A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar 22.8.2022

Fundur var haldinn í Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd mánudaginn 22. ágúst 2022 í
Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 16:30. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigríður Jóndóttir formaður, Íris Björg Guðbjartsdóttir, Þórdís Karlsdóttir, Magnea Dröfn Hlynsdóttir
og Jóhanna Rósmundsdóttir. Starfsmaður er Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi
sem ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi
1. Samantekt á sumarstarfi.
2. Sýn og stefna.
3. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundafulltrúa.
4. Starfsáætlun nefndar.
5. Útivistarsvæði.
6. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Samantekt á sumarstarfi
a. Sundlaug, íþróttamiðstöð og tjaldsvæði
i. Stefnir í enn eitt metsumar í gestakomum og innkomu.
ii. Var alvarlega undirmannað og vantar einhvers konar yfirmann sem gæti
leyst af íþrótta- og tómstundafulltrúa í sumarfríi. Spurning um vaktsíma.
b. Vinnuskóli
i. Í sumar voru fáir unglingar í vinnuskóla og illa gekk að saxa á verkefnalista
sumarsins. Mannekla var í umsjón seinni hluta sumars.
ii. Setja þarf skýrari ramma bæði á verkefni og mætingu. Helst þyrfti að vera
fundur með ungmennum og foreldrum í upphafi sumars þar sem farið yrði
yfir skyldur og réttindi.
c. Sumarnámskeið
i. Gengu heilt yfir mjög vel. Virkilega fjölbreytt og flott dagskrá.
ii. Spurning um að taka nesti en ekki bjóða upp á hádegismat.
iii. Auka val, spurning um að fá að velja líka fyrir eða eftir hádegi.
iv. Endurskoða mönnun sem fylgir út í Sævang og akstur. Spurning hvort
foreldrar taki þennan akstur næsta vor.
v. Ætti kannski að einfalda námskeiðin fyrir næsta sumar.

2. Sýn og stefna
a. Endurskoða þarf starfslýsingu Íþrótta- og tómstundafulltrúa.
b. Mikilvægt væri að endurskoða opnunartíma Íþróttamiðstöðvar og auka hann því
fundarmenn telja mikinn áhuga vera fyrir aukinni opnun Íþróttamiðstöðvar bæði að
opna fyrr og loka seinna.
c. Efla ætti anddyri Íþróttamiðstöðvar sem samverustað.
d. Stækka þarf tjaldsvæðið og helst að setja upp þjónustuhús á innsta svæðinu. Fjölga
þarf rafmagnstenglum og salernum.

3. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundafulltrúa

a. Vetrarrekstur Íþróttamiðstöðvar eins og verið hefur undangengin ár. Endurskoða
þarf starfsmannaþörf og verklýsingar núverandi starfsmanna í Íþróttamiðstöð.
b. Ozon, Ungmennahús og eldri borgara starf í svipuðu formi og verið hefur.
i. Unnið er að frekari heilsueflingu eldri borgara.
ii. Nemendaskiptaheimsókn frá Ítalíu í byrjun september.
iii. Íþr.- og tómstundafulltrúi sótti um og fékk styrk frá Orkubúi Vestfjarða í
sjálfsstyrkingarverkefnið Sterkir Strákar. Finna þarf námskeiðstíma í
samvinnu við grunnskóla.
iv. Unnið er að sameiginlegri dagskrá tvisvar í mánuði annars vegar fyrir
unglinga og hins vegar fyrir eldri borgara. Enn er þetta á vinnslustigi en vonir
standa til að allt gangi upp og þetta samstarf verði kynnt fljótlega.

4. Starfsáætlun nefndar - afgreiðslu frestað.

5. Útivistarsvæði – afgreiðslu frestað.

6. Önnur mál
a. Fundarmenn eru sammála Íþrótta- og tómstundafulltrúa um að finna þurfi
varanlega vinnuaðstöðu henni til handa á svæðinu við Íþróttamiðstöð og
Félagsheimili.
b. Málefni Íþróttamiðstöðvar, sundlaugar og tjaldsvæðis
i. Efla þarf mönnun að sumri. Gestakomur hafa stóraukist undanfarin ár sem
og innkoma því er afar mikilvægt að vel sé að verki staðið í öllum þeim
rekstri því þar eru miklir vaxtar- og innkomumöguleikar. Þrifum og
sundlaugarvörslu má alls ekki vera ábótavant. Sami starfsmannafjöldi hefur
verið til viðmiðunar að sumri og áður var, þegar notkun var miklu minni og
gestakomur færri bæði í sundlaug og á tjaldsvæði. Spurning um að auglýsa
sem fyrst og jafnvel auglýsa sérstaklega aðeins fyrir þessa starfsstöð strax
eftir áramót fyrir komandi sumar.
c. Menningarviðburðir.
i. Hrekkjavík
ii. Bókavík
iii. Vetrarsól
iv. Hörmungardagar
v. Húmorsþing
vi. Hamingjudagar
Ekki er hægt að gera ráð fyrir sömu hátíðahöldum á herðum Íþrótta- og tómstundafulltrúa
og verið hefur hingað til þar sem einungis er gert ráð fyrir verkefnastjórn yfir tveimur
bæjarhátíðum á ári í ráðningarsamningi starfsmanns. Spurning hvort skipa ætti nefndir um
hátíðarhöldin, fækka þeim eða leysa þetta á annan hátt.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 19:23

Sigríður Jónsdóttir
Íris Björg Guðbjartsdóttir
Þórdís Karlsdóttir
Magnea Dröfn Hlynsdóttir
Jóhanna Rósmundsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón