A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1275 - 22. maí 2018

Fundur nr.  1275 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 22. maí 2018 á  Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J), Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F), og Ingibjörg Benediktsdóttir (E). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2017 lagður fram til síðari umræðu
 2. Nýr þjónustustamningur á milli eigenda Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og Húnaþings vestra um rekstur safnsins, erindi sent frá forstöðumanni safnsins, dagsett 30/04/2018
 3. Erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar vegna kaupa á salernishúsi, dagsett 30/4/2018. Afgreiðslu erindis frestað á fundi þann 15. maí.
 4. Fundagerð stjórnar FV frá 20/04/2018
 5. Fundagerð stjórnar FV frá 30/04/2018
 6. Fundagerð stjórnar FV frá 02/05/2018
 7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4/5/2018
 8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18/5/2018

 

Þá var gengið til dagskrár.

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2017 lagður fram til síðari umræðu

  Haraldur Örn Reynisson og Salbjörg Engilbertsdóttir mæta til fundar kl. 16:00

  Haraldur Örn Reynisson frá KPMG og  endurskoðandi sveitarfélagsins mætir til fundar og fer yfir ársreikning 2017 ásamt skýringum með honum og svaraði spurningum sveitarstjórnarmanna.

  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 995 þús. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 3,9 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 nam 345,1 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 418,9 millj. kr.

  Ársreikningur var samþykktur samhljóða.

  Haraldur og Salbjörg víkja af fundi kl. 17:50.

 2. Nýr þjónustustamningur á milli eigenda Byggðasafns Húnvetninga, Strandamanna og Húnaþings vestra um rekstur safnsins, erindi sent frá forstöðumanni safnsins, dagsett 30/04/2018.

  Sveitarstjórn samþykkir nýjan þjónustusamning milli eigenda Byggðasafns Húnvetninga, Strandamanna og Húnaþings vestra.

 3. Erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar vegna kaupa á salernishúsi, dagsett 30/4/2018. Afgreiðslu erindis frestað á fundi þann 15. maí.

  Sveitarstjórn ákveður að fresta kaupum á salernishúsi í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar. Ákveðið var að leita eftir fleiri tilboðum varðandi smíði eða kaup á salernishúsi sem yrði tilbúið til notkunar á tjaldsvæði vorið 2019.

 4. Fundagerð stjórnar FV frá 20/04/2018

  Lagt fram til kynningar.

 5. Fundagerð stjórnar FV frá 30/04/2018

  Lagt fram til kynningar.

 6. Fundagerð stjórnar FV frá 02/05/2018

  Lagt fram til kynningar.

 7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4/5/2018

  Lagt fram til kynningar.

 8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18/5/2018

  Lagt fram til samþykktar.
  Varðandi lið 3 þá er sveitarstjóra falið að gera samning við umsækjanda vegna stöðuleyfa fyrir smáhýsi á svæði 4 á tjaldsvæðinu á Hólmavík.
  Fundargerð samþykkt samhljóða.

Jón Gísli Jónsson, oddviti sveitarstjórnar þakkar sveitarstjórn, sveitarstjóra, nefndarmönnum, samstarfsfólki og íbúum sveitarfélagsins fyrir samstarfið á líðandi kjörtímabili. Aðrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóri taka heilshugar undir.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:38

 

Ásta Þórisdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón