald til að skipta salnum í tvennt og hámarka nýtingu hans á opnunartíma. Þörfin fyrir tjaldið væri minni ef íþróttahúsið væri betur nýtt yfir daginn, sá vandi myndi leysast að mörgu leiti ef tekinn væri upp Samfelldur dagur barnsins.

 

  1. 7.      Ljóða- og bókmenntavika

Tekið fyrir samkvæmt fundargerð sveitastjórnar þann 23. maí 2014. Verkefnið lagt í hendur tómstundafulltrúa sem er hvött til að skipuleggja hátíðina í samstarfi við unglingana sem áttu hugmyndina og Ungmennaráð.

 

  1. 8.      Move week

Verkefnið kynnt og ákveðið að taka þátt í því, vikan er að þessu sinni 29. september- 5.október.

 

  1. 9.      Námskeið tómstundafulltrúa

Námskeið um reynslunám í mannréttindafræðslu sem tómstundafulltrúi mun sækja í Rúmeníu í nóvember kynnt.

 

  1. 10.  Önnur mál

a. Nefndin hefur áhuga á auknu samstarfi við Íþróttamiðstöðina og mun óska eftir að forstöðumaður hennar mæti á næsta fund nefndarinnar.

 

b. Nefndin leggur til að félagslíf starfsfólks sveitarfélagsins verði elft, einkum að árshátíð verði endurvakin. TÍM nefnd er tilbúin að leggja sitt að mörkum og leggur til að árshátíðin verði haldin þann 24. október að undangengnum sarfsdegi.

 

 

c. Nefndin telur svokallaðan Samfelldan dag barnsins hafa margs konar ávinning í för með sér og hvetur til þess að stofnaður verði vinnuhópur um málið.

 

 

 

Fundi slitið kl. 22:46

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón