A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 12. mars 2018

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 12. mars,  kl. 20:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíus Jónsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir.  boðaði forföll.  mætti í stað. Angantýr Ernir Guðmundsson mætti sem fulltrúi ungmennaráðs. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Samfelldur dagur barnsins
  2. Fjárhagsáætlun
  3. Styrktar umsókn
  4. Sumarstarfið
  5. Erindi frá Leikfélagi Hólmavíkur
  6. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Samfelldur dagur barnsins

    Stöðuskýrsla kynnt og í framhaldi lagt til að á næsta skólaári verði Samfelldur dagur einnig hjá miðstiginu.

    Næstu skref lögð fyrir á næsta fundi.
  2. Fjárhagsáætlun

    Farið yfir niðurstöður úr fjárhagsáætlunargerð.

  3. Styrktar umsókn

    Styrktarbeiðni vísað til sveitarstjórnar með öðrum styrkumsóknum.

  4. Sumarstarfið

    Farið var yfir hvaða sumarstarf verður í boði fyrir börn í sveitarfélaginu.

  5. Erindi frá Leikfélagi Hólmavíkur

    Leikfélagið óskar eftir því að einstaklingar fæddir 2000 fái að sækja um að taka þátt í Strandir í verki sem samstarfsverkefni Leikfélags Hólmavíkur, Strandabyggdar, Sauðfjársetur og Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum.
    Erindi er samþykkt svo lengi sem launakostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  6. Önnur mál

    Hvergi er það í lögum að börn eigi að fá stuðning í frítímaþjónustu og hver eigi að greiða þann launakostnað. Þetta var leyst hér í Strandabyggð af félagsmálastjóra sem nýtti liðveislu sem sum börn eiga rétt á. Það gengur ekki upp því liðveisla er ekki þess eðlis að hún falli inn í frítímastarf t.d. ef starfsmaður sem sinnir liðveislu er veikur er enginn í hans stað og ef barnið er veikt þá á á starfsmaður í liðveislu ekki að mæta sem bitnar á launum. Börn þurfa að hafa stuðningsfulltrúa í frítímaþjónustu sem er í Samfellunni og í Skólaskjóli en ekki er gert ráð fyrir launakostnaði fyrir þessa stuðningsfulltrúa í fjárhagsáætlun. Óskað er eftir því að sveitarstjórn veiti stuðning fyrir þau börn sem þurfa til að forðast mismunun í sveitarfélaginu okkar. 

 

 

Fundi slitið kl. 22:00

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón