A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur nr. 1328 í Strandabyggđ 8. febrúar 2022

 

Sveitarstjórnarfundur nr. 1328 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. febrúar 2022 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson oddviti, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ásta Þórisdóttir, Pétur Matthíasson og Jón Jónsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Framlenging styrktarsamninga við félagasamtökum í Strandabyggð.
2. Gjaldskrá Hólmavíkurhafnar.
3. Þjónustusamningur við Café Riis frá 1. janúar 2022.
4. Þjónustusamningur við Ásgarði ehf. um fræðslustjórn.
5. Drög að þjónustusamningi við Sýslið ehf. um rekstur Upplýsingamiðstöðvar.
6. Sameiningarmál Strandabyggðar.
7. Forstöðumannaskýrslur.
8. Erindi frá Unicef um verkefnið Barnvæn sveitarfélög.
9. Erindi frá Cycling Westfjords um styrk til gerðar upplýsingakorts.
10. Kynning frá Bjargi íbúðafélagi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
11. Erindi frá Sveitarstjórnarráðuneyti varðandi samstarf um aðgengisfulltrúa.
12. Fundargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna stofnunar húsnæðissjálfseignastofnunar frá 27. janúar 2022.
13. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 13. janúar 2022.
14. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 31. janúar 2022.
15. Fundargerð Fræðslunefndar frá 3. febrúar 2022.
16. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2022.
17. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 dags. 14. janúar 2022.
18. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða frá 1. febrúar 2022.
19. Fundargerðir Vestfjarðarstofu nr. 37, 38, 39, 40, 41, 42 og 43 ásamt starfsáætlun ársins 2022.


Oddviti bauð fundarmenn hjartanlega velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Ekki voru gerðar athugasemdir.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Framlenging styrktarsamninga við félagasamtök í Strandabyggð

Lögð fram drög að styrktarsamningum sveitarfélagsins við félagasamtök og menningarstofnanir í Strandabyggð á árinu 2022. Miðað er við 20% lækkun upphæða frá fyrra ári, í takt við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Búið er að skrifa undir samning við Félag eldri borgara og staðfestir sveitarstjórn hann samhljóða. Samningur við Leikfélag Hólmavíkur er frágenginn, einnig við Lions og Héraðssamband Strandamanna. Sérstakur styrkur til Lionsklúbbsins vegna umsjónar með viðhaldi girðingar fellur niður, en samningur er áfram um afnot á húsnæði í eigu Strandabyggðar. Samningar við Lions og Héraðssamband Strandamanna eru samþykktir samhljóða. Jón Jónsson víkur af fundi meðan samningur við leikfélagið er tekinn fyrir. Samningurinn er samþykktur samhljóða. Jón kemur aftur á fundinn.

Eftir er að ganga endanlega frá samningum við Golfklúbb Hólmavíkur, Ungmennafélagið Geislann og Skíðafélag Strandamanna. Einnig er eftir að ganga frá samningi við Björgunarsveitina Dagrenningu. Drög að þessum samningum eru samþykkt samhljóða og oddvita falið að ganga frá þeim og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

Jón Jónsson víkur af fundi. Lagðir fram styrktarsamningar við Sauðfjársetur á Ströndum og Strandagaldur með 20% lækkun á styrkupphæðum frá fyrra ári, í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Samningarnir eru samþykktir samhljóða. Jón Jónsson kemur aftur til fundar.


2. Gjaldskrá Hólmavíkurhafnar
Pétur Matthíasson víkur af fundi. Lögð fram til samþykktar tillaga um breytingu á gjaldskrá Hólmavíkurhafnar. Lögð er til breyting á aflagjaldi sem miðist við 1,79% í stað 2% áður, einnig er um að ræða hækkun á festargjöldum fyrir hvern starfsmann í dagvinnu og gjaldi olíufélaga vegna aðstöðu við olíuafgreiðslu. Samþykkt samhljóða og birta gjaldskrána í Stjórnartíðindum eins og gert er ráð fyrir í lögum. Samþykkt er að taka gjaldskrána til heildstæðrar endurskoðunar fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð. Pétur kemur aftur á fundinn.


3. Þjónustusamningur við Café Riis frá 1. janúar 2022.
Lagður er fram samningur við fyrirtækið Við Fimm ehf um skólamáltíðir frá Café Riis. Um er að ræða samning til loka skólaársins 2021-2022 vegna breytinga á eignarhaldi Café Riis. Upphæðir eru óbreyttar frá fyrri samningi. Samningurinn staðfestur samhljóða af sveitarstjórn.


4. Þjónustusamningur við Ásgarð ehf um fræðslustjórn
Lagður fram þjónustusamningur við Ásgarð ehf um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla Strandabyggðar, almenna skólaþjónustu og fræðslustjórn í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samninginn sem er innan ramma fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins samhljóða. Formanni fræðslunefndar falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.


5. Drög að þjónustusamningi við Sýslið ehf. um rekstur Upplýsingamiðstöðvar
Ásta Þórisdóttir víkur af fundi. Lagður fram þjónustusamningur við Sýslið ehf um upplýsingaþjónustu við ferðamenn á árinu 2022. Samningurinn er samþykktur samhljóða og oddvita falið að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins. Ásta kemur aftur á fundinn.


6. Sameiningarmál Strandabyggðar
Óformlegar sameiningarviðræður við Reykhólahrepp um sameiningu eru hafnar og sveitarstjórnirnar hittust á fundi á Reykhólum 20. janúar síðastliðinn. Góður samhljómur var með sveitarstjórnarfólki á fundinum og góð og hreinskiptin umræða varð um stöðu sveitarfélaganna. Samþykkt var að senda Dalabyggð boð um fund sveitarstjórnarfólks í þessum þremur sveitarfélögum. Sveitarstjórn samþykkir að sækja um framlag til Jöfnunarsjóðs til óformlegra sameiningarviðræðna.


7. Forstöðumannaskýrslur
Lagðar fram skýrslur frá forstöðumönnum sem starfa hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn þakkar fyrir veittar upplýsingar.


8. Erindi frá Unicef um verkefnið Barnvæn sveitarfélög
Lagt fram erindi frá Unicef um verkefnið Barnvæn sveitarfélög – Innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Strandabyggð er boðið að bætast í hópinn og þiggur það með þökkum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um þátttöku í verkefninu 2022.


9. Erindi frá Cycling Westfjords um styrk til gerðar upplýsingakorts
Lögð fram kynning á upplýsingakorti fyrir reiðhjólamenn á Vestfjörðum sem Cycling Westfjords hyggst gefa út. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og styrkja það um umbeðnar 12 þúsund krónur.


10. Kynning frá Bjargi íbúðafélagi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða
Lögð fram kynning frá Bjargi íbúðafélagi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna, en tekur ekki afstöðu að svo komnu máli.


11. Erindi frá Sveitarstjórnarráðuneyti varðandi samstarf um aðgengisfulltrúa
Lagt fram erindi frá Sveitarstjórnarráðuneyti varðandi samstarf um aðgengisfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir að skipa Hjördísi Ingu Hjörleifsdóttur aðgengisfulltrúa í Strandabyggð.


12. Fundargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna stofnunar húsnæðissjálfseignarstofnunar frá 27. janúar 2022
Lögð fram fundargerð frá umræðufundi um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni dags. 26. janúar 2022. Sveitarstjórn samþykkir að vera stofnandi að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun og leggja fram 100.000 kr. í stofnfé. Oddvita er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem haldinn verður 15. febrúar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.


13. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 13. janúar 2022.
Lögð fram fundargerð Velferðarnefndar frá 13. janúar. Varðandi lið 1b samþykkir sveitarstjórn sérstaklega að hækka aðra fjárhagsaðstoð um 10% í samræmi við tillögu nefndarinnar, en áður hefur verið samþykkt að hækka fjárhagsaðstoð um sömu prósentu. Sveitarstjórn samþykkir einnig sérstaklega lið 1a um að félagsleg heimaþjónusta verði áfram gjaldfrjáls í sveitarfélaginu.

Jafnréttisáætlun sveitarfélaganna Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strnadabyggðar 2022-2026 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir Jafnréttisáætlunina sérstaklega og samhljóða.


14. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 31. janúar 2022
Lögð fram fundargerð TÍM frá 31. janúar 2022. Fram hefur komið að Íþróttahátíð skólanna í Strandabyggð frestast til vors og því verður reynt að finna annan vettvang til afhenda verðlaun fyrir íþróttamanneskju ársins. Sveitarstjórn tekur einróma undir þakkir til Estherar Aspar Valdimarsdóttur fráfarandi tómstundarfulltrúa fyrir vel unnin störf. Jafnframt er Hrafnhildur Skúladóttir boðin velkomin í nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu. Tillaga nefndarinnar um að Hamingjudagar verði haldnir 24.-26. júní 2022 er samþykkt samhljóða. Fundagerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


15. Fundargerð Fræðslunefndar frá 3. febrúar 2022
Sveitarstjórn tekur undir hugmyndir nefndarinnar um að kynna dreifnámið við FNV betur fyrir íbúum Strandabyggðar og vill gjarnan taka þátt í því. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.


16. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2022
Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2002 lögð fram. Jón Jónsson víkur af fundi. Varðandi lið 1 um skúlptúraslóð samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða, með fyrirvara um leyfi annarra landeiganda. Jón Jónsson kemur aftur til fundarins. Liðir 2 og 3 samþykkir sérstaklega af sveitarstjórn. Guðfinna Lára Hávarðardóttir víkur af fundi. Liður 4 um breytingu á gluggum og klæðningu á íbúðarhúsi í Stóra-Fjarðarhorni samþykktur sérstaklega. Guðfinna kemur aftur á fundinn.


17. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 dags. 14. janúar 2022.
Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. janúar 2022 lögð fram til kynningar.


18. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða frá 1. febrúar 2022
Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða frá 1. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.


19. Fundargerðir Vestfjarðarstofu nr. 37, 38, 39, 40, 41, 42 og 43 ásamt starfsáætlun ársins 2022.
Fundargerðir Vestfjarðastofu og starfsáætlun fyrir 2022 lagðar fram til kynningar.


Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:24.


Jón Gísli Jónsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ásta Þórisdóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón