A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 27. júní 2011

Fundur hjá Tómstunda-, íþrótta og menningarmálanefnd Strandabyggðar haldinn á Café Riis mánudaginn 27. júní kl. 19:30. Mættir voru nefndarmennirnir Salbjörg Engilbertsdóttir, Kristjana Eysteinsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Kristinn H.M. Schram og Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson auk tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Arnar S. Jónssonar sem ritaði fundargerð.

 

1.       Hamingjudagar á Hólmavík

Dagskráin fyrir hátíðina er tilbúin og liggur fyrir á netinu. Arnar fór yfir dagskrána lið fyrir lið og rætt var um hana fram og til baka og farið yfr þau atriði sem standa útaf.

Hlé var gert á fundi og nefndarmenn borðuðu ljúffengan mat af matseðli Café Riis á eigin kostnað.

Arnar fór síðan yfir minnislista um Hamingjudaga og nánari útfærslur einstakra dagskrárliða voru ræddar í þaula.

 

2.       Menningarverðlaun Strandabyggðar

Salbjörg fór yfir reglur um Menningarverðlaun Strandabyggðar. Farið var yfir tilnefningar og þær ræddar í þaula. Samþykkt var að Þjóðfræðistofa á Ströndum fengi Menningarverðlaun Strandabyggðar fyrir gríðarlega öflugt menningarstarf, m.a. með Húmorsþingi og verkefni um fræðimannadvöl í Skelinni á Hólmavík undanfarið ár.  Kristinn Schram sat hjá við umræðu og atkvæðagreiðslu.  

Samþykkt var að Leikfélag Hólmavíkur fengi heiðursverðlaun fyrir vel unnin störf í þágu menningar á Ströndum síðustu þrjátíu ár. Salbjörg Engilbertsdóttir sat hjá við umræðu og atkvæðagreiðslu.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:52.

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Kristinn Schram (sign)
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson (sign)
Kristjana Eysteinsdóttir (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir (sign)

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón