A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 22. setpember 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 22. september kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Benediktsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Júlíus Freyr Jónsson og Salbjörg Engilbertsdóttir. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir formaður setti fundinn.

 


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.      Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar boðaður á fundinn

Gunnar Jónsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar mætir á fundinn kl. 20:15.

a.Rætt um íþróttamiðstöðina almennt, verkefni og nauðsynlegar úrbætur.

b.Gert er  ráð fyrir því að sundlaugin verði lokuð í desember, janúar og febrúar úr því að ótrygg orka stendur ekki til boða, pottar og gufa verða þó opin.

c.Nefndin og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sammælast um mikilvægi þess að þakið verði lagað strax.

d.Fögnum bættu aðgengi með nýrri rennihurð sem kemur von bráðar og tröppu sem kom í sundlaugina í júlí.

e.Nefndin hvetur til þess að sem flestar fréttir af starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins.

f.Ánægja er með nýjar viftur sem virka vonandi vel til að halda salnum heitum niðri við gólf í vetur.

f.Nefndin hvetur Strandabyggð til að auka íþróttastyrki við starfsmenn sína.

 

Gunnari þakkað fyrir góða heimsókn og vonast eftir auknu samstarfi í framtíðinni.

 

  1. 2.      Erindisbréf TÍM nefndar

Farið yfir erindisbréfið og rætt hvort það þurfi að endurskoða. Smávægilegar breytingar gerðar á skjalinu og verða þær lagðar fyrir sveitastjórn.

 

  1. 3.      Skipan formanns, varaformanns og ritara

a.Ingibjörg Benediktsdóttir er formaður.

b.Ásta Þórisdóttir skipuð varaformaður.

c.Ákveðið að Esther Ösp Valdimarsdóttir sinni ritarastörfum en Salbjörg Engilbertsdóttir í fjarveru hennar.

 

  1. 4.      Skipan vinnuhóps um Samfelldan dag barnsins

Vignir Örn Pálsson, fulltrúi foreldrafélagsins

Árný Huld Haraldsdóttir, fulltrúi Geislans

Jóhanna Rósmundsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs

Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi Fræðslunefndar

Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar

Ásta Þórisdóttir, fulltrúi Grunn- og tónskólans á Hólmavík

Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi Strandabyggðar

 

  1. 5.      Árshátíð starfsmanna Strandabyggðar

Föstudagurinn 24. október 2014 er talin álitleg dagsetning. Lagt til að byrjað verði á hádegismat í félagsheimilinu. Að því búnu hefjist starfsdagur þar sem farið verði í uppbyggingu innra starfs og hópefli. Kvölddagskrá verður nánar auglýst síðar. Nefndin óskar eftir því að hefðbundin starfsemi á starfsstöðvum sveitarfélagsins verði lögð niður í hádeginu þennan dag og að sveitarfélagið bjóði starfsfólki upp á hádegisverð.

 

  1. 6.      Ljóða- og bókmenntavika

Verður haldin 17.-23. nóvember 2014 og er í vinnslu hjá tómstundafulltrúa og hugmyndasmiðum hátíðarinnar.

 

  1. 7.      Málefni Ungmennahúss

Formaður TÍM nefndar og tómstundafulltrúi hitta nemendur Dreifnámsbrautar á miðvikudag og ræða framtíð ungmennahúss.

 

  1. 8.      Málefni Ozon

Send hafa verið samningsdrög til sveitarfélaganna Kaldrananeshrepps og Árneshrepps ásamt ítarlegum útreikningum vegna þátttöku barna í félagsmiðstöðinni Ozon og beðið er eftir svari.

 

  1. 9.      Move week

Gengið hefur vonum framar að safna viðburðum en enn má bæta við. Um er að ræða samevrópskt verkefni sem fer fram 29.september-5. október, sjá nánar á www.iceland.moveweek.eu

 

  1. 10.  Önnur mál

Nefndin hefur hug á að bjóða forsvarsmönnum félagasamtaka á fundi sína. Ráðgert er að bjóða fulltrúa Skíðafélags Strandamanna á næsta fund.

 

 

Fundi slitið kl. 23:03

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón