A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda,- íþrótta- og menningarnefnd - 21. ágúst 2013

Fundargerð TÍM-nefndar

 

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Barbara Guðbjartsdóttir varamaður fyrir Júlíus Freyr Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.

 


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
  2. Hamingjudagar 2013 og 2014
    Skýrsla hátíðarinnar skoðuð og rædd. Um er að ræða vinnuplagg. Farið sérstaklega yfir punkta um það sem sérstaklega þarf að kanna, sérstaklega markaðssetningu, dansleikinn og Hamingjutóna. Hátíðin þótti á heildina litið takast virkilega vel.

    Hátíðin árið 2014
    Rætt um framtíð hátíðarinnar.
    Ákveðið að Esther sendi út könnun á íbúa um framtíð, tíðni og umfang Hamingjudaga. Könnunni verður látin liggja frammi á fjölförnum stöðum og ákvörðun um framhaldið verður tekin byggt á útkomunni.
  3. Ungmennaráð – tilnefningar fulltrúa og starfshættir auk fundargerðar
    Tilnefningar Ungmennaráðs
    Vegna flutninga þarfnast Ungmennaráð töluverðrar endurnýjunar. Nýtt og samþykkt ungmennaráð. Esther býður þeim þátttöku og útskýrir hvað í henni felst.

    Fundargerð ungmennaráðs
    Starfssvið ungmennaráðs rætt. Nefndin sammælist um mikilvægi þess að veita unga fólkinu í samfélaginu vettvang til að ræða þau mál sem þau upplifa að snerti þau og þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum. Hluti af því er að fá möguleika á að ræða það sem þeim þykir skipta máli. Mikilvægi Ungmennaráðs er enn fremur að ná fram viðhorfi og sýn ungs fólks sem oft er önnur en þeirra sem eldri eru.
    Tím nefndin leggur til úrbætur á reglum um ungmennaráð þess efnis að fundargerðir þess verði lagðar fram til TÍM nefndar til kynningar.

    Jóhann L. Jónsson vék af fundi.
  4. Staða umræðu um ungmennahús eða frístundamiðstöðvar
    TÍM nefndir ítrekar mikilvægi þess að Ungmennahús verði starfrækt á Hólmavík. TÍM nefndin felur tómstundafulltrúa að útfæra hugmyndina og leggja tillögu fyrir sveitastjórn.
  5. BSI mat á leiksvæðum í Strandabyggð árið 2013
    Mikilvægt að reyna að láta þetta gerast að vori til að hægt sé að nýta sumarið til úrbóta. Eins þarf að gæta þess að starfsmaður áhaldahúss sé viðstaddur og að matið fari fram utan þess tíma sem framkvæmdir á leiksvæðum standa yfir.
     
  6. Starfslýsing tómstundafulltrúa
    Esther gerir drög að starfslýsingu og leggur fyrir nefndina til umfjöllunar, enda þörf á að skýra verksvið.
     
  7. Önnur mál

    Nefndin leggur til að betur verði haldið utan um Vinnuskólann að ári og línur um það hver beri ábyrgð á skólanum verði skírðar.

    Hugmyndir að samstarfi við Kaldrananeshrepp í starfi Ózon ræddar og lagt til að nemendaráð vinni að tillögum að útfærslum og leggi fyrir nefndina.

    Íbúafundur um forvarnaráætlun. Lagt til að Sabína, landsfulltrúi UMFÍ aðstoði við íbúafund þar sem unnið er að gerðinni.

    Málefni íþróttamiðstöðvar, hugmyndir um breytta opnun og stundatafla. Hugmyndum að breytingum fagnað.

    Skjaldbaka, 50 ára afmæli í október.
    Lagt er til að haldið verði upp á afmælið og að tómstundafulltrúi sinni skipulagi þess.

    Dagur umhverfisins 16. september
    Tómstundafulltrúa falið að skipuleggja göngu með leiðsögn um nýjan göngustíg sem SEEDS-hópurinn gerði.

 

 

Fundi slitið kl. 00:15.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
 
Ásta Þórisdóttir
Salbjörg Engilbertsdóttir
Barbara Guðbjartsdóttir
Kristjana Eysteinsdóttir
 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón