A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og tómstundanefnd - 28. jan. 2009

28. janúar var haldinn fundur í Íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 20:00. Mætt voru Kristján Sigurðsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Jóhann Áskell Gunnarsson og Ingibjörg Sigurðardóttir sem einnig ritaði fundargerð. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum en fyrir lá eftirfarandi dagskrá: 


Fundarefni:      

1. Uppgjör ársins 2008.
2. Barna- og unglingalandsmót árið 2010.
3. Önnur mál.


Þá var gengið til dagskrár.


Hliðarkörfur í íþróttahús:
Ingibjörg Emils. er búin að  tala við Ómar Pálsson varðandi hliðarkörfur í íþróttasal. Ómar tekur að sér að sansa festingar fyrir körfurnar. Leggur nefndin til að körfurnar verði keyptar.
 
Íþróttamaður Strandabyggðar:
Jóhann Áskell hefur rætt við Hannes Leifsson vegna vals á íþróttamanni Strandabyggðar. Hannes sendi bréf til sveitarstjórnar og óskaði eftir manni frá Strandabyggð og reglu varðandi val. Nefndin leggur til að Jóhann Áskell fari fyrir hönd Íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig leggur nefndin til að Geislinn eða þjálfarar hans komi að valinu, sem og fulltrúar frá skiðafélaginu og golfklúbbnum. 


Unglingalandsmót:
Nefndin vill halda annan fund fljótlega og boða formann HSS til að fá fréttir af Unglingalandsmóti 2010.


Félagstarf: 
Rætt var um aðstöðu fyrir félagsstarf. T.d. mætti nota neðstu hæðina í Þróunarsetri og samnýta plássið fyrir grunnskólann og fjarnámsverið. Til eru húsgögn í Broddanesskóla, borð, stólar, sófar, hillur, leirtau og fleira.
 
Nefndin óskar Vasagönguförum góðrar ferðar og góðs gengis.


Fleira ekki fyrirtekið. Fundi slitið kl. 20:45.

Kristján Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jóhann Áskell Gunnarsson               

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón