A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1301 í Strandabyggđ, 10.03.20

Sveitarstjórnarfundur 1301 í Strandabyggð

Fundur nr.  1301 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. mars 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:06. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga vegna framkvæmda 2020
 2. Viðauki vegna kaupa sveitarfélagsins á hlutum í Hornsteinum og sölu á fasteign að Hafnarbraut 19
 3. Nefndarfundir
  1. US nefnd
 4. Forstöðumannaskýrslur
 5. Erindi til sveitarstjórnar, Grunnskólinn á Hólmavík frá 06.03.20
 6. Reglugerð um grásleppuveiðar árið 2020, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
 7. Samstarfssamningur við Strandagaldur - drög
 8. Samningur við Hvatastöðina - drög
 9. Skipan íbúa í verkefnastjórn Brothættra byggða – frá fundi 1300
 10. Umsókn um styrk – sveitaútvarp
 11. BS Vest, fundargerð frá 13.01.2020
 12. Hvalárvirkjum, matslýsing – frá fund 1300
 13. Fundargerð Vestfjarðastofu nr. 23. frá 04.02.20
 14. Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 127, frá 01.02.20
 15. Samband Íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 878 frá 31.01.20 og 879, frá 28.02.20
 16. Samband íslenskra sveitarfélaga; Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt
 17. Hafnarsamband Íslands, fundargerðir 419, frá 20.01.20 og 420 frá 26.02.20
 18. Siglingaráð Íslands, fundargerðir 20 frá 07.11.19 og 21. frá 05.12.19.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16:06 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti boðaði afbrigði vegna fundargerðar Velferðarnefndar frá 19.02.20  sem ekki fylgdi með fundargögnum og verður fundargerðin liður 19 í fundargerð.

 1. Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélag vegna framkvæmda 2020

Sveitarstjórn samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 1301, þann 10.03.20, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 30.000.000,  með lokagjalddaga þann 15.apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

 

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

 

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni kt. 100463-5989, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Sveitarstjórn samþykkir lántökuna.

 1. Viðauki vegna kaupa sveitarfélagsins á hlutum í Hornsteinum og sölu á fasteign að Hafnarbraut 19

Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson viku af fundi.  Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.  Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson taka sæti á fundinum að nýju.

 1. Nefndarfundir
  1. US nefnd

Formaður rakti efni fundarins.  Fram kom að formaður mun klára reglur varðandi bílastæði á Skeiði, í ljósi þeirra gagna sem liggja fyrir.  Hvað varðar lið 3 um málefni vinnuskóla, er sveitarstjórn hvött til að auglýsa viðeigandi störf fyrr en áður. Sveitarstjórn fagnaði áformum um að auglýsa fyrr. Umræða spannst um beiðni Strandagaldurs varðandi uppsetningu skilta og með hvaða hætti það yrði gert.  Var rætt um fyrirmyndir og auglýsingagildi svona skilta.  Endanlegri afgreiðslu er frestað til næsta fundar og byggingarfulltrúa falið að skoða fyrirmyndir og uppsetningu svona skilta.

Varðandi lið 7. varðandi Stóra Fjarðarhorn, vék Guðfinna Lára Hávarðardóttir af fundi.  Sveitarstjórn samþykkir beiðni eigenda um að afmarka lóð undir íbúðarhúsi og byggingarfulltrúa falinn frágangur málsins.  Guðfinna Lára Hávarðardóttir tók sæti á fundinum að nýju.

 

Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.

 1. Forstöðumannaskýrslur

Farið yfir einstaka atriði.  Rætt var um innri kostnað, námskeiðahald og menningardvöl.

 1. Erindi til sveitarstjórnar, Grunnskólinn á Hólmavík frá 06.03.20

Sveitarstjórn fagnar erindinu og hugmyndum nemenda, en vegna leigusamnings er ekki gerlegt að úthluta þessu landi að svo stöddu.  Sveitarstjórn vill leita lausna sem falli að hugmyndum nemenda.  Sveitarstjóra er falið að útfæra hugmyndina með nemendum.

 1. Reglugerð um grásleppuveiðar árið 2020, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Rætt var um áhrif þessarar reglugerðar, kosti hennar og galla.  Það telst t.d. jákvætt að fjöldi neta helst en neikvætt að einstökum svæðum er lokað.  Þá er breyting á svæðaskiptingu talin geta aukið ásókn í gjöful svæði.  Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að álykta, en telur engu að síður mikilvægt að fylgjast ávallt með hagsmunum sjómanna í Strandabyggð.  Lagt fram til kynningar.

 1. Samstarfssamningur við Strandagaldur – drög

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa vinnufund með framkvæmdastjóra Strandagaldurs, þar sem einstök efnisatriði samningsins verða rædd og upplýst um framkvæmd upplýsingamiðlunar.

 1. Samningur við Hvatastöðina – drög

Sveitarstjórn óskar eftir yfirliti um starfsemina sbr. fyrri samning og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 1. Skipan íbúa í verkefnastjórn Brothættra byggða – frá fundi 1300

Lagt er til að Esther Ösp Valdimarsdóttir og Angantýr Ernir Guðmundsson verði fulltrúar íbúa í verkefnisstjórn.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna

 1. Umsókn um styrk – sveitaútvarp

Sveitarstjórn hafnar umsókninni og felur sveitarstjóra að tilkynna hlutaðeigandi.

 1. BS Vest, fundargerð frá 13.01.2020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 1. Hvalárvirkjum, matslýsing – frá fund 1300

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við matslýsinguna.

 1. Fundargerð Vestfjarðastofu nr. 23. frá 04.02.20

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 1. Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 127, frá 01.02.20

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 1. Samband Íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 878 frá 31.01.20 og 879, frá 28.02.20

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 1. Samband íslenskra sveitarfélaga; Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt

Lagt fram til kynningar.

 1. Hafnarsamband Íslands, fundargerðir 419, frá 20.01.20 og 420 frá 26.02.20

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 1. Siglingaráð Íslands, fundargerðir 20 frá 07.11.19 og 21. frá 05.12.19.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 1. Fundargerð velferðarnefndar, frá 19.02.20

Formaður fór yfir umræðu fundarins og þá sérstaklega hlutverk nefndarinnar, m.t.t. jafnréttisnefndar.  Kallað er eftir erindisbréfi sem skýrir hlutverkið nánar hvað þetta varðar.  Sveitarstjórn leggur til að félagsmálastjóri kanni formlega uppbyggingu og hlutverk jafnréttisnefndar út frá viðeigandi lögum og geri drög að erindisbréfi.

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.41.

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Pétur Matthíasson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón