A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarmálanefnd - 25. feb. 2008

Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd, mánudaginn 25. febrúar 2008, á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann klukkan 17:00. Mætt voru: Arnar S. Jónsson formaður, Jón Halldórsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir og Rúna Stína Ásgrímsdóttir. Kristín Sigurrós Einarsdóttir ritaði fundargerð. Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
 
1. Umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Hamingjudaga 2008.
2. Skipulag Hamingudaga 2008
3. Söguskiltaverkefnið.
4. Önnur mál.

1. Umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Hamingjudaga 2008.
Borist hefur ein umsókn. Umsókninni fylgir ítarleg ferilsskrá. Arnar hefur rætt lítillega við umsækjanda og greindi frá því. Gengið verður til viðræðna við umsækjanda, og reynt að funda með viðkomandi fimmtudaginn 6. mars kl 17:30. Arnari falið að boða umsækjanda á þennan fund. Þar yrði rætt um hugmyndir umsækjanda um framkvæmd hátíðarinnar og kaup og kjör. Rætt var um að eftirfarandi verði á verksviði framkvæmdastjóra, (sbr.árið 2007) 
      i. Sjá um kynningar- eða samráðsfundi með íbúum.
     ii. Sjá um lagasamkeppni og eftirfylgni með sigurlaginu.
     iii. Markaðssetning (fréttatilkynningar, viðtöl, greinaskrif, samskipti við fjölmiðla).
     iv. Eftirfylgni með störfum blómaskreytingarnefndar, sem sveitarfélagið kemur á legg.
     v. Samskipti við prentþjónustu (ísskápsseglar, bolir og veggspjöld).
     vi. Raða saman og skipuleggja skemmtidagskrá á laugardegi, hafa yfirumsjón á svæðinu.
     vii. Sjá um skipulagningu á dansleik.
     viii. Samstarf við menningarmálanefnd, sveitarstjórn og áhaldahús Strandabyggðar.
     ix. Umsjón með öryggismálum, leyfisveitingum, gæslu og björgunarsveitum.
     x. Dreifa ábyrgð - fá umsjónaraðila í ýmis verkefni, t.d. listsýningar, kassabílarallý og fleira sem kann að  vera partur af hátiðinni.
     xi. Sjá um svið og hljóðkerfi í samráði við sérráðinn tæknimann.
     xii. Leita eftir styrktaraðilum.
     xiii. Tryggja að veðrið verði gott!!!

2. Skipulag Hamingjudaga 2008
Rætt var um heildarskipulag Hamingjudaga. Nefndin sér ekki ástæðu til að breyta heildarsvip hátíðarinnar, sem þótti heppnast vel í fyrra.

Rætt var um að hugsanlega mætti hafa eitthvað "lifandi" myndlistaratriði sem gæti jafnvel komið í stað þeirra myndlistarsýninga sem hafa verið hingað til. Fram kom hugmynd um að mála vegg með þátttöku gesta.
Einnig hugmynd um risastóra gestabók úr spónarplötum þar sem fólk gæti látið skrásetjast.

Tímasetning Hamingjudaga 2008: í ljós hefur komið að Smábæjarleikar á Blönduósi verða 20.-22. júní. Hátíðin hefur hingað til verið kringum mánaðarmótin júní-júlí. Ákveðið að hafa Hamingjudaga 2008 helgina 27.-29. júní.

Menningarmálanefnd fagnar þeirri ákvörðun sveitarstjórnar að auka framlag til Hamingjudaga árið 2008 í 1.300.000.-

3. Söguskiltaverkefnið.
Arnar greindi frá umræðum á síðasta fundi sem fjallaði um söguskiltaverkefnið. Hugleiðingar um staðsetningar skiltanna voru settar á blað og einnig bætti Arnar við vangaveltum um breytingar. Málin verða áfram rædd í tölvupósti og þarf að setja niður staðsetningar og koma niður á blað lýsingu á skiltunum. Til þess þarf að fara vettvangsferð. Sveitarstjóri þyrfti einnig að kanna vilja lóðareigenda í málinu, þegar staðsetningar liggja fyrir. Færi þetta síðan til Umhverfisnefndar og BUS. Eftir það þarf síðan að bjóða verkefnið út í einhverju formi eða ráða framkvæmdaraðila.

4. Önnur mál.
Fram kom að umsóknir um styrki í Menningarsjóð Vestfjarða og Pokasjóð renna út um miðjan mars. Rætt um hvort ætti að sækja um í þessa sjóði. Einnig rætt lítillega um hugmyndir að viðburðum í tilefni af 100 ára ártíð Steins Steinars.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18:45.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)        
Jón Halldórsson (sign)
Stína Ásgrímsdóttir (sign)                     
Arnar S. Jónsson (sign) 
Jóhanna Ása Einarsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón