A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1284 - 8. janúar 2019

 

 Sveitarstjórnarfundur 1284 í Strandabyggð

Fundur nr. 1284 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. janúar 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:04. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson. Fundarritari Þorgeir Pálsson.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Byggðasamlag Strandabyggðar, Dalabyggðar og Reykhóla um rekstur slökkviliðsstjóra (drög að stofnsamningi og kostnaðarskiptingu)
2. Forstöðumannaskýrslur
3. Starfsmannamál
a. Staða íþrótta- og tómstundafulltrúa
b. Almenn starfsmannamál – TRÚNAÐARMÁL

Oddviti setti fundinn kl 16:04 og óskaði eftir að tekin yrðu fyrir tvö afbrigði:

Afbrigði 1. Umsókn um undanþágu frá reglugerð um úthlutun byggðakvóta
Afbrigði 2. Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

Þá var gengið til dagskrár.

1. Byggðasamlag Strandabyggðar, Dalabyggðar og Reykhóla um rekstur slökkviliðsstjóra (drög að stofnsamningi og kostnaðarskiptingu)
Sveitarstjóri gerði grein fyrir forvinnu af hálfu sveitarfélaganna. Rætt var um kostnaðarskiptingu og þær leiðir sem þar eru færar. Einnig spannst umræða um fyrirkomulag reksturs og rekstrarkostnaðar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra áframhaldandi undirbúning.


2. Forstöðumannaskýrslur
Sveitarstjóri rakti helstu verkefni forstöðumanna.


3. Starfsmannamál
a. Tómstunda- og íþróttafulltrúi
Oddviti rakti hugmyndir að starfslýsingu.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir 70% stöðugildi Tómstunda- og íþróttafulltrúa Strandabyggðar.

b. Almenn starfsmannamál – TRÚNAÐARMÁL


4. Umsókn um undanþágu frá reglugerð um úthlutun byggðakvóta
Ingibjörg Benediktsdóttir víkur af fundi og Eiríkur Valdimarsson tekur við fundarstjórn.

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar eftir að viðbótarreglur verði settar vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019.

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 4. grein reglugerðar 685/2018:

- 25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
- 75% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2017/2018

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 685/2018:

- Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 685/2018 verði felld niður.

Sveitarstjórn samþykkir fyrrgreindar viðbótarreglur og breytingar.
Ingibjörg Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju.


5. Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar
Lögð er fram gjaldskrá fyrir:

Íþróttamiðstöð og Tjaldsvæði á Hólmavík

Gjaldskrá 9. janúar 2019

Sundlaug 

Stakur tími, fullorðnir kr. 1.000
10 tíma kort kr. 6.000
30 tíma kort kr. 15.000
Árskort kr. 40.000

Börn 6-13 ára, örorku- og ellilífeyrisþegar
Stakur tími kr. 370
10 tíma kort kr. 2.000
30 tíma kort kr. 5.250


Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu 17 ára og yngri og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2019. Árskortanna má vitja í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.
Þá fá atvinnuleitendur í Strandabyggð frítt í sundlaug, þreksal og opna íþróttatíma í íþróttahúsinu gegn staðfestingu frá Vinnumálastofnun.


Þreksalur
Stakur tími kr. 1.100
10 tíma kort kr. 7.600
30 tíma kort kr. 20.650
Árskort kr. 40.000
Árskort í sundlaug og þreksal kr. 52.000


Íþróttasalur
Stakur tími kr. 1.100
10 tíma kort kr. 7.600
30 tíma kort kr. 20.650


Tjaldsvæði
Gestir 14 ára og eldri 1.550 kr.
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar 900 kr.
Tenging við rafmagn 1.335 kr.
Afnot af þvottavél 750 kr.
Afnot af þurrkara 750 kr.
Afnot af sturtum eru í íþróttamiðstöðinni og greiðist samkvæmt gjaldskrá sundlaugar. Tjaldsvæðagjöld eru greidd í Íþróttamiðstöð. Þvotta- og eldunaraðstaða er í félagsheimili.

Gjaldskrá gildir frá og með 9. janúar 2019.


Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar með fjórum atkvæðum. Jón Gísli Jónsson situr hjá.


Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18.13.

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón