A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggđ, nr. 1348, 13.6.23

Sveitarstjórnarfundur 1348 í Strandabyggð 

Sveitarstjórnarfundur nr. 1348 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. júní 2023 kl. 16:00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ákvörðun um afboðun fundar i júlí vegna sumarleyfa – til afgreiðslu
 2. Forstöðumannaskýrslur – til kynningar
 3. Vinnuskýrsla sveitarstjóra og sérstök samantekt verkefna – til umræðu
 4. Fundargerð ADH nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu
 5. Fundargerð VEL nefndar frá 7.6.23 – Til afgreiðslu
 6. Fundargerð TÍM nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu
 7. Fundargerð FRÆ nefndar frá 12.6.23 – til afgreiðslu
 8. Staða mála varðandi viðgerðir á grunnskólanum – til umræðu
 9. Sameiginleg skipulagsnefnd, kynning á tillögu VSÓ Ráðgjafar – til afgreiðslu
 10. Skipan fulltrúa í hlutverk innleiðingarstjóra, innleiðingarteymis, talsmanna og tengiliða vegna innleiðingar laga um samþættingu farsældar barna, minnisblað sveitarstjóra – til afgreiðslu
 11. Skipan fulltrúa í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, minnisblað sveitarstjóra - til afgreiðslu
 12. Skipan aðal og varamanns í Öldungaráð - til afgreiðslu
 13. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 6.6.23, fundargerð – til kynningar
 14. Greinargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um meinta ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Strandabyggðar, nánar tiltekið við skipun í fastanefndir sveitarfélagsins – til kynningar
 15. Greinargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um ákvörðun oddvita um að neita kjörnum fulltrúum að leggja fram tillögu á sveitarstjórnarfundi og að flokka mál sem tekin eru fyrir á sveitarstjórnarfundi – til kynningar
 16. Skipan fulltrúa Strandabyggðar í Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, að beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga, til afgreiðslu
 17. Náttúrustofa Vestfjarða, ársfundur 2023, fundargerð – til kynningar
 18. Náttúrustofa Vestfjarðar, fundargerð 143, frá 19.5.23 – til kynningar
 19. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 928 frá 2.6.23 – til kynningar
 20. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga – til kynningar.

 

Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Matthías lagði fram athugasemd sem snéri að því að annars vegar kom fundargerð Fræðslunefndar og ein forstöðumannaskýrsla of seint.  Matthías lagði fram eftirfarandi bókun:

„A listinn telur að ekki eigi að halda nefndarfundi sveitarfélagsins daginn fyrir sveitarstjórnarfund. Með því er sveitarstjórnarmönnum gert erfitt að kynna sér gögn fyrir fund, enda segir í sveitarstjórnarlögum 138/2011 og samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar að fundargögn skulu hafa borist tveimur sólarhringum fyrir fund“.  Voru menn sammála þessari bókun hvað varðar nefndarfundi.  Á bak við síðbúna forstöðumannaskýrslu eru gildar ástæður.

 

 

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ákvörðun um afboðun fundar i júlí vegna sumarleyfa – til afgreiðslu

Í ljósi sumarleyfa, þarf að fella niður fund í júlí. Oddviti vísar í minnisblað þar um og ber ákvörðun um að fella niður fund sveitarstjórnar í júlí undir atkvæði.  Samþykkt samhljóða.

2. Forstöðumannaskýrslur – til kynningar

Lagðar fram til kynningar

3. Vinnuskýrsla sveitarstjóra og sérstök samantekt verkefna – til umræðu

Oddviti lagði áherslu á að margt af því sem minnihlutinn bæði hér um, væri þegar aðgengilegt í pistlum og vinnuskýrslum oddvita á heimasíðu Strandabyggðar, í minnisblöðum til sveitarstjórnar og víðar.  Hvatti hann minnihlutann til að svara beint þegar fyrirspurnir bærust, enda væru sveitarstjórnarmenn öllu jöfnu vel upplýstir um gang mála. 

Oddviti rakti svör sín við fyrirspurn minnihluta.  Góð umræða spannst um einstök mál, t.d. sameiningar sveitarfélaga, boranir eftir heitu vatni á Gálmaströnd, málefni Sorpsamlagsins ofl.

4. Fundargerð ADH nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu

Varðandi lið 5. a um að senda erindi á matvælaráðherra og mótmæla breytingum og ófaglegum vinnubrögðum varðandi fyrirkomulag grásleppuveiða, tekur sveitarstjórn undir tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að semja ályktun og senda á ráðherra.  Mikilvægt sé að breyta ekki fjölda daga eftir að menn hafa dregið upp sín net.

Samþykkt samhljóða.

Varðandi kvótasetningu á grásleppu, telur sveitarstjórn rétt að kanna afstöðu hlutaðeigandi áður en skýr afstaða sé tekin. Matthías segir að þetta sé líka öryggismál, þannig að sjómenn geti valið sér daga í stað þess að finnast þeir neyddir til veiða í ótryggu veðri.  Jón telur þetta ekki heppilega ráðstöfun enda sé þarna boðið upp á sölu kvóta út úr sveitarfélaginu.  Hlíf og Sigríður vilja skoða málið frekar.  Oddviti telur rétt að málið sé skoðað betur.

Sveitarstjórn telur rétt að skoða málið frekar og frestar því afgreiðslu þessa liða.  Samþykkt samhljóða.

Varðandi lið 5.b, tekur sveitarstjórn undir með nefndinni og felur sveitarstjóra að taka málið upp við Vegagerðina.  Samþykkt samhljóða.

Varðandi lið 5.c. um úrbætur í öryggismálum í Kaldalóni, tekur sveitarstjórn undir með nefndinni og felur sveitarstjóra að koma ábendingum til skila hjá hlutaðeigandi aðilum.  Stórbæta þarf samband á stöðum sem eru með ekkert eða lélegt símasamband, hvort sem er á fjallvegum eða láglendi.  Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð VEL nefndar frá 7.6.23 – Til afgreiðslu

Oddviti gefur formanni orðið. Hefðbundinn mál á dagskrá.  Rætt var um appið Care-On, en skoðun frestað til hausts. Rætt var um stöðu Strandabyggðar gagnvart þjónustu í barnaverndarmálum og málefnum fatlaðra.  Einnig var rætt um starfsmannamál Félagsþjónustannar.

Hvað varðar bréf frá Lögreglunni um samstarf við Félagsþjónustuna, þarf sveitarstjórn að staðfesta samstarfið. 

Oddviti bar staðfestinguna undir atkvæði: Samþykkt og staðfest samhljóða.  Sveitarstjóra falið að upplýsa hlutaðeigandi.

6. Fundargerð TÍM nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu

Oddviti gefur formanni orðið.  Formaður undirstrikaði númer fundargerðar.  Rætt um breytingar á reglum varðandi afhendingu menningarverðlauna.  Eldri reglur frá 2011.  Reglur verða skoðaðar nánar á næsta fundi sveitarstjórnar.  Haldinn var aukafundur vegna tilnefninga menningarverðlauna.  Verða þau veitt á 17. Júní.  Rætt um vetrarstarfið og reynt að ná utan um þá fjölbreyttu starfsemi sem verið hefur í gangi.  Rætt um námskeið yfir sumarið.  Mikil ánægja með aukinn opnunartíma íþróttamiðstöðvar.  Formaður telur rétt að halda þessari opnun út árið og meta stöðuna þá.

Matthías þakkar skýringar varðandi reglur og menningarverðlaun og vekur einnig athygli á að erindi Hafdísar Gunnarsdóttur, sem fjallar um frisbí-golf og staðsetningu fyrir það.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7. Fundargerð FRÆ nefndar frá 12.6.23 – til afgreiðslu

Oddviti gefur formanni orðið. Formaður sagði frá umræðu um skóladagatal grunnskóla og leikskóla.  Sérstök áhersla er lögð á aukið samstarf við grunnskólann á Drangsnesi, sem hefur gefist mjög vel.  Varðandi foreldraviðtöl í leikskóla, kom fram að skólastjóri kemur nú inn í þau viðtöl á næsta skólaári. Mat á starfsáætlun 2022-2023 var rætt og úrbætur á henni. Í starfsáætlun 2023-2024 kemur fram aukið samstarf við grunnskólann á Drangsnesi.  Rætt var um fagháskólanám.  Tveimur starfsmönnum á leikskóla var boðin þessi menntaleið, en var afþakkað. Varðandi tónskóla var rætt um að auglýsa þarf aftur eftir tónlistarkennara.  Formaður fór yfir bókun Guðfinnu Láru Hávarðardóttur varðandi skólaakstur.  Ljóst er að aukið samstarf við Drangsnes, skarast á við viðmið um lengd skólaaksturs, að mati Guðfinnu Láru. Formaður telur rétt að þetta verði að skoðað nánar. 

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

8. Staða mála varðandi viðgerðir á grunnskólanum – til umræðu

Oddviti rakti stöðuna samkvæmt minnisblaði þar um.  Margir verkþættir eru komnir í farveg og er það vel.  Fram kom ánægja með verkefnastjórn VERKÍS.  Einnig var lögð áhersla á að fá sýnatöku frá EFLU. Fram kom ábending um að kostnaðaráætlun hafi verið send út.  En að öðru leyti er ánægja með þróun mála.

9. Sameiginleg skipulagsnefnd, kynning á tillögu VSÓ Ráðgjafar – til afgreiðslu

Oddviti rakti tilurð þessa máls.  Því næst lagði oddviti til að US nefnd tæki málið fyrir á sínum næsta fundi, sem sennilega verður ekki fyrr en í ágúst.  Þá ætti líka að liggja fyrir hvort breytingar hafi orðið á afstöðu einstakra sveitarfélaga til samstarfsins.  Matthías rakti forsöguna enn frekar og þá sérstaklega vinnuumhverfi skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

10. Skipan fulltrúa í hlutverk innleiðingarstjóra, innleiðingarteymis, talsmanna og tengiliða vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, minnisblað sveitarstjóra – til afgreiðslu

Oddviti lagði fram minnisblað með tillögum sem sveitarstjóri og skólastjóri hafa sameinast um.  Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykkti þessar tillögur.  Samþykkt samhljóða.

11. Skipan fulltrúa í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, minnisblað sveitarstjóra - til afgreiðslu

Oddviti sagði frá bókun af sveitarstjórnarfundi í Kaldrananeshreppi, þar sem fram kemur tillaga um fulltrúa.  Bókunin er eftirfarandi: „  Á 13. fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps sem haldinn var 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:

9.           Tilnefning í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna óskar eftir tilnefningu í stjórn. Óskað er eftir því að Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Strandabyggð sammælast um tilnefningu, bæði aðal- og varamann.

Sveitarstjórn tilnefna Hildi Aradóttur og Þorgeir Pálsson til vara fyrir hönd Stranda.

Þjónustufulltrúa falið að upplýsa Árneshrepp og Strandabyggð um tilnefninguna.

Borið upp og samþykkt.“

Árneshreppur hefur staðfest þessa tilnefningu.  Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu Kaldrananeshrepps um Hildi Aradóttur sem aðalmann og jafnframt að Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir verði fulltrúi Strandabyggðar, sem varamaður.  Samþykkt samhljóða.  Sveitarstjóra falið að tilkynna Byggðasafninu og hlutaðeigandi.

12. Skipan aðal og varamanns í Öldungaráð - til afgreiðslu

Oddviti kallaði eftir tilnefningum.  A listinn leggur til að Ragnheiður Ingimundardóttir verði aðalmaður.  Strandabandalagið lagði til að Marta Sigvaldadóttir verði varamaður.  Samþykkt samhljóða.  Sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi.

13. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 6.6.23, fundargerð – til kynningar

Lögð fram til kynningar.  Matthías baðst velvirðingar á að hafa ekki mætt á fundinn.

14. Greinargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um meinta ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Strandabyggðar, nánar tiltekið við skipun í fastanefndir sveitarfélagsins – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

15. Greinargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um ákvörðun oddvita um að neita kjörnum fulltrúum að leggja fram tillögu á sveitarstjórnarfundi og að flokka mál sem tekin eru fyrir á sveitarstjórnarfundi – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

17. Skipan fulltrúa Strandabyggðar í Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, að beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga, til afgreiðslu

Oddviti leggur til að Matthías Sævar Lýðsson og Jón Sigmundsson verði fulltrúar Strandabyggðar í svæðisskipulagsnefndinni.  Samþykkt samhljóða.

18. Náttúrustofa Vestfjarða, ársfundur 2023, fundargerð – til kynningar

Lagður fram til kynningar.

19. Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 143, frá 19.5.23 – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

20. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 928 frá 2.6.23 – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

 1. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga – til kynningar.

Lagður fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18.23.

Þorgeir Pálsson (sign)

Jón Sigmundsson (sign)

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (sign)

Matthías Sævar Lýðsson (sign)

Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón