A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1285 - 12. febrúar 2019

Sveitarstjórnarfundur 1285 í Strandabyggð

Fundur nr.  1285 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson.  Fundarritari Þorgeir Pálsson.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Umsókn um yfirdráttarheimild í Sparisjóði Strandamanna, endurnýjun.
  2. Húsnæðismál-minnisblað sveitarstjóra.
  3. Hólmavík – Íbúabyggð og ferðamannastaður. Skýrsla Rannsóknarseturs HÍ á Ströndum í Þjóðfræði.
  4. Styrktarsamningur við Strandagaldur s.e.s.
  5. Styrktarumsóknir.
  6. Forstöðumannaskýrslur.
  7. Fundur Tómstundanefndar frá 10.janúar 2019.
  8. Fundur Ungmennaráðs frá 29.janúar 2019.
  9. Fundur Umhverfisnefndar frá 4.febrúar 2019.
  10. Fundur Fræðslunefndar frá 11.febrúar 2019.

 

Oddviti setti fundinn kl 16:00 og óskaði eftir að tekin yrðu fyrir tvö afbrigði:

Afbrigði 1. Samningur milli umhverfis og auðlindaráðuneytis og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofu

Afbrigði 2. Ósk um skipan í Framkvæmdarráð Umhverfisvottunar Vestfjarða.

 

Þá var gengið til dagskrár.

1. Umsókn um yfirdráttarheimild í Sparisjóði Strandamanna, endurnýjun.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um endurnýjaða yfirdráttarheimild og felur sveitarstjóra að ganga frá viðeigandi skjölum.

2. Minnisblað sveitarstjóra.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðu meðal sveitarstjóra á svæðinu um samstarf í húsnæðismálum og samvinnu við Íbúðalánasjóð.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við hlutaðeigandi, en undirstrikar jafnframt að ákvörðun verður ekki tekin fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.


3. Hólmavík – Íbúabyggð og ferðamannastaður. Skýrsla Rannsóknarseturs HÍ á Ströndum í Þjóðfræði.

Lögð fram til kynningar.  Sveitarstjórn þakkar höfundum fyrir góða skýrslu og mikilvægt framlag til uppbyggingar og eflingar samfélags í Strandabyggð.


4. Styrktarsamningur við Strandagaldur s.e.s.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að samningi um rekstur upplýsingamiðstöðvar í anda fyrri samninga.  Jafnframt vill sveitarstjórn óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög um samstarf um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar.

Sveitarstjóra og Oddvita falið að ræða það við fulltrúa nágrannasveitarfélaga.


5. Styrktarumsóknir.

 

Styrkumsókn Búnaðarsambands Vestfirðinga hafnað. 


Eiríkur Valdimarsson víkur af fundunum.

Styrkumsókn Hvatastöðvarinnar samþykkt að kr. 50.000.-

Styrkumsókn Þjóðleiks á Vestfjörðum samþykkt að kr. 100.000.-

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sjá um að auglýsa sjóðinn vel mánuði fyrir úthlutun, á heimasíðu sveitarfélagsins og facebook síðu sveitarfélagsins


Eiríkur Valdimarsson tekur sæti á fundinum að nýju.


6. Forstöðumannaskýrslur.

Sveitarstjóri rakti fyrirkomulag forstöðumannaskýrslna og sagði frá því að framvegis verða forstöðumannafundir ávallt daginn eftir sveitarstjórnarfund.


7. Fundur Tómstundanefndar frá 10.janúar 2019.

 

Formaður nefndarinnar sagði frá fundinum.  Sérstaklega var rætt um áherslur varðandi lýðheilsu.  Nefndin ræddi einstaka liði í fjárhagsáætlun sem heyra undir þennan málaflokk.  Sagt frá fundi með þeim sem koma að starfsemi Ozon.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


8. Fundur Ungmennaráðs frá 29.janúar 2019.

Rætt var um starfsemi ungmennahússins og mikilvægi þess að þar sé ábyrgðaraðili.  Rætt var um útivistarreglur fyrir ólíka aldurshópa. 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


9. Fundur Umhverfisnefndar frá 4.febrúar 2019.

 

Formaður rakti umræðu fundarins.  Rætt var um reglur um og eftirlit með silungsveiðum í sjó, sem eru gamlar.  Nefndin mun skoða reglurnar frekar.  Fram kom ábending um söfnun á úrgangi og moltugerð á vegum sveitarfélagins/sorpsamlagsins.  Rætt var um að fá fyrirlesara til að ræða um mikilvægi umhverfismála. 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


10. Fundur Fræðslunefndar frá 11.febrúar 2019.

Formaður sagði frá umræðu á fundinum og nefndi sérstaklega þá vinnu sem er í gangi við að hlúa að og byggja upp starfsemi leikskólans.  Margir koma að þeirri vinnu, m.a. starfsmenn grunnskólans, Tröppu og sveitarfélagsins.  Mikilvægt er að horfa með jákvæðum hug á framtíð leikskólans enda um gríðarlega mikilvæga starfsemi að ræða fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


11. Samningur milli umhverfis og auðlindaráðuneytis og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofu

 

Sveitarstjóri sagði frá stjórnarfundi Náttúrustofu sem jafnframt var stefnumótunarfundur. Sveitarstjóri hefur verið beðin að stýra þeirri vinnu. 

Sveitarstjórn samþykkir aðild að samstarfssamningi sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Vestfjarðar, enda um sama fyrirkomulag að ræða og áður.


12. Ósk um skipan í Framkvæmdarráð Umhverfisvottunar Vestfjarða.

Eftirfarandi erindi barst frá Vestfjarðastofu:

„Hér með er óskað eftir að skipað verði í Framkvæmdarráð Umhverfisvottunar Vestfjarða. Samkvæmt samþykktum fundar Framkvæmdarráðs síðan 12. mars.2018 skulu helst framkvæmdarstjórar sveitarfélagana sitja í Framkvæmdarráði Umhverfisvottunar.

Óskað er að skriflegt umboð berist frá hverju sveitarfélagi varðandi skipun í ráðið þar sem þess er krafist í úttektarskilmálum umhverfissamtakana EarthCheck er sjá um árlega úttekt á verkefninu.

Lína Björg Tryggvadóttir, Vestfjarðastofa“.

 

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Eirík Valdimarsson í framkvæmdaráðið og er sveitarstjóra falið að tilkynna Vestfjarðastofu það.

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17.50

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón