A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1329 í Strandabyggđ, 8. mars 2022

Sveitarstjórnarfundur nr. 1329 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. mars 2022 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson oddviti, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ásta Þórisdóttir, Pétur Matthíasson og Jón Jónsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Strandamanna
2. Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga vegna stríðsástands í Úkraínu
3. Skipan fulltrúa í svæðisráð vegna gerðar Strandsvæðaskipulags Vestfjarða
4. Styrkbeiðni frá Jólalest Vestfjarða
5. Erindi frá Sambandi sveitarfélaga vegna samtaka um hringrásarhagkerfið
6. Áskorun frá sveitarfélaginu Vogum vegna Suðurnesjalínu
7. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 137, 17. febrúar 2022
8. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 907, 25. febrúar 2022
9. Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 442, 18. febrúar 2022 ásamt ársreikningi


Oddviti bauð fundarmenn hjartanlega velkomna. Oddviti óskaði eftir að tekið væri fyrir sem afbrigði á fundinum, mál nr. 10. Beiðni frá Ástþóri Ágústssyni í Múla um meðmæli sveitarstjórnar með fyrirhuguðum kaupum hans á jörðinni Múla af ríkinu, dags. 7. mars 2022. Samþykkt samhljóða. Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Ekki voru gerðar athugasemdir.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Strandamanna
Lögð fram tillaga frá oddvita um að óska eftir yfirdráttarheimild fyrir sveitarfélagið hjá Sparisjóði Strandamanna, allt að 20 milljónum. Ætlunin er að hafa heimildina til öryggis til að greiða fyrir og létta undir afborgunum af lánum og reikningum ef þörf krefur, en ekki er ætlunin að nýta hana á næstunni. Samþykkt samhljóða.


2. Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga vegna stríðsástands í Úkraínu
Lögð fram hvatning frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar um að taka undir og undirrita yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að skrifa undir yfirlýsinguna og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Sveitarstjórn vill einnig hvetja eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu sem ekki er í notkun sem slíkt á ársgrundvelli, að íhuga hvort það gæti nýst fyrir flóttafólk.


3. Skipan fulltrúa í svæðisráð vegna gerðar Strandsvæðaskipulags Vestfjarða
Lagt til að skipa Hafdísi Sturlaugsdóttir aðalmann í svæðisráð, en Pétur Matthíasson varamann. Samþykkt samhljóða. Skrifstofu sveitarfélagsins falið að senda upplýsingar til viðeigandi aðila.


4. Styrkbeiðni frá Jólalest Vestfjarða
Lögð fram styrkbeiðni undirrituð af Einari Mikael vegna efniskostnaðar við verkefnið Jólalest Vestfjarða. Óskað er eftir stuðning frá Strandabyggð að upphæð 180 þúsund. Oddviti leggur til að erindinu verði hafnað. Stuðningur við félagastarfsemi og menningarstofnanir í sveitarfélaginu hefur nýverið verið lækkaður og við þær aðstæður er ekki talið rétt að styrkja verkefnið. Samþykkt samhljóða.


5. Erindi frá Sambandi sveitarfélaga vegna samtaka um hringrásarhagkerfið
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfið. Verkefnið snýst um þær miklu breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem framundan eru og eiga að koma til framkvæmda 1. jan. 2023. Því er ætlað að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar breytingar og er skipt í þrjá verkefnishluta. Upphafsfundir allra verkhluta eru 16. mars næstkomandi. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir þátttöku í verkefninu.


6. Áskorun frá sveitarfélaginu Vogum vegna Suðurnesjalínu
Erindi frá sveitarfélaginu Vogum, dags. 2. mars 2022 þar sem sveitarfélög eru hvött til að veita umsögn um frumvarp til laga um lagningu Suðurnesjalínu. Í erindinu segir að frumvarpið gangi gegn þeirri reglu að skipulagsvaldið liggi hjá sveitarfélögum. Lagt fram til kynningar.


7. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 137, 17. febrúar 2022
Lagt fram til kynningar.


8. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 907, 25. febrúar 2022
Lagt fram til kynningar.


9. Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 442, 18. febrúar 2022 ásamt ársreikningi
Lagt fram til kynningar.


10. Beiðni frá Ástþóri Ágústssyni í Múla um meðmæli sveitarstjórnar með fyrirhuguðum kaupum hans á jörðinni Múla af ríkinu, dags. 7. mars 2022
Lögð fram beiðni dags. 7. mars 2022, frá Ástþóri Ágústssyni í Múla þar sem hann óskar eftir meðmælum sveitarstjórnar með fyrirhuguðum kaupum hans á jörðinni Múla af ríkinu. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að senda umbeðin meðmæli.


Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið 16:24.


Jón Gísli Jónsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ásta Þórisdóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón