A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1342 14.febrúar 2023 í Strandabyggđ

Sveitarstjórnarfundur nr. 1342 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2023 kl. 16:00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Velferðarþjónusta Vestfirðinga, Tillaga um að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Fyrri umræða – til afgreiðslu
2. Beiðni um lausn frá nefndarstörfum, Íris Björg Guðbjartsdóttir – til afgreiðslu
3. Bréf til sveitarstjórnar, Ingimundur Pálsson – til afgreiðslu
4. Bréf til sveitarstjórnar, Ragnheiður Ingimundardóttir – til afgreiðslu
5. Bréf frá Björk Ingvarsdóttur f.h foreldra v. málefna Grunnskólans á Hólmavík – til afgreiðslu
6. Skipan í Almannavarnarefnd Strandasýslu – til afgreiðslu
7. Ísafjarðarbær, ósk um umsögn vegna áforma um stækkun Mjólkárvirkjunar og afhendingu grænnar orku, frá 30.01.2023 – til afgreiðslu
8. Samband íslenskra sveitarfélaga, ágangur búfjár, minnisblað frá 03.02.2023 – til afgreiðslu
9. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi – til afgreiðslu
10. Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 07.02.2023 vegna kvörtunar Hafdísar Sturlaugsdóttur vegna misræmis í fundargerðum – til kynningar
11. Erindi frá Innviðaráðuneyti vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Strandabyggðar frá 10.01.2023, varðandi bréf fyrrverandi sveitarstjórnar 30.08.22 og bréf frá fulltrúum A- lista almennra borgara frá 30.08.22 ásamt greinargerð Strandabyggðar og Þorgeirs Pálssonar, til Innviðaráðuneytis frá 31.01.2023 vegna erinda um meintra ólögmætra stjórnsýslu Strandabyggðar– til kynningar
12. Bréf Innviðaráðuneytis frá 10.01.2023 varðandi kvörtunar Þorgeirs Pálssonar vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við ráðstöfun á fasteign í eigu sveitarfélagsins, frá 20.08.2021 – til kynningar
13. Stjórnsýslukæra til kærunefndar umhverfis- og auðlindamála og Innviðaráðuneytis frá Hlöðuteig sf, janúar 2023 – til kynningar
14. Forstöðumannaskýrslur vegna janúar – til kynningar
15. Verkefni sveitarstjóra í janúar – til umræðu
16. Fundargerð TÍM nefndar frá 23.01.2023 – til kynningar
17. Fundargerð Ungmennaráðs frá 03.01.2023 – til kynningar
18. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 142 frá 02.02.2023, ásamt ársreikningi og greiðsluyfirliti – til kynningar
19. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerðir 47 frá 26.09.2022, 48 frá 28.10.2022 og 49 frá 5.12.2022 – til kynningar
20. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 917 frá 20.01.2023 og 918 frá 27.01.2023 – til kynningar
21. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 449 frá 20.01.2023 ásamt ársreikningi sambandsins – til kynningar
22. Boðun á XXXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31.03.2023 – til kynningar.


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið og eftirtaldar athugasemdir voru gerðar við boðun fundarins.


A-listi er með athugasemd


“A-listi mótmælir rangfærslu í fundarboði og fylgiskjali með lið 11, þar sem segir að um sé að ræða greinargerð Strandabyggðar þegar í raun er um að ræða greinargerð Þorgeirs Pálssonar eða T-listans. Við krefjumst þess að þessi rangfærsla í fundarboði verði leiðrétt nú þegar“.

Oddviti áréttar að um sé að ræða tvær greinargerðir, annars vegar frá Strandabyggð og hins vegar frá Þorgeiri Pálssyni.

Einnig eru gerðar athugasemdir varðandi dagsetningar vegna liðar nr.16 en þar er rétt dagsetning 23.1.2023 og vegna liðar nr. 17 þá er rétt dagsetning 3.1.2023. Athugasemdir samþykktar og liðum breytt.

Þá var gengið til dagskrár:


1. Velferðarþjónusta Vestfirðinga, Tillaga um að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni
sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði
samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Fyrri umræða – til afgreiðslu.

Oddviti leggur til að málinu verði vísað til vinnufundar sveitarstjórnar, sem er áformaður á næstu dögum. Hlíf Hrólfsdóttir tekur til máls og spyr hvort allir möguleikar hafi verið skoðaðir og hvetur til þess að það sé gert. Samþykkt með fjórum atkvæðum en Matthías Lýðsson situr hjá.


2. Beiðni um lausn frá nefndarstörfum, Íris Björg Guðbjartsdóttir – til afgreiðslu
Oddviti leggur til að sveitarstjórn sendi þakkir sínar til Írisar Bjargar og veiti henni varanlega lausn frá störfum, út allt kjörtímabilið.
Varamaður hennar, Magnús Steingrímsson, tekur sæti í nefndinni. Strandabandalagið er hvatt til að skipa varamann í hans stað, hið fyrsta. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar, Ingimundur Pálsson – til afgreiðslu
Oddviti þakkar bréfritara fyrir hönd sveitarstjórnar fyrir bréfið og leggur til að málinu verði vísað til US nefndar, með það fyrir augum að sveitarfélagið kosti og setji upp einfaldan varnavegg við húsið, í sama lit eða finni aðra lausn í samráði við húseigendur.
Samþykkt samhljóða

4. Bréf til sveitarstjórnar, Ragnheiður Ingimundardóttir – til afgreiðslu
Oddviti þakkar bréfritara fyrir hönd sveitarstjórnar og leggur til að efni þess, sem eru ábendingar varðandi umsjón með félagsheimili, verði teknar inn í umræðu sem nú á sér stað um skilgreiningu eignasjóðs og endurskoðunar starfslýsinga starfsmanna. Samþykkt samhljóða

5. Bréf frá Björk Ingvarsdóttur f.h foreldra v. málefna Grunnskólans á Hólmavík – til afgreiðslu
Oddviti þakkar bréfritara fyrir hönd sveitarstjórnar. Þarna koma fram margar góðar spurningar, sem þó var svarað eins og hægt var á upplýsingafundi fyrir foreldra þann 2.2. sl. Oddviti leggur til að sveitarstjóra verið falið að svara bréfi foreldra eins ítarlega og fyrirliggjandi upplýsingar gefa tilefni til. Matthías Sævar Lýðsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd A-lista:

„Sveitarstjórnarmenn A-lista leggja til að þegar í stað sé unnið að því að koma skólastarfi á einn stað með því að útvega færanlegar kennslustofur sem settar verði upp þar sem hægt er að tryggja eðlilega og örugga útivist allra nemenda í grunnskólanum. Núverandi staða er óásættanleg með tilliti til Grunnskólalaga, réttinda barna og ungmenna og aðstöðu starfsmanna skólans.“

Oddviti bendir á að umræða um færanlegar skólastofur hefur þegar farið fram innan sveitarstjórnar og verður skoðað nánar þegar upplýsingar um kostnað og umfang viðgerða liggur fyrir.


Samþykkt samhljóða.


6. Skipan í Almannavarnarefnd Strandasýslu – til afgreiðslu
Oddviti leggur til að Þorgeir Pálsson verði fulltrúi Strandabyggðar í nefndinni og A-listi leggur til að Valgeir Örn Kristjánsson verði varamaður. Samþykkt samhljóða.

7. Ísafjarðarbær, ósk um umsögn vegna áforma um stækkun Mjólkárvirkjunar og afhendingu
grænnar orku, frá 30.01.2023 – til afgreiðslu
Oddviti leggur til eftirfarandi umsögn:
„Sveitarstjórn Strandabyggðar telur mikilvægt að huga að aukinni raforkuframleiðslu í hvívetna, til að draga úr líkum á raforkuskorti í framtíðinni. Rétt er að hafa í huga, að orkuskipti eiga sér nú stað víða, t.d. innan sjávarútvegs og bílaflota landsmanna og ljóst að framtíðarorkuþörf mun einungis aukast. Ekki þarf að minna á þá stöðu sem Vestfirðir og Vestfirðingar hafa búið við lengi, varðandi ótrygga raforku.
Sveitarstjórn Strandabyggðar styður því aðalskipulagsbreytinguna og áform Orkubús Vestfjarða um aukna raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar“.
Samþykkt samhljóða

8. Samband íslenskra sveitarfélaga, ágangur búfjár, minnisblað frá 03.02.2023 – til afgreiðslu
Sveitarstjórn vísar málinu til vinnufundar til frekari umfjöllunar. Samþykkt samhljóða.

9. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi – til afgreiðslu
Oddviti leggur til eftirfarandi bókun:

„Fiskeldi á Vestfjörðum hefur staðið undir miklum vexti, íbúafjölgun og verðmætasköpun á liðnum árum. Ljóst er að veruleg tækifæri eru til staðar á að auka enn þá verðmætasköpun með tilheyrandi íbúafjölgun og eflingu samfélags.
Á sama tíma virðist sem stoðkerfi hins opinbera hafi ekki skynjað eða mætt þessari þróun og líður fyrir óskýra uppbyggingu, skort á samvinnu og samskiptum milli stofnana. Hefur þessi ágalli á innviðum hins opinbera skaðað eðlilega uppbyggingu fiskeldis.
Skýrsla ríkisendurskoðunar staðfestir ágalla á þeirri stjórnsýslu sem snýr að greininni. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar skýrslunni og málefnalegri umræðu um hana og skorar á stjórnvöld og hlutaðeigandi ráðuneyti að tryggja markvissa endurskoðun á stjórnsýslu greinarinnar, efla fagþekkingu, samvinnu og skýra starfsvið þeirra stofnana sem sinna greininni og veita auknu fjármagni til þessara innviða.
Einnig vill sveitarstjórn Strandabyggðar árétta, að tryggja þarf að tekjur sem verða til í greininni komi tilbaka til nærumhverfis greinarinnar, þar sem verðmætin verða til“.

Oddviti leggur til að sveitarstjóra verði falið að koma bókun sveitarstjórnar á framfæri til hlutaðeigandi aðila.
Samþykkt samhljóða.

10. Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 07.02.2023 vegna kvörtunar Hafdísar Sturlaugsdóttur vegna
misræmis í fundargerðum – til kynningar
Lagt fram til kynningar. Íbúar hvattir til að kynna sér efni máls á heimasíðu Strandabyggðar.

11. Erindi frá Innviðaráðuneyti vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Strandabyggðar frá
10.01.2023, varðandi bréf fyrrverandi sveitarstjórnar 30.08.22 og bréf frá fulltrúum A- lista
almennra borgara frá 30.08.22 ásamt greinargerð Strandabyggðar og Þorgeirs Pálssonar,
til Innviðaráðuneytis frá 31.01.2023 vegna erinda um meinta ólögmætra stjórnsýslu
Strandabyggðar– til kynningar
Lagt fram til kynningar. Íbúar hvattir til að kynna sér efni máls á heimasíðu Strandabyggðar.


12. Bréf Innviðaráðuneytis frá 10.01.2023 varðandi kvörtunar Þorgeirs Pálssonar vegna
stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við ráðstöfun á fasteign í eigu sveitarfélagsins, frá
20.08.2021 – til kynningar
Lagt fram til kynningar. Íbúar hvattir til að kynna sér efni máls á heimasíðu Strandabyggðar.


13. Stjórnsýslukæra til kærunefndar umhverfis- og auðlindamála og Innviðaráðuneytis frá
Hlöðuteig sf, janúar 2023 – til kynningar
Lagt fram til kynningar. Íbúar hvattir til að kynna sér efni máls á heimasíðu Strandabyggðar.


14. Forstöðumannaskýrslur vegna janúar – til kynningar
Lagt fram til kynningar. Íbúar hvattir til að kynna sér þær á heimasíðu Strandabyggðar.


15. Verkefni sveitarstjóra í janúar – til umræðu
Umræða var um skýrsluna og nokkrar ábendingar komu fram.


16. Fundargerð TÍM nefndar frá 23.01.2023 – til kynningar
Lagt fram til kynningar.


17. Fundargerð Ungmennaráðs frá 03.01.2023 – til kynningar
Oddviti tilkynnir að framundan sé fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði, að ósk ráðsins. Verður reynt að tengja fundinn við vinnufund sveitarstjórnar.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.


18. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 142 frá 02.02.2023, ásamt ársreikningi og
greiðsluyfirliti – til kynningar
Lagt fram til kynningar.


19. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerðir 47 frá 26.09.2022, 48 frá
28.10.2022 og 49 frá 5.12.2022 – til kynningar
Lagðar fram til kynningar.


20. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 917 frá 20.01.2023 og 918 frá 27.01.2023 –
til kynningar
Lagðar fram til kynningar.


21. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 449 frá 20.01.2023 ásamt ársreikningi sambandsins –
til kynningar
Lagt fram til kynningar.


22. Boðun á XXXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31.03.2023 – til kynningar
Oddviti tilkynnir að hann mun sitja landsþingið sem framkvæmdastjóri sveitarfélags. Landsþings fulltrúi Strandabyggðar er Hlíf Hrólfsdóttir.
Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar.


Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17.19


Þorgeir Pálsson (sign)
Jón Sigmundsson (sign)
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (sign)
Matthías Sævar Lýðsson (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón