A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur nr. 1289 í Strandabyggđ 14.5.19


Fundur nr. 1289 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. maí 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson. Fundarritari Þorgeir Pálsson.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2019 seinni umræða
2. Beiðni Jóns Jónssonar um lausn frá störfum í Umhverfis- og skipulagsnefnd
3. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019
4. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda
5. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna endurfjármögnunar á eldra láni
6. Skíðafélag Strandamanna: Styrkbeiðni vegna kaupa á nýjum snjótroðara.
7. Styrktarsamningar:
a. Sauðfjársetur
b. Íþróttafélagið Geislinn
c. Héraðssamband Strandamanna
d. Leikfélag Hólmavíkur
e. Björgunarsveitin Dagrenning
f. Félag eldri borgara
g. Skíðafélag Strandamanna
h. Golfklúbbur Hólmavíkur
8. Forstöðumannaskýrslur
9. Fundargerðir nefnda:
a. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 06.05.19
b. Fræðslunefnd, 13.05.19
10. Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
11. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 412 – til kynningar
12. Fundargerðir Siglingaráðs, nr. 10,11,12,13 – til kynningar
13. Samband íslenskra sveitarfélaga: umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750, mál – til kynninga
14. Tillaga um nafnasamkeppni fyrir félagsheimili og íþróttamiðstöð.

Oddviti setti fundinn kl 16:00.


Þá var gengið til dagskrár.

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2019 seinni umræða
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi A og B hluta við seinni umræðu, var neikvæð um 6.043 þús. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 12.8 millj. kr.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 337,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 410,1 millj. kr.
Sveitarstjórn samþykkir ársreikninginn.


2. Beiðni Jóns Jónssonar um lausn frá störfum í Umhverfis- og skipulagsnefnd
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Jóns Jónssonar til eins árs. Sveitarstjóra er falið að tilkynna Jóni niðurstöðuna.


3. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019
Jón Gísli Jónsson víkur af fundi.
Viðauki 1: Vegna byggingar á þjónustuhúsi á tjaldsvæði Strandabyggðar sem ekki tókst að framkvæma á árinu 2018 og ekki náðist að gera viðauka til lækkunar á því ári. Upphafleg kostnaðaráætlun var kr. 4.309.440.- en síðar kom í ljós að nauðsynlegt reyndist að gera viðbætur og breytingar frá fyrra tilboði upp á kr. 1.537.340.- Heildarkostnaður verður því kr. 5.846.780.-
Sveitarstjórn samþykkir lið 1. í viðauka.
Jón Gísli Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju.

Viðauki 2. Lækkun á áætluðum kostnaði við nýsmíði réttar í Steingrímsfirði úr kr. 4.500.000 í 1.000.000. Framkvæmdir 2019 lúta að staðarvali og forathugun auk þess sem gera þarf ráð fyrir viðhalds kostnaði við núverandi rétt á þessu ári. Framkvæmdir við smíði réttarinnar færast því til ársins 2020.
Sveitarstjórn leggur til að Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefndi kynni sér aðstæður til réttarsmíði og staðsetningu í Staðardal, sem og framtíðar þörf og staðsetningu fyrir aðrar réttir í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir lið 2 í viðauka.
Fjármögnun töluliðs 1 næst fram með frestun liðar töluliðar 2, en við það sparast 3.500.000.- og úr eiginfé sveitarfélagsins, að upphæð kr. 2.346.780.- , gerist þess þörf.
Nánari greining á fjárhagsstöðu og framkvæmdaáætlun mun leiða það í ljós, en markmiðið er að mæta útlögðum kostnaði með sparnaði eða tilfærslu.


4. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 25.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við viðhald grunnskóla, leikskóla, hönnun og endurbætur á leikskólalóð, viðhald og viðgerðir í íþróttamiðstöð, gatnaframkvæmdir ofl. sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra Þorgeiri Pálssyni kt:100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

Jafnframt ræddi sveitarstjórn eftirfarandi:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 8.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna dælustöð vegna vatnsveitu, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra Þorgeiri Pálssyni kt:100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.


5. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna endurfjármögnunar á eldra láni
Sveitarstjóra er falið að undirbúa gögn vegna þessarar lántöku og meta þörf fyrir endurfjármögnun.


6. Skíðafélag Strandamanna: Styrkbeiðni vegna kaupa á nýjum snjótroðara.
Sveitarstjórn ákveður að fresta ákvörðun fram í ágúst 2019. Tómstunda- og íþróttafulltrúa falið að hafa samband við Skíðafélagið og skoða samstarfsmöguleika.


7. Styrktarsamningar:
a. Sauðfjársetur
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
b. Íþróttafélagið Geislinn
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
c. Héraðssamband Strandamanna
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
d. Leikfélag Hólmavíkur
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
Pétur Matthíasson víkur af fundi.
e. Björgunarsveitin Dagrenning
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
Pétur Matthíasson tekur sæti á fundinum að nýju.
f. Félag eldri borgara
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.

g. Skíðafélag Strandamanna
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
Ingibjörg Benediktsdóttir víkur af fundi
h. Golfklúbbur Hólmavíkur
Sveitarstjórn samþykkir styrktarsamninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum fyrir hönd sveitarfélagsins.
Ingibjörg Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju.


8. Forstöðumannaskýrslur
Sveitarstjóri ræddi skil á forstöðumannaskýrslum. Sveitarstjórn leggur til að forstöðumenn skili skýrslum á síðasta virka degi hvers mánaðar til sveitarstjóra sem sendir þær á sveitarstjórn. Skýrslurnar verða jafnframt teknar fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.


9. Fundargerðir nefnda:
a. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 06.05.19
Formaður rakti innihald og umræðu fundarins. Sveitarstjóri sagði frá auknu samstarfi við formann nefndarinnar um miðlun gagna til fundarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina

b. Fræðslunefnd, 13.05.19
Formaður rakti innihald og umræðu fundarins. Rætt var um skipulag tómstunda og skólaskjóls. Fram kom að viðbrögð við hugsanlegri sameiningu leik- og grunnskóla eru almennt mjög jákvæð. Sveitarstjórn samþykkir að stofna vinnuhóp til að undirbúa sameiningu leik- og grunnskóla. Vinnuhópurinn skal skipaður af leik- og grunnskólastjórum, einum fulltrúa úr fræðslunefnd og tveimur fulltrúum foreldra.
Fram kom að starfsdagar leik- og grunnskóla verði sameiginlegir.
Varðandi lið 8.a) um beiðni leikskólastjóra um að setja upp fellivegg, er þeirri beiðni vísað til fjárhagsáætlanagerðar.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina


10. Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar.

 

11. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 412 – til kynningar
Lögð fram til kynningar.


12. Fundargerðir Siglingaráðs, nr. 10,11,12,13 – til kynningar
Lagðar fram til kynningar.


13. Samband íslenskra sveitarfélaga: umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750, mál – til kynningar
Lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur undir gagnrýni á fyrirhugaða frystingu greiðslna frá jöfnunarsjóði. Sveitarstjóra falið að móta tilkynningu inn í samráðsgáttina.


14. Tillaga um nafnasamkeppni fyrir félagsheimili og íþróttamiðstöð.
Sveitarstjórn felur tómstunda- og íþróttafulltrúa að undirbúa samkeppnina.


Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:52.

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Pétur Matthíasson.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón