A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarmálanefnd - 10. maí 2010

Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd Strandabyggðar mánudaginn 10. maí 2010 í Þróunarsetrinu.  Mættir voru Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Jón H.Halldórsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir varamaður og Kristín S. Einarsdóttir.  Salbjörg ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins var svohljóðandi:

  • 1. Hamingjudagar 2010.
  • 2. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár:

 

  • 1. a. Rætt var fram og aftur um Hamingudaga 2010 og farið yfir niðurstöður hugarflugsfundar með íbúum þann 28. og 29. apríl s.l. Margar góðar hugmyndir komu þar fram t.d: Inntökupróf fyrir laglausakórinn og kombakk hjá Krummakvartettinum, Kvennakórinn flytur lög Hemúlsins, súpuveisla í hverfunum, hjón sem hafa átt hamingjusamt líf í árafjöld endurnýji heitin o.m.fl. Farið var yfir dagskrána frá því í fyrra og rætt um hvað mætti bæta.

 

b.   Tillaga kom einnig fram um að gera hvamminn, þar sem olíutankarnir stóðu, að sælureit með bekkjum og borðum og þá jafnvel að halda samkeppni um útlit sælureitsins og gestum Hamingjudaga gefinn kostur á að skila inn hugmyndum á þessu ári og síðan yrðu framkvæmdir kláraðar fyrir næstu Hamingjudaga. 

 

c.   Tillaga kom um að bæta við skátaleiktækin sem smíðuð voru í fyrra  og voru á túninu við Galdrasafnið og eins að setja gömlu rólurnar frá leikskólanum þar niður. 

 

  • 2. Fram kom að Bjarni Ómar hefur verið að leita tilboða í nýtt hljóðkerfi en ljóst er að gamla hljóðkerfið dugar tæplega fyrir svona stóran viðburð og er einnig farið að gefa sig. Eins varð mixerinn fyrir vatnstjóni nú í vor og erfitt að treysta á að hann gefi sig ekki við notkun. Menningarmálanefnd keypti gamla hljóðkerfið árið 2006 á rúmar 260 þúsund kr. enda var það ódýrara að kaupa kerfi en að leigja það þegar til lengri tíma var litið. Við hvetjum því sveitarstjórn til að skoða það vel að fjárfesta í nýju hljóðkerfi sem dugar fyrir alla þá listviðburði sem eiga sér stað í sveitarfélaginu.

Næsti fundur áætlaður eftir hvítasunnu.

 

Fleira ekki fyrirtekið fundi slitið kl. 19.15

 

Salbjörg Engilbertsdóttir(sign)                                    Guðrún Guðfinnsdóttir (sign)

Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)                                  Jón. H. Halldórsson (sign)

Jóhanna Ása Einarsdóttir (sign)                                  Kristín S. Einarsdóttir (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón