A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningamálanefnd - 11. júní 2009

Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd, fimmtudag 11 júní 2009, á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann klukkan 17:00.  Mætt voru: Arnar S. Jónsson formaður, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson og Guðrún Guðfinnsdóttir varamaður. Jóhanna Ása Einarsdóttir boðaði forföll. Kristín Sigurrós Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga mætti einnig á fundinn. Arnar S. Jónsson ritaði fundargerð.  Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár:

 

  1. Hamingjudagar 2009, staða mála og næstu verkefni
  2. Önnur mál

 

  1. Hamingjudagar 2009, staða mála og næstu verkefni.

 

Kristín dreifði skýrslu til nefndarmanna sem skýrði ítarlega frá núverandi stöðu í hinum ýmsu verkþáttum í undirbúningi Hamingjudaga. Farið var yfir hvert atriði fyrir sig og þau rædd í kjölinn.

 

Rætt var um listamenn og skemmtanir, íþróttamót sem fyrirhugað er að hafa inni í dagskrá hátíðarinnar, gæslumál og hljóðmál. Fram kom í skýrslu Kristínar að fegrun bæjarins gengur vel og skreytingamál eru í góðum farvegi. Rætt var um að skreytingavinna þyrfti að hefjast sem allra fyrst og helst að vera lokið á fimmtudegi fyrir Hamingjudaga, en þá kemur sjónvarpsteymi til að taka upp nokkrar keppnisgreinar í og við Hólmavík í tengslum við kraftakeppnina Vestfjarðavíkingurinn.

 

Rætt var um málefni tjaldvæðis og um markaðssetningu hátíðarinnar. Ákveðið var að dagskrárbæklingur, sem nota á sem helsta markaðssetningarvopn Hamingjudaganna, yrði settur í póst í síðasta lagi miðvikudaginn 24. júní.

 

Aðrir dagskrárliðir voru reifaðir, s.s. dansleikur, diskótek, kökuhlaðborð, sýningarhald, sölutjöld, styrkir og ýmislegt fleira varðandi hátíðina. Ákveðið var að veita verðlaun fyrir skreytingar í bænum; best skreytta húsið, best skreytta fyrirtækið, best skreytta hverfið og flottustu fígúruna.

 

Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með skýrslu Kristínar og áætlunina í heild sinni. Nefndarmenn voru sammála um að dagskrárdrögin litu vel út og aðeins veðurguðirnir gætu komið í veg fyrir frábæra skemmtun á Hamingjudögum 2009. Framkvæmdastjóri lýsti að sama skapi yfir ánægju sinni með samskipti við nefndarmenn sem hafa að miklu leyti farið í gegnum tölvupóst undanfarnar vikur.

2.  Önnur mál

Engin önnur mál voru á dagskrá.

 

Að lokum var ákveðið að stefna að því að halda næsta nefndarfund mánudaginn 22. júní kl. 17:00.     Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18:47.

 

Guðrún Guðfinnsdóttir (sign)             Jón Halldórsson (sign)

Arnar Snæberg Jónsson (sign)            Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)        

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón