A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1287 í Strandabyggđ, 9.4.19

Sveitarstjórnarfundur 1287 í Strandabyggð

Fundur nr. 1287 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. apríl 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson. Fundarritari Þorgeir Pálsson.


Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Breytingar í sveitarstjórn, nefndarskipan, kosning varaoddvita
2. Aukafundur vegna ársreiknings
3. Erindi frá Útlendingastofnun; Forathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
4. Íbúðarhúsnæði – stofnframlög, kynning frá Hrafnshóli
5. Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun
6. Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
7. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Háafells ehf. um sjókvíeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi
8. Beiðni um umsögn vegna aukinnar framleiðslu Háafells ehf. að Nauteyri í innanverðu Ísafjarðardjúpi
9. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018 – lagður fram til kynningar
10. Fundargerð 411. fundar Hafnarsambands Íslands
11. Forstöðumannaskýrslur
12. Fundargerðir:
a. Velferðarnefnd - 11.nóvember 2018
b. Velferðarnefndar - 7. febrúar 2019
c. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 4. apríl 2019
d. Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd – 4. apríl 2019
e. Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar - 1. apríl 2019
f. Ungmennaráð - 3. Apríl 2019
g. Fræðslunefnd - 8.apríl 2019

Oddviti setti fundinn kl 16:00:
Þá var gengið til dagskrár.

1. Breytingar í sveitarstjórn, nefndarskipan, kosning varaoddvita
Breytingar í sveitarstjórn:
- Bréf frá Eiríki Valdimarssyni, sem óskar eftir leyfi í eitt ár af persónulegum ástæðum. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina
- Bréf frá Hafdísi Gunnarsdóttur (1. varamanni), sem óskar eftir leyfi í eitt ár af persónulegum ástæðum. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina
- Bréf frá Ástu Þórisdóttur (2. varamanni), sem óskar eftir leyfi í eitt ár af persónulegum ástæðum. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.

Pétur Matthíasson tekur sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn, til eins árs.

Kosning vara-oddvita:
Oddviti lagði til að Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir verði kosinn vara-oddviti. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna. Jón Gísli Jónsson situr hjá.

Breytingar á formennsku í nefndum:
Oddviti lagði til eftirfarandi tillögu:
• Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd: formaður Guðfinna Lára Hávarðardóttir
• Umhverfis- og skipulagsnefnd: formaður Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
• Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd: formaður Pétur Matthíasson.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna. Jón Gísli Jónsson situr hjá.

Breytingar á nefndarskipan: Oddviti lagði til eftirfarandi breytingu:
- Fræðslunefnd: Guðjón H. Sigurgeirsson, Kristín Sigmundsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson koma inn sem nýir varamenn.
- Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd: Júlíus Freyr Jónsson verði varamaður og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir verði aðalmaður.
- Umhverfis- og skipulagsnefnd: Jóhann Björn Arngrímsson verði aðalmaður, Ragnheiður Gunnarsdóttir verði aðalmaður og Röfn Friðriksdóttir verði varamaður.
- Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd: Hlíf Hrólfsdóttir verði aðalmaður.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna. Jón Gísli Jónsson situr hjá.

2. Aukafundur vegna ársreiknings
Þar sem ársreikningur er ekki tilbúinn, er boðað til auka sveitarstjórnarfundar 16. apríl n.k. kl 16.00 í Hnyðju.


3. Erindi frá Útlendingastofnun; Forathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Sveitarstjórn ræddi beiðnina, en sér sér ekki fært að verða við þessari ósk Útlendingastofnunar um að taka við 40-50 manna hópi. Sveitarstjórn samþykkir þessa niðurstöðu og felur sveitarstjóra að tilkynna forstjóra Útlendingastofnunar niðurstöðuna.


4. Íbúðarhúsnæði – stofnframlög, kynning frá Hrafnshóli
Lagt fram til kynningar.


5. Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun
Jafnréttisáætlun er til og var yfirfarin á síðasta kjörtímabili. Uppfæra þarf heimasíðu Strandabyggðar m.t.t. þessa. Sveitarstjóra falið að afhenda umbeðin gögn fyrir tilskilin tíma.


6. Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.


7. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Háafells ehf. um sjókvíeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi

Sveitarstjórn fagnar áformum um atvinnuuppbyggingu Háafells og gerir ekki athugasemdir við umrædd áform. Sveitarstjórn samþykkir þá niðurstöðu og felur sveitastjóra að tilkynna hlutaðeigandi um niðurstöðuna.


8. Beiðni um umsögn vegna aukinnar framleiðslu Háafells ehf. að Nauteyri í innanverðu Ísafjarðardjúpi
Sveitarstjórn fagnar áformum um atvinnuuppbyggingu Háafells í sveitarfélaginu og gerir ekki athugasemdir við umrædd áform. Sveitarstjórn samþykkir þá niðurstöðu og felur sveitastjóra að tilkynna hlutaðeigandi um niðurstöðuna.


9. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018 – lagður fram til kynningar
Lagður fram til kynningar.


10. Fundargerð 411. fundar Hafnarsambands Íslands

Lögð fram til kynningar.


11. Forstöðumannaskýrslur
Engar athugasemdir komu fram varðandi forstöðumannaskýrslurnar.


12. Fundargerðir:
a. Velferðarnefnd - 11.nóvember 2018
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina
b. Velferðarnefndar - 7. febrúar 2019
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina
c. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 4. apríl 2019
Formaður rakti fundinn og efni hans. Rætt um fjallskil og mikilvægi þess að auka samvinnu og samstarf milli sveitarfélaga. Mikilvægt að uppfæra reglur um refaveiðar í heild sinni. Sveitarstjóra og formanni falið að koma þessari vinnu af stað. Sveitarstjóra einnig falið að ræða við forsvarsmenn Sæeyrnaeldis, sbr lið 5.c.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
d. Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd – 4. apríl 2019
Formaður rakti fundinn sem snérist um kynningu á nýjum Tómstunda- og íþróttafulltrúa, sem og þeim viðburðum sem framundan eru. Rætt var um framkvæmd sumarstarfs og vinnuskóla.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
e. Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar - 1. apríl 2019
Sveitarstjóri rakti efni fundarins og þá umræðu sem átti sér stað, sérstakalega varðandi miðlun upplýsinga milli sveitarstjórnar og nefnda. Umræða spannst um aðgengi nefndarmanna að fundargögnum í aðdraganda funda.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

f. Ungmennaráð - 3. apríl 2019
Sveitarstjórn fagnar áhugaverðum hugmyndum varðandi umræðuefni á Ungmennaþingi.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

g. Fræðslunefnd - 8. apríl 2019
Formaður rakti efni fundarins og sérstaklega stöðu mannahalds í Leikskólanum Lækjarbrekku. Sveitarstjórn ræddi leiðir til úrbóta. Formaður ræddi mikilvægi læsisverkefnis.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18.29.

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Pétur Matthíasson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón