A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórna Strandabyggđar 1236 - 16. júní 2015

Fundur nr.  1236 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 16. júní 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Jóhann Lárus Jónsson (J), Haraldur V. A. Jónsson (F), Jóhann Björn Arngrímsson (E) og Ingibjörg Emilsdóttir (J).  Ingibjörg Emilsdóttir, varaoddviti ritaði fundargerð.  Jón Gísli leitar afbrigða við fundinn sem er samþykkt og bætist þá við liður 4. Tilnefning í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Vestfjarða.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Erindi frá BsVest, Staða mála BsVest frá 02/06/2015
  2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 08/06/2015
  3. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 15/06/2015
  4. Tilnefning í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Vestfjarða.

 


Þá var gengið til dagskrár.

  1. Erindi frá BsVest: Staða mála BsVest frá 02/06/2015


Ef fram fer sem horfir þurfa sveitarfélögin á Vestfjörðum að greiða 118 milljónir með málefnum fatlaðs fólks árið 2015, þar af þarf Strandabyggð að greiða tæpar 8 milljónir. Þessar upphæðir skapast af mismun á útreikningi ríkisins á fjárþörf málaflokksins á Vestfjörðum og áætlunum sveitarfélaganna á útgjaldaþörf.

Sveitarstjórn Strandabyggðar telur að málaflokkur fatlaðs fólks á Vestfjörðum sé betur kominn í höndum sveitarfélaganna. Við núverandi framlög frá Jöfnunarsjóði er ekki grundvöllur fyrir Strandabyggð frekar en önnur sveitarfélög á Vestfjörðum að reka málaflokkinn. Sveitarstjórn Strandabyggðar telur það óásættanlegt að ríkissjóður veiti ekki nægjanlegt fé í málaflokkinn og að sveitarfélög þurfi að skera niður aðra þjónustu til að mæta aukinni fjárþörf vegna þess.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerð Fræðslunefndar frá 08/06/2015


Fundargerð samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 15/06/2015

 

Varðandi lið 1 var lagt til að Jón Gísli Jónsson yrði tengiliður við verkefni Mílu ehf og O.V. um lagningu ljósleiðara og háspennustrengs frá Hrútafirði til Hólmavíkur.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Tilnefning í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Vestfjarða.

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi aðila í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Vestfjarða:

Þorsteinn Newton – Atvinnulíf

Ásta Þórisdóttir – Menning

Ingibjörg Benediktsdóttir – Nýsköpun/skapandi greinar

Hafdís Sturlaugsdóttir  – Rannsóknir

Kristjana Eysteinsdóttir – Menntun

Eiríkur Valdimarsson – Annað

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:11

 

Jóhann Lárus Jónsson

Haraldur V. A. Jónsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón