A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1296 í Strandabyggđ, 12.11.19

 

Sveitarstjórnarfundur 1296 í Strandabyggð

Fundur nr.  1296 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson.  Gestir á hluta fundar voru Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri Strandabyggðar og Anna Björg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Strandagaldurs.  Fundarritari Þorgeir Pálsson.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Fjárhagsáætlun 2020 – fyrri umræða
 2. Úthlutun byggðakvóta og ályktun um viðbótarreglur
 3. Samþykkt útsvarsprósentu
 4. Forstöðumannaskýrslur, október
 5. Nefndarfundir
  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 7.11.19
  2. Fræðslunefnd, 7.11.19
 6. Skipan í nefndir sveitarfélagsins
 7. Beiðnir um námsleyfi
  1. Umsókn um námsleyfi – Lára Jónsdóttir
  2. Umsókn um námsleyfi – Ásdís Birna Árnadóttir
 8. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
 9. Yfirfærsla Hólmavíkurvegar frá Vegagerðinni til Strandabyggðar, 30.10.19
 10. Galdrasafnið, kynning á framkvæmdaáætlun 2020
 11. Bréf frá Sóknarnefnd Hólmavíkursóknar
 12. Beiðni vegna nýtingar á forkaupsrétti við sölu á bát
 13. Skipulags og matslýsing - Vindorkugarður
 14. Fjárbeiðni frá Stígamótum
 15. Beiðni um skógrækt í landi Breiðabliks, bréf frá 16.10.19
 16. Bréf frá Capacent, vegna sameiningar sveitarfélaga
 17. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 875 – til kynningar
 18. Siglingaráð, fundur  17, 20. júní 2019 – til kynningar
 19. Siglingaráð, fundur 18, 5. september 2019 – til kynningar
 20. Stjórn Hafnarsambands Íslands, fundur 415 – til kynningar
 21. Samstarfshópur hafnsögumanna og skipstjóra, lóðs- og dráttarbáta innan Hafnasambands Íslands – samstarfsrammi – til kynningar
 22. Samráðsnefnd Fiskistofu og Hafnarsambands Íslands – til kynningar
 23. Fundur heilbrigðisnefndar þann 31.október 2019- Fundargerð og fjárhagsáætlun – til kynningar.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.03 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti óskaði eftir að tekin yrðu fyrir tvö afbrigði:  1. „staðfestingar sveitarstjórnar á einfaldri ábyrgð vegna lántöku Hólmavíkurhafnar, sem verður liður 24 í fundargerð og 2. fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn Fiskmarkaðsins, sem verður liður 25 í fundargerð.  Sveitarstjórn samþykkti afbrigðin.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Fjárhagsáætlun 2020 – fyrri umræða

Skrifstofustjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlanagerðar og útskýrði viðeigandi gögn og áætlanalíkan fyrir 2020 og fyrir árin 2021-2023. Unnið verður áfram í áætlanagerðinni milli funda, og leitað eftir aðkomu forstöðumanna, gerist þess þörf.  Samþykkt var að vísa fjárhagsáætlunum til seinni umræðu.  Salbjörg Engilbertsdóttir víkur af fundi.

 

 1. Úthlutun byggðakvóta og ályktun um viðbótarreglur

Sveitarstjórn samþykkir að sækja um byggðakvóta og felur sveitarstjóra að ganga frá umsókn.  Einnig samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi ályktun um viðbótarreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020:

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar eftir að viðbótarreglur verði settar vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020.

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 4. grein reglugerðar 685/2018: - 25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa - 75% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2018/2019.

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 685/2018: - Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 685/2018 verði felld niður.

 

 1. Samþykkt útsvarsprósentu

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2020 verði 14,52%.

 

 1. Forstöðumannaskýrslur, október

Almennt er sveitarstjórn ánægð með skýrslurnar og innihald þeirra, en ítrekar mikilvægi þess að verkefni dagi ekki uppi, heldur sé þeim fylgt vel eftir.

 

 1. Nefndarfundir
  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 7.11.19

Sveitarstjórn tekur undir lið 1 í fundargerð um að umsækjanda sé heimilt að hefja framkvæmdir, að undangenginni skoðun Minjastofnunar.  Varðandi lóð á Skeiði er sveitarstjórn sammála því að útbúa lóð undir vinnuvélar, en leggur áherslu á að samdar séu skýrar reglur um geymslu vinnuvéla á stæðinu, tímalengd og kostnað vegna geymslu.  Sveitarstjóra er falið að vinna slíkar reglur.  Jón Jónsson víkur af fundi.  Varðandi lið 3 samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar.  Jón Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju.  Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn fundargerðina.

 

  1. Fræðslunefnd, 7.11.19

Formaður rakti efni fundarins.  Sveitarstjórn fagnar umræðu um fría danskennslu í sameinuðum skóla. Rætt var um mikilvægi menntunar starfsmanna á báðum skólastigum.  Sveitarstjórn ræddi einnig mikilvægi þess að endurgera erindisbréf nefndarinnar.

Varðandi lið 4 í fundargerð, er sveitarstjórn sammála því að Leikskólinn sæki einnig um ytra mat.  Leikskólastjóra er falið að ganga frá umsókn.  Varðandi lið 9 í fundargerð um námsvísa, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar.  Tekið er undir með nefndinni að mikilvægt sé að kynna verkefnið í samfélaginu.  Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn fundargerðina.

 

 1. Skipan í nefndir sveitarfélagsins

Lagt er til að Börkur Vilhjálmsson taki 5. sæti í fræðslunefnd og samþykkir sveitarstjórn þá tillögu. 

 

 1. Beiðnir um námsleyfi
  1. Umsókn um námsleyfi – Lára Jónsdóttir
  2. Umsókn um námsleyfi – Ásdís Birna Árnadóttir

 

Sveitarstjórn samþykkir báðar umsóknir.  Jafnframt hvetur sveitarstjórn til frekari menntunar starfsmanna.

 

 1. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga

Sveitarstjóra er falið að svara eftirlitsnefndinni.

 

 1. Yfirfærsla Hólmavíkurvegar frá Vegagerðinni til Strandabyggðar, 30.10.19

Sveitarstjórn leggur áherslu á að vegurinn verði afhentur með rofvörn, ljósastaurum, nýju malbiki, kantsteini og niðurföllum, líkt og ítrekað hefur verið komið á framfæri á undanförnum árum af hálfu sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra er falið að undirbúa fund samningsaðila.

 

 1. Galdrasafnið, kynning á framkvæmdaáætlun 2020

Jón Jónsson tekur til máls sem fulltrúi Galdrasafnsins ásamt Önnu Björgu Þórarinsdóttur.  Röktu þau drög að stefnumótun Galdrasafnsins, framkvæmdir og áherslur í starfseminni næstu árin. Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu og áhugaverða framtíðarsýn.  Jón Jónsson tók sæti á fundinum að nýju. 

 

 1. Bréf frá Sóknarnefnd Hólmavíkursóknar

Sveitarstjórn samþykkir kostnaðarþátttöku í samræmi við lög og innsent erindi, en vísar afgreiðslu til fjárhagsáætlunar 2020.

 

 1. Beiðni vegna nýtingar á forkaupsrétti við sölu á bát

Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt.

 

 1. Skipulags og matslýsing – Vindorkugarður

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við matslýsinguna.

 

 1. Fjárbeiðni frá Stígamótum

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Stígamót að upphæð kr. 50.000.-.  Sveitarstjóra falið að ganga frá styrknum.

 

 1. Beiðni um skógrækt í landi Breiðabliks, bréf frá 16.10.19

Sveitarstjórn tekur undir lið 1 í fundargerð US nefndar um að umsækjanda sé heimilt að hefja framkvæmdir, að undangenginni skoðun Minjastofnunar.

 

 1. Bréf frá Capacent, vegna sameiningar sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 875 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Siglingaráð, fundur  17, 20. júní 2019 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Siglingaráð, fundur 18, 5. september 2019 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Stjórn Hafnarsambands Íslands, fundur 415 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samstarfshópur hafnsögumanna og skipstjóra, lóðs- og dráttarbáta innan Hafnasambands Íslands – samstarfsrammi – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samráðsnefnd Fiskistofu og Hafnarsambands Íslands – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Fundur heilbrigðisnefndar þann 31.október 2019- Fundargerð og fjárhagsáætlun – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Staðfesting sveitarstjórnar á einfaldri ábyrgð vegna lántöku Hólmavíkurhafnar.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Hólmavíkurhafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 7.000.000,-,  til 15 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við hafnarmannvirki sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við  Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


   25. Fulltrúi Strandabyggðar í stjórn Fiskmarkaðarins. 

Jón Gísli Jónsson er skipaður fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Fiskmarkaðsins.  Varamaður er skipaður Guðfinna Lára Hávarðardóttir.

 

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 19.58.

 

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón