A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1336 í Strandabyggđ 13. september 2022

Sveitarstjórnarfundur nr. 1336 var haldinn þriðjudaginn 13. september 2022 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík og hófst fundurinn kl. 16.00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá var svohljóðandi:

1. 6 mánaða uppgjör Strandabyggðar
2. Forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026, bréf frá Sigurði Á. Snævarr
3. Viðauki IV
4. Stjórnsýsluskoðun Strandabyggðar
5. Reglur um fjárhagsaðstoð barnaverndarnefndar
6. Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar
7. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
8. Sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög
9. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
10. Reglur um refa- og minkaveiði
11. Erindi frá Þórdísi Karlsdóttur um leyfi frá nefndarstörfum
12. Fulltrúi og varamaður í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða
13. Forstöðumannaskýrslur
14. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
15. Erindi frá Tesla varðandi hleðslustöð á Hólmavík
16. Hugmyndasamkeppni um nýtingu gamla vatnstanksins
17. Göngustígur út á Grundir
18. Umferðarsamþykkt Strandabyggðar
19. Flutningur Dreifnámsdeildar
20. Þarfagreining vegna hugsanlegrar hitaveitu
21. Heimsókn á Nauteyri og að hugsanlegu stæði Austurgilsvirkjunar
22. Umhverfisátak í Strandabyggð
23. Endurskipulagning gámasvæðis á Tanganum
24. Frágangur á rampi við sundlaug
25. Skipan starfshóps um nýtingu vindorku og ósk umsagnar Strandabyggðar
26. Styrkbeiðni frá Aflinu
27. Erindi frá Sjóíþróttafélaginu Rán v. uppbyggingar félagsaðstöðu
28. Fundargerð Tómstunda, íþrótta- og menningarnefndar nefndar 22. ágúst 2022
29. Fundargerð Fræðslunefndar 12. september 2022
30. Ársskýrsla Strandagaldurs ehf. til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022
31. Ársskýrsla Umf. Geislans til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022
32. Ársreikningur Sorpsamlags 2021 ásamt fundargerð aðalfundar frá 29. ágúst 2022 og stjórnarfundi 7. september 2022, til kynningar
33. Ársreikningur Hornsteina ásamt fundargerð aðalfundar stjórnarfundum 17. ágúst 2022, til kynningar
34. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 139. fundar 1. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar
35. Fundargerð BS vest frá 1. september 2022, til kynningar
36. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 912 frá 26. ágúst 2022, til kynningar


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið og engin athugasemd barst við fundarboðið.


Þá var gengið til dagskrár:


1. 6 mánaða uppgjör Strandabyggðar. Lagt var fram 6 mánaða uppgjör Strandabyggðar sem er um leið sent til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Um er að ræða niðurstöðu í bókhaldi fyrstu 6 mánuði ársins ásamt innri færslum, verðbótum og afskriftum.

2. Forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026, bréf frá Sigurði Á. Snævarr. Bréf frá Sigurði Á. Snævarr sviðsstjóra hags- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga þar sem hann fer yfir forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026 og markmið laga um opinber fjármál.

3. Viðauki IV. Lagður fram Viðauki IV:


Rekstur:
Jöfnunarsjóður breyting á úthlutun gerð í apríl 2022. Breyting varð á úthlutun og endurrútreikningi framlaga Jöfnunarsjóðs í apríl 2022. Útgjaldajöfnunarframlag var 111.972.400 en verður 135.600.000. Framlag v.nýbúafræðslu var kr. 0 en verður kr. 452.400. Framlag v. farsældar barna var 0 en verður 920.000
Samtals tekjuaukning v. framlaga Jöfnunarsjóðs eru kr. 25.000.000


Útgjöld vegna starfsmannahalds á skrifstofu Strandabyggðar frá september til desember hækkar um kr. 1.500.000
Niðurstaða viðauka IV vegna rekstrar eru hækkun tekna um kr. 23.500.000

Framkvæmdaáætlun:
Í Framkvæmdaáætlun síðustu sveitarstjórnar fyrir 2022, var gert ráð fyrir kr. 25.000.000 í nýjan inngang í eldri hluta grunnskólans, svokallaðan kennarainngang. Inngangurinn var teiknaður hjá Eflu nú í vor og verkið var boðið út, en engin tilboð bárust. Ljóst er að rífa þarf gamla innganginn við skólann og breyta aðgengi að kjallara. Framkvæmt hefur verið fyrir 1.8 milljónir v. teikningavinnu og útboðsgagna. Lagt er til að endurskoða framkvæmdina í heild sinni og ráðstöfun fjármagnsins.

Lagt er til að lækka framkvæmdafé vegna byggingar inngangs úr kr. 25.000.000 í 10.600.000


Íþróttamiðstöð Upphafleg framkvæmdaáætlun hljóðaði upp á kr. 10.100.000 og í viðauka II bættust við kr.5.000.000 og heildarframkvæmdafé því kr. 15.100.000. Lagt var upp með að viðgerð á, a. sturtuklefum og búningsherbergjum myndu kosta 4.1 milljón að viðbættum 5.0 milljónum í viðauka II. B. Sandsía, laugardúkur, dælur í kyndistöð og viðgerð á þakglugga (sem lekur) kostaði 2.0 milljónir. C. Lagnaviðgerðir í kjallara kr. 2.5 milljónir og d. hurðir í búningsklefum 1.5 milljónir. Framkvæmt hefur verið nú fyrir tæpar 13.5 milljónir og því 1.5 milljón eftir af framkvæmdafé en dugar ekki til að halda búnaði í lagi. Tillaga er gerð hér um að leggja aukafjármagn í tækjakaup í Íþróttamiðstöð um 12 milljónir til að kaupa nauðsynlegan tækjabúnað í stað ónýtra tækja og búnaðs sem truflar gæði þjónustunnar verulega.

Lagt er til að hækka framkvæmdafé vegna viðhalds og kaupa á tækjabúnaði úr kr. 15.100.000 í 27.100.000


Útbúa þarf skrifstofuaðstöðu fyrir íþrótta- og tómstundafulltrúa í félagsheimili. Áætlaður kostnaður við að stúka af skrifstofu í rými Ozon er kr. 450.000 og kaup á tækjum og innanstokksmunum um 150 þúsund.

Lagt er til að hækka framkvæmdafé við Félagsheimili um kr. 600.000


Ekki er um hækkun að ræða á framkvæmdaáætlun heldur er um tilfærslu að ræða.


Matthías Lýðsson vill að komist verði fyrir mygluskemmdir í grunnskóla og að aðgengi fatlaðra verði tryggt. Oddviti leggur til að viðaukinn sé samþykktur, fulltrúar A-lista sitja hjá en fulltrúar T-lista samþykkja viðaukann.


4. Stjórnsýsluskoðun Strandabyggðar. Tillaga frá A-lista um birtingu stjórnsýsluskoðunar sveitarfélagsins og hvort þær séu bundnar trúnaði og að skýrslur KPMG um stjórnsýslulega endurskoðun, fyrri ára og hér eftir, verði gerðar aðgengilegar á heimsíða Strandabyggðar. Lagt fram svar frá KPMG er varðar trúnað á stjórnsýsluskoðun. Ekki er um trúnaðarskjöl að ræða og er sveitarstjóra falið að birta gögnin á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

5. Reglur um fjárhagsaðstoð barnaverndarnefndar. Hlíf Hrólfsdóttir kynnir reglur um fjárhagsaðstoð. Reglurnar samþykktar samhljóða.

6. Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar. Hlíf Hrólfsdóttir kynnir nýtt skipulag umdæmisráðs barnaverndar. Sveitarstjórn samþykkir samning um nýtt umdæmisráð ásamt viðauka II sem fjallar um þóknun ráðsins. Sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi aðilum. Samþykkt samhljóða.

7. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups. Tillaga A-lista: A-listinn leggur til að laun sveitarstjóra og sveitarstjórnar-manna verði endurreiknuð frá 1. Júlí 2019 og til 1. júlí 2022. Þann 1.7.2022 var birt frétt hjá Fjársýslu ríkisins um að ekki hefði verið notuð rétt vísitala þegar hækkun launa var reiknuð út sbr. lög nr. 79/2019. Laun sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna er reiknuð út frá þingfararkaupi sem er hluti af því sem fjársýslan reiknar út. Því förum við fram á að reiknað verði út hvað Strandabyggð hefur ofgreitt sveitarstjóra og sveitarstjórn mikið og það verði lagt fyrir á sveitarstjórnarfundi og tekin ákvörðun um afgreiðslu málsins. Samþykkt samhljóða.

8. Sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög. Tillaga frá A-lista: A-listinn leggur til að óskað verði eftir viðræðum um sameiningu við nærliggjandi sveitarfélög sem nú þegar eru í samstarfi og mynda sameiginlegt atvinnu-, þjónustu-og félagssvæði. Samþykkt að vísa umræðunni til vinnufundar sveitarstjórnar.

9. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð. Gildandi siðareglur voru samþykktar 14. janúar 2014. Lagt er til að endurskoða reglurnar og sveitarstjóra falið að vinna að breytingu á reglum og leggja fram á næsta sveitarstjórnarfundi. Samþykkt samhljóða.

10. Reglur um refa- og minkaveiði. Gildandi reglur voru samþykktar 15.maí 2012 að viðbættum síðari breytingum 18. maí 2020 og 9. mars 2021. Lagt er til að reglurnar verði endurskoðaðar og er sveitarstjóra falið að vinna drög að nýrri reglugerð og leggja fram til umræðu í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd. Samþykkt samhljóða.

11. Erindi frá Þórdísi Karlsdóttur um leyfi frá nefndarstörfum. Erindi lagt fram frá Þórdísi Karlsdóttur er varðar leyfi frá nefndarstörfum vegna náms. Erindið samþykkt samhljóða.

12. Fulltrúi og varamaður í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða. Lögð er fram tillaga að fulltrúi verði Þröstur Áskelsson og varamaður Ragnheiður Ingimundardóttir. Samþykkt samhljóða

13. Forstöðumannaskýrslur. Sveitarstjórn ræddi og kom með gagnlegar ábendingar um framsetningu forstöðumannaskýrslna. Lagðar fram til kynningar.

14. Vinnuskýrsla sveitarstjóra. Lögð fram til kynningar.

15. Erindi frá Tesla varðandi hleðslustöð á Hólmavík. Sveitarstjórn fagnar erindinu og vísar því og tillögugerð til byggingarfulltrúa til kynningar á næsta fundi US nefndar.

16. Hugmyndasamkeppni um nýtingu gamla vatnstanksins. Lagt er til að haldin verði hugmyndasamkeppni með ákveðnum ramma um lok framkvæmdar. Sveitarstjóra falið að gera drög að lýsingu fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

17. Göngustígur út á Grundir. A-listinn óskar eftir því að sveitarstjóri fari fram á það við svæðisstjóra Vegagerðinnar að Vegagerðin hanni göngustíg út á Grundir, sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Einnig að fara fram á lækkun á hámarkshraða á Djúpvegi nr. 61 við vegamót á Hólmavíkurvegi, vegna umferðaröryggis. Sveitarstjóra falið að ræða efni tillögunnar og öryggismál við gatnamót við umdæmisstjóra Vegagerðarinnar.

18. Umferðarsamþykkt Strandabyggðar. Sveitarstjóra falið að ræða málið við umdæmisstjóra og fleiri hlutaðeigandi aðila. Samþykkt samhljóða.

19. Flutningur Dreifnámsdeildar. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra varðandi færslu dreifnáms úr núverandi leiguhúsnæði á efri hæð Sparisjóðsins og í Þróunarsetrið. Sveitarstjóra er falið að ræða við hlutaðeigendur og útfæra tillöguna fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

20. Þarfagreining vegna hugsanlegrar hitaveitu. Sveitarstjóra er falið að leggja fram drög að þarfagreiningu á næsta fundi sveitarstjórnar.

21. Heimsókn á Nauteyri og að hugsanlegu stæði Austurgilsvirkjunar. Sveitarstjóra falið að skipuleggja ferð á svæðið sem fyrst eftir réttir.

22. Umhverfisátak í Strandabyggð. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir með stuðningi Heilbrigðiseftirlits. Samþykkt samhljóða.

23. Endurskipulagning gámasvæðis á Tanganum. Lagt er til að halda fund með hlutaðeigendum og vinna áfram í tengslum við aðalskipulagsgerð. Samþykkt samhljóða.

24. Frágangur á rampi við sundlaug. Samþykkt að fela áhaldahúsi að kanna kostnað og framkvæma kaup á girðingu sem lokar aðgengi skv. öryggisstöðlum. Samþykkt samhljóða.

25. Skipan starfshóps um nýtingu vindorku og ósk umsagnar Strandabyggðar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til aðalskipulagsgerðar og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

26. Styrkbeiðni frá Aflinu. Sveitarstjórn þakkar beiðnina en sér sér ekki fært að verða við henni nú. Hlíf Hrólfsdóttir situr hjá en aðrir eru samþykkir afgreiðsluna.

27. Erindi frá Sjóíþróttafélaginu Rán v. uppbyggingar félagsaðstöðu. Samþykkt að vísa erindinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

28. Fundargerð Tómstunda, íþrótta- og menningarnefndar 22. ágúst 2022. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

29. Fundargerð Fræðslunefndar 12. september 2022. Varðandi lið 6 um skólamötuneyti felur sveitarstjórn sveitarstjóra að undirbúa auglýsingu/útboð í samræmi við innkaupareglur sveitarfélagsins. Varðandi lið 10 þá tekur sveitarstjórn undir tillögur nefndarinnar og samþykkir að undirbúningsvinna að endurbótum á leikskólalóð verði hafin í samráði við starfsmenn. Jafnframt er sveitarstjóra falið að undirbúa viðauka varðandi gerð vegriðs á Borgabraut ofan leikskólalóðar. Varðandi lið 12 samþykkir sveitarstjórn að fela formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra að greina akstursþörf og undirbúa auglýsingu í samræmi við innkaupareglur. Varðandi lið 13 samþykkir sveitarstjórn launað námsleyfi skv. reglum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leiti.

30. Ársskýrsla Strandagaldurs ehf. til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022. Ársskýrsla og samningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu styrktarsamnings. Sveitarstjórn fagnar framlögðum gögnum og hrósar sérstaklega upplýsingum um gestafjöldann sem var 15.000 manns á covidári. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

31. Ársskýrsla Umf. Geislans til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022. Ársskýrsla og samningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu styrktarsamnings. Sveitarstjórn fagnar framlögðum gögnum og hrósar Umf. Geislanum sérstaklega fyrir fjölbreytta starfsemi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

32. Ársreikningur Sorpsamlags 2021 ásamt fundargerð aðalfundar frá 29. ágúst 2022 og stjórnarfundi 7. september 2022, til kynningar. Lagt fram til kynningar

33. Ársreikningur Hornsteina 2021 ásamt fundargerð aðalfundar stjórnarfundum 17. ágúst 2022, til kynningar. Lagt fram til kynningar.

34. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 139. fundar 1. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar. Lagt fram til kynningar.

35. Fundargerð BS vest frá 1. september 2022, til kynningar. Lagt fram til kynningar.

36. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 912 frá 26. ágúst 2022, til kynningar. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.37


Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón