A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íţrótta- og tómstundanefnd - 1. nóvember 2010

Fundur var haldinn í Íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar mánudaginn 1. nóvember 2010 kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Hildur Guðjónsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en aðrir fundarmenn voru Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Rósmundur Númason og Jón Trausti Guðlaugsson varamenn. Aðabjörg Guðbrandsdóttir ritaði fundargerð.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

1. Umræða um starf Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

2. Staðardagskrá 21, liður Útivist og lífstíll.

3. Önnur mál.

 

1. Umræða um starf Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Á síðasta fundi var nefndin sammála um að til að bæta tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf í Strandabyggð þyrfti að ráða fulltrúa sem heldur utan um slíkt starf fyrir allra aldurshópa. Nefndin skoraði á sveitarstjórn að ráða slíkan fulltrúa sem allra fyrst því að mati nefndarinnar yrði það lyftistöng fyrir allt tómstunda-, íþrótta og menningarstarf í bænum. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmynd um slíkan fulltrúa og beindi því til nefndarinnar að vinna hugmyndavinnu og tillögu um hugsanleg verkefni og verksvið slíks starfsmanns.

 

Síðan við funduðum síðast hefur Bjarni Ómar sagt starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ozon lausu frá og með áramótum. Það starf var um 50 yfirvinnutímar á mánuði eða um 30-40% starf. Með það í huga finnst okkur afar mikilvægt að hraða ráðningarferli fulltrúans því það er okkur öllum, án efa, hjartans mál að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon verði ekki skert heldur frekar elft til muna á sem fjölbreyttastan hátt.

 

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi slíks fulltrúa fyrir sveitarfélagið ekki síst á þeim tímamótum sem þjóðfélagið okkar stendur frammi fyrir á krepputímum. Áður var þörf nú er nauðsyn. Við verðum að sinna íbúum Strandabyggðar vel, hlúa að félagsmálum, íþrótta- og tómstundastarfi og tryggja þessum málaflokki örugga stöðu í samfélaginu. Til þess þurfum við starfsmann í fulla stöðu sem fer með málin fyrir okkar hönd, leiðbeinir og leiðir starfið, hlustar á hugmyndir allra aldurshópa og ekki síst ber ábyrgð á koma hugmyndavinnu ýmissa nefnda sveitarfélagsins í framkvæmd t.d. íþrótta- og tómstundanefndar og menningarmálanefndar.

 

Hugmyndavinna okkar skilaði eftirtöldum hugmyndum um starf fulltrúans:

 • Yfirumsjón með rekstri og framkvæmdum málaflokks 06 (sem er um 7-18% af rekstrargjöldum sveitafélaga).
 • Yfirumsjón innrastarfs íþróttamannvirkja sveitafélagsins s.s. það sem fer fram innan íþróttahúss, sundlaugar og íþróttavalla.
 • Yfirumsjón æskulýðsmannvirkja sveitafélagsins s.s. félagsmiðstöðva unga fólksins og eldri borgara og /eða félagsheimilisins.
 • Yfirumsjón með vinnuskóla, skólagarða og sumarstarfs ungs fólks í sveitafélaginu.
 • Skipulag og gerð samstarfs eða rekstrarsamninga við skóla, íþróttafélaga, deildir eða félög sem starfa á vettfangi frítímans, s.s. íþrótta- og leikjakólar/námskeið.
 • Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Ozon.
 • Framkvæmdastjórn hjá HSS og Geislanum.
 • Unnið náið með félagsþjónustu sveitarfélagsins, en eins og kunnugt er færast málefni fatlaðra heim í hérað nú um áramótin.
 • Skipulag og verkefnastjórnun í ýmsum málum sem til falla t.d. forvarnarmál, átaksverkefni, hátíðir og erlend samskipti svo sitthvað sé nefnt.
 • Ráðgefandi við félög og félagasamtök sem nú þegar eru starfrækt í sveitarfélaginu s.s. Kvennakórinn, Félag eldri borgara, Golfklúbbinn, Lions og þess háttar.
 • Einnig hefur verið nefnt að þessi fulltrúi gæti haldið utan um framkvæmd Hamingjudaga og einstakra menningarviðburða í sveitafélaginu ásamt því að vera tengiliður okkar út á við til að sækja um styrki og annað sem nýtist í starfi sveitafélagsins.

2. Umræðum um Staðardagskrá 21, Útivist og lífstíll frestað til næsta fundar.

Formaður sendir nefndarmönnum dagskrána í tölvupósti þannig að nefnarmenn geti undirbúið þá umræðu vel.


3. Ekki voru tekin fyrir fleiri mál.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.38.

 

Rósmundur Númason (sign)

Aðalbjörg Guðbrandsdóttir (sign)

Jón Trausti Guðlaugsson (sign)

Hildur Guðjónsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 02. nóvember 2010.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón