A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1354 í Strandabyggđ - Aukafundur


Fundur nr. 1354 í sveitarstjórn Strandabyggðar, sem er aukafundur var haldinn miðvikudaginn 20. desember kl. 12.00 á skrifstofu sveitarfélagsins Hafnarbraut 25, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson, Hlíf Hrólfsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson varamaður í stað Jóns Sigmundssonar. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk


Oddviti, setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og kannaði lögmæti fundarins. Engin athugasemd var gerð við fundarboðun.

Þá var gengið til dagskrár

1. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Umræða:
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23 prósentustig, úr 14.52% og verði 14,75%.


Á móti þessari útsvarshækkun, lækkar tekjuskattsálagning um samsvarandi prósent og mun ákvörðunin því ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur hækki. Þetta er hér með ítrekað.


Matthías tekur til máls og segir þetta vera orðrétt úr pósti Arnars Þórs en það sé munur á prósentu hækkun og prósentustigum.


Oddviti óskaði eftir samþykki sveitarstjórnar með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 12.12

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón